Loftbelgur sveif yfir Suðurlandi, snerti næstum Rangá og flaug ofar skýjum Kristján Már Unnarsson skrifar 7. júlí 2020 21:06 Loftbelgurinn tekst á loft frá Helluflugvelli í morgun. Mynd/Matthías Sveinbjörnsson. Stærðarinnar loftbelgur sást á flugi yfir Rangárvöllum í morgun og flaug hann svo lágt yfir Ytri-Rangá að hann var við það að snerta vatnsflötinn. Belgurinn er kominn hingað frá Þýskalandi í tengslum við flughátíð á Hellu. Myndir af flugi loftbelgsins mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Þeir sem áttu leið um Hellu á Rangárvöllum í morgun ráku upp stór augu þegar þeir sáu rauðröndóttan loftbelg blásinn upp og takast á loft frá flugvellinum austan við þorpið. Loftbelgurinn yfir byggðinni á Hellu.Mynd/Matthías Sveinbjörnsson. Hann er kominn hingað frá Þýskalandi á vegum Flugmálafélags Íslands. Þess má geta að um þessar mundir eru 90 ár liðin frá því þýska loftskipið Graf Zeppelin birtist óvænt yfir Íslandi en það var þann 17. júlí árið 1930. Loftbelgur flaug einnig yfir Reykjavík í fyrrasumar í tengslum við flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli en þar áður voru fjórir áratugir liðnir frá því slíkt fyrirbæri sást síðast á lofti yfir Íslandi. Loftbelgurinn sveif lágt yfir Suðurlandsveg og þjónustukjarnann á Hellu.Mynd/Matthías Sveinbjörnsson. Eftir flugtak í morgun sást loftbelgurinn fljúga lágt yfir byggðina á Hellu. Þýskur flugmaður belgsins ákvað síðan að sýna hæfni sína í að stjórna honum með því að láta hann fljúga niður undir Rangá. Þegar hann átti aðeins fáa sentímetra í að snerta vatnsflötinn sendi hann gasloga upp í belginn til að láta hann hækka sig að nýju. Þýski loftbelgsflugmaðurinn sýndi hæfni sína með því að láta loftbelginn svífa niður að Rangá og lyfta honum síðan upp rétt áður en hann snerti vatnsflötinn.Mynd/Matthías Sveinbjörnsson. Þrír farþegar voru í borð með flugmanninum en eftir að hafa fyrst svifið undan hægum vindinum til suðvesturs snerist vindáttinn og stefndi belgurinn þá í hina áttina, til norðausturs, en á móts við gamla flugvöllinn við Gunnarsholt ákvað flugmaðurinn að lenda honum á þjóðveginum. Við Gunnarsholt í morgun. Hekla blasir við. Loftbelgurinn átti síðar eftir að lyfta sér upp fyrir skýin.Mynd/Matthías Sveinbjörnsson. Þar tók hann síðan aðra þrjár farþega í flug sem virtu fyrir sér Heklu, Tindfjöll og Eyjafjallajökul ofar skýjum og mátti heyra á samtali við fólk á jörðu niðri að loftbelgsfarar voru heillaðir af þessari upplifun. Almenningi býðst að skrá sig í flug með loftbelgnum á loftbelgur.is og er þegar kominn biðlisti. Flugmaðurinn lenti loftbelgnum fimlega á þjóðveginum við Gunnarsholt.Mynd/Matthías Sveinbjörnsson. Loftbelgnum verður flogið frá Hellu næstu daga eftir því sem veður leyfir í tengslum við flughátið sem hefst þar í kvöld með Íslandsmóti í lendingarkeppni. Annaðkvöld verður keppt í listflugi og drónakappflugi en einnig er keppt í svifflugi og fisflugi. Eftir að keppnisgreinum lýkur hefst hin eiginlega flughátíð á föstudag sem nær hápunkti með flugsýningu á laugardag milli klukkan 12 og 18. Þar er meðal annars von á danskri herþyrlu og stórri kafbátaleitarþotu af gerðinni Boeing P-8 Poseidon. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá tilraun fréttamanns Stöðvar 2 í fyrra til að komast í loftbelgsflug í beinni útsendingu. Fréttir af flugi Rangárþing ytra Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Stærðarinnar loftbelgur sást á flugi yfir Rangárvöllum í morgun og flaug hann svo lágt yfir Ytri-Rangá að hann var við það að snerta vatnsflötinn. Belgurinn er kominn hingað frá Þýskalandi í tengslum við flughátíð á Hellu. Myndir af flugi loftbelgsins mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Þeir sem áttu leið um Hellu á Rangárvöllum í morgun ráku upp stór augu þegar þeir sáu rauðröndóttan loftbelg blásinn upp og takast á loft frá flugvellinum austan við þorpið. Loftbelgurinn yfir byggðinni á Hellu.Mynd/Matthías Sveinbjörnsson. Hann er kominn hingað frá Þýskalandi á vegum Flugmálafélags Íslands. Þess má geta að um þessar mundir eru 90 ár liðin frá því þýska loftskipið Graf Zeppelin birtist óvænt yfir Íslandi en það var þann 17. júlí árið 1930. Loftbelgur flaug einnig yfir Reykjavík í fyrrasumar í tengslum við flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli en þar áður voru fjórir áratugir liðnir frá því slíkt fyrirbæri sást síðast á lofti yfir Íslandi. Loftbelgurinn sveif lágt yfir Suðurlandsveg og þjónustukjarnann á Hellu.Mynd/Matthías Sveinbjörnsson. Eftir flugtak í morgun sást loftbelgurinn fljúga lágt yfir byggðina á Hellu. Þýskur flugmaður belgsins ákvað síðan að sýna hæfni sína í að stjórna honum með því að láta hann fljúga niður undir Rangá. Þegar hann átti aðeins fáa sentímetra í að snerta vatnsflötinn sendi hann gasloga upp í belginn til að láta hann hækka sig að nýju. Þýski loftbelgsflugmaðurinn sýndi hæfni sína með því að láta loftbelginn svífa niður að Rangá og lyfta honum síðan upp rétt áður en hann snerti vatnsflötinn.Mynd/Matthías Sveinbjörnsson. Þrír farþegar voru í borð með flugmanninum en eftir að hafa fyrst svifið undan hægum vindinum til suðvesturs snerist vindáttinn og stefndi belgurinn þá í hina áttina, til norðausturs, en á móts við gamla flugvöllinn við Gunnarsholt ákvað flugmaðurinn að lenda honum á þjóðveginum. Við Gunnarsholt í morgun. Hekla blasir við. Loftbelgurinn átti síðar eftir að lyfta sér upp fyrir skýin.Mynd/Matthías Sveinbjörnsson. Þar tók hann síðan aðra þrjár farþega í flug sem virtu fyrir sér Heklu, Tindfjöll og Eyjafjallajökul ofar skýjum og mátti heyra á samtali við fólk á jörðu niðri að loftbelgsfarar voru heillaðir af þessari upplifun. Almenningi býðst að skrá sig í flug með loftbelgnum á loftbelgur.is og er þegar kominn biðlisti. Flugmaðurinn lenti loftbelgnum fimlega á þjóðveginum við Gunnarsholt.Mynd/Matthías Sveinbjörnsson. Loftbelgnum verður flogið frá Hellu næstu daga eftir því sem veður leyfir í tengslum við flughátið sem hefst þar í kvöld með Íslandsmóti í lendingarkeppni. Annaðkvöld verður keppt í listflugi og drónakappflugi en einnig er keppt í svifflugi og fisflugi. Eftir að keppnisgreinum lýkur hefst hin eiginlega flughátíð á föstudag sem nær hápunkti með flugsýningu á laugardag milli klukkan 12 og 18. Þar er meðal annars von á danskri herþyrlu og stórri kafbátaleitarþotu af gerðinni Boeing P-8 Poseidon. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá tilraun fréttamanns Stöðvar 2 í fyrra til að komast í loftbelgsflug í beinni útsendingu.
Fréttir af flugi Rangárþing ytra Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira