Klipptu Trump út af mynd með Epstein og Maxwell Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júlí 2020 06:37 Myndin umrædda. Þegar Fox notaði hana í umfjöllun sinni var Donald Trump þó hvergi sjáanlegur. Davidoff Studios/Getty Bandaríska fréttastofan Fox News hefur beðist afsökunar á að hafa klippt Donald Trump Bandaríkjaforseta út af mynd sem notuð var í umfjöllun um barnaníðinginn Jeffrey Epstein og samstarfskonu hans og vinkonu, Ghislaine Maxwell, sem handtekin var í síðustu viku fyrir meinta þátttöku sína í brotum Epstein. Á umræddri mynd mátti sjá Maxwell og Epstein ásamt Trump og eiginkonu hans, Melaniu. Myndin var notuð í tengslum við umfjöllun um lögmann fórnarlamba Epstein, en búið var að klippa forsetann út af myndinni, sem tekin var á hóteli hans, Mar-a-Lago í Flórída, í febrúar árið 2000. Í yfirlýsingu frá Fox segir að um mistök, sem fréttastofan harmaði, væri að ræða. Ekki liggur fyrir hvort Trump sá umfjöllunina, en oft hefur komið fram að hann er mikill aðdáandi Fox og fréttaflutningsins sem þar fer fram. Ákvörðun Fox um að klippa forsetann út af myndinni er til marks um þá viðleitni stjórnmálamanna og annarra þekktra einstaklinga í Bandaríkjunum að sverja af sér öll tengsl við Maxwell og Epstein, sem eins og áður segir var dæmdur barnaníðingur. Eric Trump, sonur forsetans, tísti í síðustu viku mynd úr brúðkaupi Chelsea Clinton, dóttur Bill og Hillary Clinton, þar sem Ghislaine Maxwell var meðal gesta. Búið var að gera rauðan hring utan um andlit hennar á myndinni. Með færslunni skrifaði Eric að fólkið væri „af sama sauðahúsi,“ og átti þar væntanlega við Clinton-fjölskylduna og Maxwell. Hann var þó fljótur að draga í land þegar netverjar tóku til við að svara tísti hans með myndum af föður hans, Maxwell og Epstein saman í samkvæmum. Þá bentu einhverjir á að Maxwell hefði árið 1997 „sníkt far“ í einkaþotu forsetans á leið til Flórída, en Eric var sjálfur í þeirri flugferð. Bandaríkin Donald Trump Jeffrey Epstein Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira
Bandaríska fréttastofan Fox News hefur beðist afsökunar á að hafa klippt Donald Trump Bandaríkjaforseta út af mynd sem notuð var í umfjöllun um barnaníðinginn Jeffrey Epstein og samstarfskonu hans og vinkonu, Ghislaine Maxwell, sem handtekin var í síðustu viku fyrir meinta þátttöku sína í brotum Epstein. Á umræddri mynd mátti sjá Maxwell og Epstein ásamt Trump og eiginkonu hans, Melaniu. Myndin var notuð í tengslum við umfjöllun um lögmann fórnarlamba Epstein, en búið var að klippa forsetann út af myndinni, sem tekin var á hóteli hans, Mar-a-Lago í Flórída, í febrúar árið 2000. Í yfirlýsingu frá Fox segir að um mistök, sem fréttastofan harmaði, væri að ræða. Ekki liggur fyrir hvort Trump sá umfjöllunina, en oft hefur komið fram að hann er mikill aðdáandi Fox og fréttaflutningsins sem þar fer fram. Ákvörðun Fox um að klippa forsetann út af myndinni er til marks um þá viðleitni stjórnmálamanna og annarra þekktra einstaklinga í Bandaríkjunum að sverja af sér öll tengsl við Maxwell og Epstein, sem eins og áður segir var dæmdur barnaníðingur. Eric Trump, sonur forsetans, tísti í síðustu viku mynd úr brúðkaupi Chelsea Clinton, dóttur Bill og Hillary Clinton, þar sem Ghislaine Maxwell var meðal gesta. Búið var að gera rauðan hring utan um andlit hennar á myndinni. Með færslunni skrifaði Eric að fólkið væri „af sama sauðahúsi,“ og átti þar væntanlega við Clinton-fjölskylduna og Maxwell. Hann var þó fljótur að draga í land þegar netverjar tóku til við að svara tísti hans með myndum af föður hans, Maxwell og Epstein saman í samkvæmum. Þá bentu einhverjir á að Maxwell hefði árið 1997 „sníkt far“ í einkaþotu forsetans á leið til Flórída, en Eric var sjálfur í þeirri flugferð.
Bandaríkin Donald Trump Jeffrey Epstein Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira