Ástráður, Guðbjörg og Gylfi skipa gerðardóm hjúkrunarfræðinga Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. júlí 2020 13:07 Ástráður Haraldsson er formaður gerðardómsins. ríkissáttasemjari Ríkissáttasemjari hefur skipað gerðardóm í deilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Dóminn skipa þau Ástráður Haraldsson, héraðsdómari og aðstoðarríkissáttasemjari sem jafnframt er formaður, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands og doktor í sálfræði og Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og doktor í heilsuhagfræði. Skipun gerðardómsins var hluti af miðlunartillögu ríkissáttasemjara sem var samþykkt af samningsaðilum 27. júní að lokinni atkvæðagreiðslu meðal hjúkrunarfræðinga. Miðlunartillagan fól í sér að hann skipi gerðardóm til að fjalla um afmörkuð atriði launaliðs sem ágreiningur er um. Gerðardómur skal ljúka störfum sínum fyrir 1. september 2020. „Samningsaðilar náðu samkomulagi um öll meginatriði kjarasamnings utan afmarkaðra atriða launaliðs, þar á meðal um breytt vinnufyrirkomulag í dagvinnu og vaktavinnu. Ágreiningurinn á milli samningsaðila snýst um það hvort laun hjúkrunarfræðinga hjá stofnunum ríkisins séu í samræmi við ábyrgð, álag, menntun og inntak starfa þeirra samanborið við aðrar háskólamenntaðar stéttir hjá ríkinu,“ eins og það er útskýrt í orðsendingu frá embætti ríkissáttasemjara. Þar er ennfremur tekið fram að hann starfi sjálfstætt og skuli við ákvarðanir sínar hafa hliðsjón af „kjörum og launaþróun þeirra starfsstétta sem sambærilegar geta talist í menntun, störfum, vinnutíma og ábyrgð og almennri þróun kjaramála hér á landi.“ Þannig þurfi gerðardómurinn að taka tillit til þeirra launahækkana sem hópurinn myndi fá eftir samþykkt miðlunartillögunnar „og eftir atvikum aðgerða sem stofnanir kunna að grípa til í kjölfar hans.“ Kjaramál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar samþykkja miðlunartillögu ríkissáttasemjara Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga samþykkti rétt í þessu miðlunartillögu ríkissáttasemjara í máli Fíh og fjármála- og efnahagsráðherra. 27. júní 2020 12:07 Óvenjuleg lausn undir óvenjulegum kringumstæðum Fyrirhuguðu verkfalli hjúkrunarfræðinga sem átti að hefjast í fyrramálið var afstýrt seint í kvöld þegar samkomulag náðist um miðlunartillögu sem Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari lagði fram til samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og ríkisins. 22. júní 2020 00:39 Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira
Ríkissáttasemjari hefur skipað gerðardóm í deilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Dóminn skipa þau Ástráður Haraldsson, héraðsdómari og aðstoðarríkissáttasemjari sem jafnframt er formaður, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands og doktor í sálfræði og Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og doktor í heilsuhagfræði. Skipun gerðardómsins var hluti af miðlunartillögu ríkissáttasemjara sem var samþykkt af samningsaðilum 27. júní að lokinni atkvæðagreiðslu meðal hjúkrunarfræðinga. Miðlunartillagan fól í sér að hann skipi gerðardóm til að fjalla um afmörkuð atriði launaliðs sem ágreiningur er um. Gerðardómur skal ljúka störfum sínum fyrir 1. september 2020. „Samningsaðilar náðu samkomulagi um öll meginatriði kjarasamnings utan afmarkaðra atriða launaliðs, þar á meðal um breytt vinnufyrirkomulag í dagvinnu og vaktavinnu. Ágreiningurinn á milli samningsaðila snýst um það hvort laun hjúkrunarfræðinga hjá stofnunum ríkisins séu í samræmi við ábyrgð, álag, menntun og inntak starfa þeirra samanborið við aðrar háskólamenntaðar stéttir hjá ríkinu,“ eins og það er útskýrt í orðsendingu frá embætti ríkissáttasemjara. Þar er ennfremur tekið fram að hann starfi sjálfstætt og skuli við ákvarðanir sínar hafa hliðsjón af „kjörum og launaþróun þeirra starfsstétta sem sambærilegar geta talist í menntun, störfum, vinnutíma og ábyrgð og almennri þróun kjaramála hér á landi.“ Þannig þurfi gerðardómurinn að taka tillit til þeirra launahækkana sem hópurinn myndi fá eftir samþykkt miðlunartillögunnar „og eftir atvikum aðgerða sem stofnanir kunna að grípa til í kjölfar hans.“
Kjaramál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar samþykkja miðlunartillögu ríkissáttasemjara Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga samþykkti rétt í þessu miðlunartillögu ríkissáttasemjara í máli Fíh og fjármála- og efnahagsráðherra. 27. júní 2020 12:07 Óvenjuleg lausn undir óvenjulegum kringumstæðum Fyrirhuguðu verkfalli hjúkrunarfræðinga sem átti að hefjast í fyrramálið var afstýrt seint í kvöld þegar samkomulag náðist um miðlunartillögu sem Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari lagði fram til samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og ríkisins. 22. júní 2020 00:39 Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar samþykkja miðlunartillögu ríkissáttasemjara Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga samþykkti rétt í þessu miðlunartillögu ríkissáttasemjara í máli Fíh og fjármála- og efnahagsráðherra. 27. júní 2020 12:07
Óvenjuleg lausn undir óvenjulegum kringumstæðum Fyrirhuguðu verkfalli hjúkrunarfræðinga sem átti að hefjast í fyrramálið var afstýrt seint í kvöld þegar samkomulag náðist um miðlunartillögu sem Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari lagði fram til samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og ríkisins. 22. júní 2020 00:39