Elín Metta um föðurmissinn og fyrirmyndirnar í boltanum Anton Ingi Leifsson skrifar 8. júlí 2020 07:30 Elín Metta Jensen hefur verið einn mesti markaskorari Íslandsmótsins undanfarin ár. vísir/vilhelm Elín Metta Jensen, framherji íslenska kvennalandsliðsins og Íslandsmeistara Vals, var í ítarlegu viðtali í nýjasta tímariti 66 norður sem ber nafnið NORÐUR. Framherjinn magnaði fer um víðan völl í viðtalinu en hún rifjar m.a. upp sínar fyrstu stundir af fótboltavellinum. Hún segist hafa byrjað fimm ára en hún lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fimmtán ára, árið 2010. „Ég var um fimm ára þegar ég byrjaði að æfa fótbolta. Ég var farinn aðeins fyrr að mæta á völlinn með pabba en svona fyrsta minningin mín af því að spila fótbolta var fyrsti leikurinn minn,“ sagði Elín Metta í viðtalinu. „Ég vissi ekkert hvað ég var að gera inni á vellinum og var mikið að taka handahlaup og í algjöru rugli úti við hliðarlínuna. Þegar maður fór að verða aðeins eldri þá fann maður sér fyrirmyndir. Maður heldur alltaf að það séu einhverjir töfrar á bakvið fyrirmyndirnar en svo kemst maður að því að þú ert bara að helga þig að einhverju og leggja ógeðslega mikla vinnu í það. Þú kemst ekki neitt nema þú ert með markmið og drauma. Þú verður að stefna eitthvert.“ Það er ekki bara fótboltinn sem á hug Elínar Mettu heldur stundar hún einnig nám við læknisfræði í Háskóla Íslands. Hún var að klára sitt annað ár í læknisfræðinni og hefur lengi haft áhuga á því starfi. „Ég er að læra læknisfræði og ég man þegar ég var yngri að mig langaði að verða læknir. Mér fannst eins og mínir hæfileikar og forvitnin mín myndu nýtast í læknisfræðinni. Ég tók þessa ákvörðun á þeim tíma sem pabbi minn var mjög veikur af krabbameini,“ sagði Elín sem missti pabba sinn fyrir tæpum fjórum árum síðan. „Jólin 2016 lést pabbi. Það fékk bara mig til að hugsa um lífið mitt og hvað mér fyndist vera þess virði að eyða tímanum mínum í. Ég veit að hann hefði verið mjög ánægður með þessa ákvörðun mína. Það er alltaf hægt að snúa slæmu ástandi upp í gott og mér fannst ég gera það þarna, þó að þetta hafi verið mjög erfiður tími í mínu lífi. Þetta var ljósið sem leiddi mig áfram. Eitthvað markmið sem ég hafði.“ Framherjinn í baráttunni við Ingibjörgu Valgeirsdóttur í opnunarleik Pepsi Max-deildar kvenna. Þar var Elín Metta auðvitað á skotskónum.vísir/daníel Framherjinn unar sér vel í fótboltanum en hún segir að margbreytilegt veður hafi ekki áhrif á hana. Það sést líka á tölfræðinni hennar en hún hefur skorað 118 mörk í 165 leikjum í meistaraflokki. „Um leið og maður er kominn með eitthvað sem maður finnur bara: „Vá, mig langar að gera þetta“, það drífur mann svo mikið áfram í öllu harkinu. Það verður alltaf vont veður á æfingu á Íslandi í janúar. Það bara fylgir þessu. Ég man einhvern tímann þurftum við að moka snjóinn af vellinum og þetta var 1. maí. Þjálfarinn var bara: „Út að moka!“ „Veðrið hérna er eitthvað fáránlegt. Ég hef spilað í láréttum vindi og rigningu. Ég man einu sinni að við vorum að spila á frekar slæmum velli og voru farnir að myndast pollar. Maður reyndi að sparka boltanum áfram en hann stoppaði bara í næsta polli svo gæðin í fótboltanum voru ekki upp á sitt besta. Þetta var svo gaman og þetta var svo mikil barátta. Svo geggjuð stemning.“ Hún segir íslenska hugarfarið magnað en hún hefur spilað 84 leiki í íslenska treyjunni, þar af 49 með íslenska A-landsliðinu. „Við erum oft að fara á móti straumnum. Sumarið er alveg yndislegt og bjart allan sólarhringinn en veturnir eru dimmir, kaldir, þungir og erfiðir. Þetta eru svo miklar sveiflur. Ég held að það hafi klárlega áhrif á það hvernig við hugsum og viðhorfið til lífsins. Ef þú pælir í því þá liggjum við í dvala yfir vetrarmánuðina og svo á vorin er eins og vonin vakni aftur hjá manni. Maður hefur alltaf þessa von,“ sagði Elín Metta. watch on YouTube Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjá meira
Elín Metta Jensen, framherji íslenska kvennalandsliðsins og Íslandsmeistara Vals, var í ítarlegu viðtali í nýjasta tímariti 66 norður sem ber nafnið NORÐUR. Framherjinn magnaði fer um víðan völl í viðtalinu en hún rifjar m.a. upp sínar fyrstu stundir af fótboltavellinum. Hún segist hafa byrjað fimm ára en hún lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fimmtán ára, árið 2010. „Ég var um fimm ára þegar ég byrjaði að æfa fótbolta. Ég var farinn aðeins fyrr að mæta á völlinn með pabba en svona fyrsta minningin mín af því að spila fótbolta var fyrsti leikurinn minn,“ sagði Elín Metta í viðtalinu. „Ég vissi ekkert hvað ég var að gera inni á vellinum og var mikið að taka handahlaup og í algjöru rugli úti við hliðarlínuna. Þegar maður fór að verða aðeins eldri þá fann maður sér fyrirmyndir. Maður heldur alltaf að það séu einhverjir töfrar á bakvið fyrirmyndirnar en svo kemst maður að því að þú ert bara að helga þig að einhverju og leggja ógeðslega mikla vinnu í það. Þú kemst ekki neitt nema þú ert með markmið og drauma. Þú verður að stefna eitthvert.“ Það er ekki bara fótboltinn sem á hug Elínar Mettu heldur stundar hún einnig nám við læknisfræði í Háskóla Íslands. Hún var að klára sitt annað ár í læknisfræðinni og hefur lengi haft áhuga á því starfi. „Ég er að læra læknisfræði og ég man þegar ég var yngri að mig langaði að verða læknir. Mér fannst eins og mínir hæfileikar og forvitnin mín myndu nýtast í læknisfræðinni. Ég tók þessa ákvörðun á þeim tíma sem pabbi minn var mjög veikur af krabbameini,“ sagði Elín sem missti pabba sinn fyrir tæpum fjórum árum síðan. „Jólin 2016 lést pabbi. Það fékk bara mig til að hugsa um lífið mitt og hvað mér fyndist vera þess virði að eyða tímanum mínum í. Ég veit að hann hefði verið mjög ánægður með þessa ákvörðun mína. Það er alltaf hægt að snúa slæmu ástandi upp í gott og mér fannst ég gera það þarna, þó að þetta hafi verið mjög erfiður tími í mínu lífi. Þetta var ljósið sem leiddi mig áfram. Eitthvað markmið sem ég hafði.“ Framherjinn í baráttunni við Ingibjörgu Valgeirsdóttur í opnunarleik Pepsi Max-deildar kvenna. Þar var Elín Metta auðvitað á skotskónum.vísir/daníel Framherjinn unar sér vel í fótboltanum en hún segir að margbreytilegt veður hafi ekki áhrif á hana. Það sést líka á tölfræðinni hennar en hún hefur skorað 118 mörk í 165 leikjum í meistaraflokki. „Um leið og maður er kominn með eitthvað sem maður finnur bara: „Vá, mig langar að gera þetta“, það drífur mann svo mikið áfram í öllu harkinu. Það verður alltaf vont veður á æfingu á Íslandi í janúar. Það bara fylgir þessu. Ég man einhvern tímann þurftum við að moka snjóinn af vellinum og þetta var 1. maí. Þjálfarinn var bara: „Út að moka!“ „Veðrið hérna er eitthvað fáránlegt. Ég hef spilað í láréttum vindi og rigningu. Ég man einu sinni að við vorum að spila á frekar slæmum velli og voru farnir að myndast pollar. Maður reyndi að sparka boltanum áfram en hann stoppaði bara í næsta polli svo gæðin í fótboltanum voru ekki upp á sitt besta. Þetta var svo gaman og þetta var svo mikil barátta. Svo geggjuð stemning.“ Hún segir íslenska hugarfarið magnað en hún hefur spilað 84 leiki í íslenska treyjunni, þar af 49 með íslenska A-landsliðinu. „Við erum oft að fara á móti straumnum. Sumarið er alveg yndislegt og bjart allan sólarhringinn en veturnir eru dimmir, kaldir, þungir og erfiðir. Þetta eru svo miklar sveiflur. Ég held að það hafi klárlega áhrif á það hvernig við hugsum og viðhorfið til lífsins. Ef þú pælir í því þá liggjum við í dvala yfir vetrarmánuðina og svo á vorin er eins og vonin vakni aftur hjá manni. Maður hefur alltaf þessa von,“ sagði Elín Metta. watch on YouTube
Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjá meira