Vitni úr þingrannsókn á Trump hættir í hernum vegna kúgunar og hefndaraðgerða Kjartan Kjartansson skrifar 8. júlí 2020 18:28 Alexander Vindman, undirofursti, var á meðal embættismanna sem hlustuðu á umdeilt símtal Trump við Úkraínuforseta í júlí í fyrra. Hann var kallaður til að bera vitni í rannsókn þingsins og sagðist hafa talið það óviðeigandi að Trump reyndi að fá erlendan þjóðarleiðtoga til að rannsaka pólitískan keppinaut. Eftir að Trump var sýknaður af kæru fyrir embættisbrot í febrúar lét hann reka Vindman og tvíburabróður hans sem kom hvergi nærri rannsókninni. AP/Andrew Harnik Undirofursti í Bandaríkjaher sem bar vitni í rannsókn Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum Donalds Trump forseta í fyrra tilkynnti að hann ætlaði að hætta í hernum í dag. Vísaði lögmaður hans til „ógnana“ og „hefndaraðgerða“ af hálfu forsetans. Trump er sagður hafa reynt að koma í veg fyrir að herinn hækkaði Vindman í tign. Þegar fulltrúadeild Bandaríkjaþings rannsakaði hvort að Trump forseti hefði gerst sekur um að misbeita valdi sínu í samskiptum við forseta Úkraínu í fyrra var Alexander Vindman, undirofursti í Bandaríkjaher og starfsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna kallaður til að bera vitni. Vindman var á meðal embættismanna sem hlustuðu á símtal Trump við Volodýmýr Zelenskíj, forseta Úkraínu, þar sem Trump þrýsti á um að Úkraínumenn hæfu rannsókn á Joe Biden, líklegasta forsetaefni Demókrataflokksins. Rannsókninni lauk með því að fulltrúadeildin kærði Trump fyrir embættisbrot. Eftir að öldungadeildin, þar sem Repúblikanaflokkur Trump er með meirihluta, sýknaði hann í febrúar lét forsetinn reka Vindman og fylgdu öryggisverðir honum út úr Hvíta húsinu. Tvíburabróðir Vindman, sem starfaði einnig í Hvíta húsinu en kom hvergi nærri rannsókninni, var sömuleiðis látinn taka poka sinn. Neyddur til að velja á milli eigin hagsmuna og félaga sinna Vindman átti möguleika á að vera hækkaður í tign ofursta nú í sumar en fréttir höfðu bárust af því að tilkynningar um stöðuhækkanir hefðu dregist óvanalega. Vangaveltur hafa verið um að yfirmenn hersins hafi óttast að Hvíta húsið reyndi að koma í veg fyrir að Vindman yrði hækkaður í tign. Lögmaður hans segir nú að hann ætli sér að hætta í hernum, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Hann hafi sér það eitt til saka unnið að fylgja lögum og fyrir það hafi forsetinn og bandamenn hans beitt hann kúgunum. „Með herferð kúgunar, ógnana og hefndaraðgerða hefur forseti Bandaríkjanna reynt að neyða Vindman undirofursta til þess að velja á milli þess að virða lög eða þóknast forsetanum. Á milli þess að virða eið sinn eða vernda starfsframa sinn. Á milli þess að vernda stöðuhækkun sína eða stöðuhækkun félaga sinna í hernum. Föðurlandsást Vindman undirofursta hefur kostað hann ferilinn,“ segir David Pressman, lögmaður hans, í yfirlýsingu. Vindman greindi sjálfur frá því að hann ætlaði að kveðja herinn í stuttu tísti. Sagðist hann hlakka til næsta kafla í lífi fjölskyldunnar. Today I officially requested retirement from the US Army, an organization I love. My family and I look forward to the next chapter of our lives. pic.twitter.com/h2D9MRUHY2— Alexander S. Vindman (@AVindman) July 8, 2020 Lýsti áhyggjum af símtali Trump við Zelenskíj Í vitnisburði sínum fyrir fulltrúadeild Bandaríkjaþings í haust lýsti Vindman, sem var sérfræðingur þjóðaröryggisráðsins í málefnum Úkraínu, áhyggjum sínum af símtali Trump við Zelenskíj. Þar virtist Trump skilyrða hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð við að Zelenskíj féllist á að rannsaka Biden. Vindman sagðist telja það „óviðeigandi“ hegðun fyrir forseta. Fleiri embættismenn í ríkisstjórn Trump báru vitni um að þeir hafi talið Trump dangla hernaðaraðstoðinni, sem Bandaríkjaþing hafði þegar samþykkt að veita Úkraínu, og eftirsóttum fundi í Hvíta húsinu fyrir framan Zelenskíj til að hann gerði Trump persónulegan pólitískan greiða með því að beita sér gegn pólitískum keppinaut bandaríska forsetans. Fleiri embættismenn sem báru vitni í rannsókninni voru einnig reknir eftir að réttarhöldunum í öldungadeildinni lauk í febrúar. John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, segir í bók sem kom út í síðasta mánuði að demókratar á Bandaríkjaþingi hafi framið afglöp þegar þeir kærðu Trump aðeins fyrir embættisbrot vegna samskipta hans við Úkraínu. Heldur Bolton því fram að Trump hafi falast eftir aðstoð fleiri erlendra ríkja við að ná endurkjöri, þar á meðal Kína. Bolton bar ekki vitni í rannsókninni. Trump hefur sem forseti sett persónulega hollustu embættismanna ofar flestu öðru. Hann var Vindman ævareiður fyrir að hafa borið vitni í rannsókn Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum í fyrra.AP/Alex Brandon Reyndu að finna átyllu til hækka Vindman ekki í tign Frá því að málinu lauk hefur Trump ítrekað veist að Vindman með persónuárásum á Twitter. Vindman hlaut fjólubláa hjartað, heiðursorðu sem bandarískir hermenn sem særast í stríði fá, eftir að hann gegndi herþjónustu í Írak á sínum tíma. New York Times fullyrðir að Hvíta húsið hafi gert varnarmálaráðuneytinu ljóst að Trump vildi ekki að Vindman yrði hækkaður í tign. Starfsmenn Hvíta hússins hafi beðið ráðuneytið um að finna til dæmi um misferli eða brot sem gætu réttlæt að koma í veg fyrir að hann yrði hækkaður í tign. Mark Esper, varnarmálaráðherra, og Ryan McCarthy, ráðherra málefna hersins, eru sagðir hafa legið undir þrýstingi um að finna vitni sem gætu haldið því fram að Vindman hafi hagað sér á óviðeigandi hátt. Þeim hafi ekki tekist að finna slíkar sannanir þar sem þær séu ekki til. Esper hafði áður lofað því að Vindman þyrfti ekki að óttast mögulegar hefndaraðgerðir Hvíta hússins. Eliot L. Engel, formaður utanríkismálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og demókrati, segist telja að Trump og bandamenn hans fagni brotthvarfi Vindman í ljósi hefndaraðgerða gegn undirofurstanum. „Það er þannig sem forsetinn og þeir sem greiða götu hans líta á opinbera starfsmenn, hvort sem þeir eru í einkennisbúning eða ekki, sem heiðra eið sinn við stjórnarskrána frekar en að láta undan fyrir trúarreglu persónulegrar tryggðar sem hefur holað ríkisstjórnina okkar að innan undanfarin þrjú og hálft ár,“ segir Engel. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Telur að Trump hafi rekið sig fyrir að sinna skyldu sinni Innri endurskoðandi bandarísku leyniþjónustunnar sem vísaði kvörtun uppljóstrara um framferði Donalds Trump forseta gagnvart Úkraínu til Bandaríkjaþings segir erfitt að álykta ekki að Trump hafi rekið sig fyrir að sinna starfi sínu. Trump hefur ekki gefið neina aðra skýringu á brottrekstrinum en að endurskoðandinn njóti ekki lengur „fyllsta trausts“ hans. 6. apríl 2020 15:45 Halda „óvinalista“ um embættismenn innan Trump-stjórnarinnar Kona hæstaréttardómara er á meðal íhaldssamra aðgerðasinna sem þrýsta á Hvíta húsið að hreinsa út meinta óvini Trump forseta úr röðum embættismanna og pólitískt skipara starfsmanna. 24. febrúar 2020 13:15 Fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins deilir á framferði Trump John Kelly taldi sérfræðing þjóðaröryggisráðsins sem kvartaði undan símtali Trump við forseta Úkraínu aðeins hafa fylgt þjálfun sinni sem hermanns. Trump hefur kallað eftir því að herinn refsi honum fyrir að bera vitni gegn honum í rannsókn Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum. 13. febrúar 2020 16:46 Hömlulausi forsetinn: Engin bönd halda Trump lengur Í kjölfar þess að Trump var sýknaður af ákærum vegna meintra embættisbrota hefur hann farið hart fram gegn óvinum sínum, raunverulegum og ímynduðum. Þeir sem stóðu í hárinu á forsetanum til að byrja með hafa að miklu leyti yfirgefið sviðið og Repúblikanaflokkinn. 11. febrúar 2020 16:15 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Undirofursti í Bandaríkjaher sem bar vitni í rannsókn Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum Donalds Trump forseta í fyrra tilkynnti að hann ætlaði að hætta í hernum í dag. Vísaði lögmaður hans til „ógnana“ og „hefndaraðgerða“ af hálfu forsetans. Trump er sagður hafa reynt að koma í veg fyrir að herinn hækkaði Vindman í tign. Þegar fulltrúadeild Bandaríkjaþings rannsakaði hvort að Trump forseti hefði gerst sekur um að misbeita valdi sínu í samskiptum við forseta Úkraínu í fyrra var Alexander Vindman, undirofursti í Bandaríkjaher og starfsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna kallaður til að bera vitni. Vindman var á meðal embættismanna sem hlustuðu á símtal Trump við Volodýmýr Zelenskíj, forseta Úkraínu, þar sem Trump þrýsti á um að Úkraínumenn hæfu rannsókn á Joe Biden, líklegasta forsetaefni Demókrataflokksins. Rannsókninni lauk með því að fulltrúadeildin kærði Trump fyrir embættisbrot. Eftir að öldungadeildin, þar sem Repúblikanaflokkur Trump er með meirihluta, sýknaði hann í febrúar lét forsetinn reka Vindman og fylgdu öryggisverðir honum út úr Hvíta húsinu. Tvíburabróðir Vindman, sem starfaði einnig í Hvíta húsinu en kom hvergi nærri rannsókninni, var sömuleiðis látinn taka poka sinn. Neyddur til að velja á milli eigin hagsmuna og félaga sinna Vindman átti möguleika á að vera hækkaður í tign ofursta nú í sumar en fréttir höfðu bárust af því að tilkynningar um stöðuhækkanir hefðu dregist óvanalega. Vangaveltur hafa verið um að yfirmenn hersins hafi óttast að Hvíta húsið reyndi að koma í veg fyrir að Vindman yrði hækkaður í tign. Lögmaður hans segir nú að hann ætli sér að hætta í hernum, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Hann hafi sér það eitt til saka unnið að fylgja lögum og fyrir það hafi forsetinn og bandamenn hans beitt hann kúgunum. „Með herferð kúgunar, ógnana og hefndaraðgerða hefur forseti Bandaríkjanna reynt að neyða Vindman undirofursta til þess að velja á milli þess að virða lög eða þóknast forsetanum. Á milli þess að virða eið sinn eða vernda starfsframa sinn. Á milli þess að vernda stöðuhækkun sína eða stöðuhækkun félaga sinna í hernum. Föðurlandsást Vindman undirofursta hefur kostað hann ferilinn,“ segir David Pressman, lögmaður hans, í yfirlýsingu. Vindman greindi sjálfur frá því að hann ætlaði að kveðja herinn í stuttu tísti. Sagðist hann hlakka til næsta kafla í lífi fjölskyldunnar. Today I officially requested retirement from the US Army, an organization I love. My family and I look forward to the next chapter of our lives. pic.twitter.com/h2D9MRUHY2— Alexander S. Vindman (@AVindman) July 8, 2020 Lýsti áhyggjum af símtali Trump við Zelenskíj Í vitnisburði sínum fyrir fulltrúadeild Bandaríkjaþings í haust lýsti Vindman, sem var sérfræðingur þjóðaröryggisráðsins í málefnum Úkraínu, áhyggjum sínum af símtali Trump við Zelenskíj. Þar virtist Trump skilyrða hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð við að Zelenskíj féllist á að rannsaka Biden. Vindman sagðist telja það „óviðeigandi“ hegðun fyrir forseta. Fleiri embættismenn í ríkisstjórn Trump báru vitni um að þeir hafi talið Trump dangla hernaðaraðstoðinni, sem Bandaríkjaþing hafði þegar samþykkt að veita Úkraínu, og eftirsóttum fundi í Hvíta húsinu fyrir framan Zelenskíj til að hann gerði Trump persónulegan pólitískan greiða með því að beita sér gegn pólitískum keppinaut bandaríska forsetans. Fleiri embættismenn sem báru vitni í rannsókninni voru einnig reknir eftir að réttarhöldunum í öldungadeildinni lauk í febrúar. John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, segir í bók sem kom út í síðasta mánuði að demókratar á Bandaríkjaþingi hafi framið afglöp þegar þeir kærðu Trump aðeins fyrir embættisbrot vegna samskipta hans við Úkraínu. Heldur Bolton því fram að Trump hafi falast eftir aðstoð fleiri erlendra ríkja við að ná endurkjöri, þar á meðal Kína. Bolton bar ekki vitni í rannsókninni. Trump hefur sem forseti sett persónulega hollustu embættismanna ofar flestu öðru. Hann var Vindman ævareiður fyrir að hafa borið vitni í rannsókn Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum í fyrra.AP/Alex Brandon Reyndu að finna átyllu til hækka Vindman ekki í tign Frá því að málinu lauk hefur Trump ítrekað veist að Vindman með persónuárásum á Twitter. Vindman hlaut fjólubláa hjartað, heiðursorðu sem bandarískir hermenn sem særast í stríði fá, eftir að hann gegndi herþjónustu í Írak á sínum tíma. New York Times fullyrðir að Hvíta húsið hafi gert varnarmálaráðuneytinu ljóst að Trump vildi ekki að Vindman yrði hækkaður í tign. Starfsmenn Hvíta hússins hafi beðið ráðuneytið um að finna til dæmi um misferli eða brot sem gætu réttlæt að koma í veg fyrir að hann yrði hækkaður í tign. Mark Esper, varnarmálaráðherra, og Ryan McCarthy, ráðherra málefna hersins, eru sagðir hafa legið undir þrýstingi um að finna vitni sem gætu haldið því fram að Vindman hafi hagað sér á óviðeigandi hátt. Þeim hafi ekki tekist að finna slíkar sannanir þar sem þær séu ekki til. Esper hafði áður lofað því að Vindman þyrfti ekki að óttast mögulegar hefndaraðgerðir Hvíta hússins. Eliot L. Engel, formaður utanríkismálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og demókrati, segist telja að Trump og bandamenn hans fagni brotthvarfi Vindman í ljósi hefndaraðgerða gegn undirofurstanum. „Það er þannig sem forsetinn og þeir sem greiða götu hans líta á opinbera starfsmenn, hvort sem þeir eru í einkennisbúning eða ekki, sem heiðra eið sinn við stjórnarskrána frekar en að láta undan fyrir trúarreglu persónulegrar tryggðar sem hefur holað ríkisstjórnina okkar að innan undanfarin þrjú og hálft ár,“ segir Engel.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Telur að Trump hafi rekið sig fyrir að sinna skyldu sinni Innri endurskoðandi bandarísku leyniþjónustunnar sem vísaði kvörtun uppljóstrara um framferði Donalds Trump forseta gagnvart Úkraínu til Bandaríkjaþings segir erfitt að álykta ekki að Trump hafi rekið sig fyrir að sinna starfi sínu. Trump hefur ekki gefið neina aðra skýringu á brottrekstrinum en að endurskoðandinn njóti ekki lengur „fyllsta trausts“ hans. 6. apríl 2020 15:45 Halda „óvinalista“ um embættismenn innan Trump-stjórnarinnar Kona hæstaréttardómara er á meðal íhaldssamra aðgerðasinna sem þrýsta á Hvíta húsið að hreinsa út meinta óvini Trump forseta úr röðum embættismanna og pólitískt skipara starfsmanna. 24. febrúar 2020 13:15 Fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins deilir á framferði Trump John Kelly taldi sérfræðing þjóðaröryggisráðsins sem kvartaði undan símtali Trump við forseta Úkraínu aðeins hafa fylgt þjálfun sinni sem hermanns. Trump hefur kallað eftir því að herinn refsi honum fyrir að bera vitni gegn honum í rannsókn Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum. 13. febrúar 2020 16:46 Hömlulausi forsetinn: Engin bönd halda Trump lengur Í kjölfar þess að Trump var sýknaður af ákærum vegna meintra embættisbrota hefur hann farið hart fram gegn óvinum sínum, raunverulegum og ímynduðum. Þeir sem stóðu í hárinu á forsetanum til að byrja með hafa að miklu leyti yfirgefið sviðið og Repúblikanaflokkinn. 11. febrúar 2020 16:15 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Telur að Trump hafi rekið sig fyrir að sinna skyldu sinni Innri endurskoðandi bandarísku leyniþjónustunnar sem vísaði kvörtun uppljóstrara um framferði Donalds Trump forseta gagnvart Úkraínu til Bandaríkjaþings segir erfitt að álykta ekki að Trump hafi rekið sig fyrir að sinna starfi sínu. Trump hefur ekki gefið neina aðra skýringu á brottrekstrinum en að endurskoðandinn njóti ekki lengur „fyllsta trausts“ hans. 6. apríl 2020 15:45
Halda „óvinalista“ um embættismenn innan Trump-stjórnarinnar Kona hæstaréttardómara er á meðal íhaldssamra aðgerðasinna sem þrýsta á Hvíta húsið að hreinsa út meinta óvini Trump forseta úr röðum embættismanna og pólitískt skipara starfsmanna. 24. febrúar 2020 13:15
Fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins deilir á framferði Trump John Kelly taldi sérfræðing þjóðaröryggisráðsins sem kvartaði undan símtali Trump við forseta Úkraínu aðeins hafa fylgt þjálfun sinni sem hermanns. Trump hefur kallað eftir því að herinn refsi honum fyrir að bera vitni gegn honum í rannsókn Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum. 13. febrúar 2020 16:46
Hömlulausi forsetinn: Engin bönd halda Trump lengur Í kjölfar þess að Trump var sýknaður af ákærum vegna meintra embættisbrota hefur hann farið hart fram gegn óvinum sínum, raunverulegum og ímynduðum. Þeir sem stóðu í hárinu á forsetanum til að byrja með hafa að miklu leyti yfirgefið sviðið og Repúblikanaflokkinn. 11. febrúar 2020 16:15
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent