Fundu „pyntingarklefa“ í gegnum háleynilegt samskiptakerfi Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. júlí 2020 08:54 Mynd innan úr pyntingarklefanum. Vísir/klefi Lögregla í Hollandi handtók sex karlmenn eftir að „pyntingarklefi“ fannst í pakkhúsi í þorpinu Wouwse plantage, nærri belgísku landamærunum, í síðasta mánuði. Lögregla hafði þó uppi á klefanum áður en misindismönnum tókst að pynta nokkurn í honum. Klefinn var útbúinn úr sjö hljóðeinangruðum gámum og í honum fundust ýmis pyntingartól: tannlæknastóll, handjárn, garðklippur, skurðhnífar og tangir – úrval verkfæra sem lögregla telur að hafi „líklega verið ætluð til að pynta fórnarlömb, eða í það minnsta til að beita þau þrýstingi“. Upptökur lögreglu úr klefanum má sjá hér fyrir neðan. Lögregla komst á sporið í gegnum samskiptakerfið Encro Chat. Með samvinnu nokkurra löggæslustofnana í Evrópu tókst lögreglu nýlega að brjótast inn í umrætt kerfi og hlera dulkóðuð samskipti glæpamanna sem þar fóru fram. Átta hundruð hafa hingað til verið handtekin í tengslum við þessar aðgerðir, flestir í Bretlandi, og á þriðja tonn fíkniefna, tugi vopna og milljarðar í reiðufé verið gerðir upptækir. Vísir fjallaði ítarlega um málið í síðustu viku. Myndir úr pyntingarklefanum höfðu farið milli manna í samskiptakerfinu. Klefanum var þar lýst sem „meðferðarherbergi“, auk þess sem persónuupplýsingum um möguleg fórnarlömb til „meðferðar“ í klefanum var deilt. Líkt og áður segir hafði lögregla uppi á klefanum áður en tókst að pynta nokkurt fórnarlamb í honum. Þeir sem ratað höfðu á pyntingarlista glæpamannanna voru jafnframt varaðir við í tæka tíð og fóru í felur. Holland Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira
Lögregla í Hollandi handtók sex karlmenn eftir að „pyntingarklefi“ fannst í pakkhúsi í þorpinu Wouwse plantage, nærri belgísku landamærunum, í síðasta mánuði. Lögregla hafði þó uppi á klefanum áður en misindismönnum tókst að pynta nokkurn í honum. Klefinn var útbúinn úr sjö hljóðeinangruðum gámum og í honum fundust ýmis pyntingartól: tannlæknastóll, handjárn, garðklippur, skurðhnífar og tangir – úrval verkfæra sem lögregla telur að hafi „líklega verið ætluð til að pynta fórnarlömb, eða í það minnsta til að beita þau þrýstingi“. Upptökur lögreglu úr klefanum má sjá hér fyrir neðan. Lögregla komst á sporið í gegnum samskiptakerfið Encro Chat. Með samvinnu nokkurra löggæslustofnana í Evrópu tókst lögreglu nýlega að brjótast inn í umrætt kerfi og hlera dulkóðuð samskipti glæpamanna sem þar fóru fram. Átta hundruð hafa hingað til verið handtekin í tengslum við þessar aðgerðir, flestir í Bretlandi, og á þriðja tonn fíkniefna, tugi vopna og milljarðar í reiðufé verið gerðir upptækir. Vísir fjallaði ítarlega um málið í síðustu viku. Myndir úr pyntingarklefanum höfðu farið milli manna í samskiptakerfinu. Klefanum var þar lýst sem „meðferðarherbergi“, auk þess sem persónuupplýsingum um möguleg fórnarlömb til „meðferðar“ í klefanum var deilt. Líkt og áður segir hafði lögregla uppi á klefanum áður en tókst að pynta nokkurt fórnarlamb í honum. Þeir sem ratað höfðu á pyntingarlista glæpamannanna voru jafnframt varaðir við í tæka tíð og fóru í felur.
Holland Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira