Enginn niðurskurður á heimsleikunum í ár Anton Ingi Leifsson skrifar 8. júlí 2020 08:30 Dave Castro er vinsæll innan CrossFit. mynd/morningchalkup Dave Castro, framkvæmdarstjóri CrossFit, mætti á dögunum í hlaðvarpið Talking Elite Fitness þar sem hann ræddi m.a. um heimsleikana í ár sem og forkeppnina fyrir leikana sem honum finnst of flókin. Það verður mikið lagt upp úr hreinlæti á heimsleikunum í ár vegna kórónuveirufaraldursins en þeim hefur verið seinkað fram í september hið fyrsta og skorið niður í einungis 30 karla og 30 konur. Castro greindi frá því í viðtalinu að keppendum yrði ferjað frá hótelinu á keppnisstað með öllum helstu tilmælum frá sóttvarnaryfirvöldum, með fjarlægð á milli allra og fleira í þeim dúr. Hann segir einnig að hann vilji að keppendurnir á leikunum finni fyrir því hversu erfitt sé að keppa á leikunum og að það verði enginn niðurskurður eins og er venjulega eftir fyrstu dagana. „Í símtali með keppendunum sagði ég þeim að það yrði ekkert skorið niður, því ég vil að þau finni fyrir þessari helgi og sársaukanum,“ sagði Castro en niðurskurðurinn hefur verið umdeildur. Hann sagði að hann vissi ekki hvort að það yrði endanlegt að það yrði enginn niðurskurður en bætti við að honum litist betur á að hafa engan niðurskurð. Einnig ræddi framkvæmdastjórinn um forkeppnina sem hann segir að sé einfaldlega of flókin. „Ég held að við þurfum að hreinsa til í þessu og gera þetta einfaldara og skiljanlegra. Hreinna fyrir áhorfendur og keppendurna sjálfa. Hversu margar leiðir geturðu farið inn á leikana? Of marga.“ „Við erum að finna hraustustu konu og karl í heimi. Það á að vera erfitt að komast hingað og þetta á að vera einstakt,“ sagði Castro. Þau Björgvin Karl Guðmundsson, Sara Sigmundsdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir áttu að keppa í ár en Katrín Tanja dró sig út vegna vandræðanna sem hafa verið innan CrossFit. Óvíst er því hvort hún taki þátt í ár. CrossFit Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Sjá meira
Dave Castro, framkvæmdarstjóri CrossFit, mætti á dögunum í hlaðvarpið Talking Elite Fitness þar sem hann ræddi m.a. um heimsleikana í ár sem og forkeppnina fyrir leikana sem honum finnst of flókin. Það verður mikið lagt upp úr hreinlæti á heimsleikunum í ár vegna kórónuveirufaraldursins en þeim hefur verið seinkað fram í september hið fyrsta og skorið niður í einungis 30 karla og 30 konur. Castro greindi frá því í viðtalinu að keppendum yrði ferjað frá hótelinu á keppnisstað með öllum helstu tilmælum frá sóttvarnaryfirvöldum, með fjarlægð á milli allra og fleira í þeim dúr. Hann segir einnig að hann vilji að keppendurnir á leikunum finni fyrir því hversu erfitt sé að keppa á leikunum og að það verði enginn niðurskurður eins og er venjulega eftir fyrstu dagana. „Í símtali með keppendunum sagði ég þeim að það yrði ekkert skorið niður, því ég vil að þau finni fyrir þessari helgi og sársaukanum,“ sagði Castro en niðurskurðurinn hefur verið umdeildur. Hann sagði að hann vissi ekki hvort að það yrði endanlegt að það yrði enginn niðurskurður en bætti við að honum litist betur á að hafa engan niðurskurð. Einnig ræddi framkvæmdastjórinn um forkeppnina sem hann segir að sé einfaldlega of flókin. „Ég held að við þurfum að hreinsa til í þessu og gera þetta einfaldara og skiljanlegra. Hreinna fyrir áhorfendur og keppendurna sjálfa. Hversu margar leiðir geturðu farið inn á leikana? Of marga.“ „Við erum að finna hraustustu konu og karl í heimi. Það á að vera erfitt að komast hingað og þetta á að vera einstakt,“ sagði Castro. Þau Björgvin Karl Guðmundsson, Sara Sigmundsdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir áttu að keppa í ár en Katrín Tanja dró sig út vegna vandræðanna sem hafa verið innan CrossFit. Óvíst er því hvort hún taki þátt í ár.
CrossFit Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Sjá meira