Sóttvarnastofnun endurskoðar tilmæli eftir óánægju Trump Kjartan Kjartansson skrifar 8. júlí 2020 23:24 Trump forseti leggur nú ofuráherslu á að skólar verði opnaðir aftur svo að koma megi hjólum atvinnulífsins aftur af stað. Hann hélt fund um hvernig mætti opna skólana aftur með Mike Pence varaforseta og eiginkonu sína Melaniu sér við hlið í Hvíta húsinu í gær. AP/Alex Brandon Leiðbeiningar sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna varðandi opnun skóla í kórónuveirufaraldrinum verða endurskoðaðar eftir að Donald Trump forseti gagnrýndi þær fyrir að vera of strangar í dag. Forsetinn hótaði jafnframt að stöðva fjárveitingar til skóla sem vilja ekki opna að fullu í haust. Skólastarf í Bandaríkjunum hefur verið með óhefðbundnu sniði líkt og víða annars staðar í heiminum vegna faraldursins undanfarna mánuði. Víða fá börn aðeins fjarkennslu og aðeins hluta úr viku. Þetta hefur sett strik í reikning ríkisstjórnar Donald Trump forseta sem vill koma hjólum atvinnulífsins af stað sem fyrst til þess að bæta líkur sínar á endurkjöri í kosningum í haust. Síðustu daga hefur Trump því lagt aukið kapp á að skólar verði opnaður aftur sem fyrst þrátt fyrir að útbreiðslu veirunnar sé enn að aukast víða í Bandaríkjunum. Sóttvarnastofnunin (CDC) gaf út leiðbeiningar um forvarnir við opnun skóla, þar á meðal að skima nemendur fyrir veirunni, skipta þeim upp í minni hópa, gluggar verði hafðir opnir, bil verði haft á milli borða þar sem þess er kostur og matsalir og leiktæki verði lokuð. Leiðbeiningarnar féllu forsetanum ekki í geð. Á Twitter í morgun sagði Trump leiðbeiningarnar „mjög strangar og dýrar“. „Þó að þeir vilji að þeir opni þá eru þeir að biðja skólana um að gera mjög óhentuga hluti. Ég ætla að hitta þá!!!“ tísti forsetinn. Sakaði Trump skóla einnig um að hika við að opna af pólitískum ástæðum og hótaði hann að svipta þá fjárveitingum alríkisstjórnarinnar ef þeir þráuðust við. Hélt hann því fram að demókratar vildu halda skólunum lokuðum til að koma höggi á hann fyrir forsetakosningarnar í nóvember. I disagree with @CDCgov on their very tough & expensive guidelines for opening schools. While they want them open, they are asking schools to do very impractical things. I will be meeting with them!!!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 8, 2020 Gætu skilyrt aðstoð við opnun skóla Nokkrum klukkustundum síðar greindi Mike Pence, varaforseti, frá því að CDC ætlaði að endurskoða leiðbeiningarnar og gefa út nýjar í næstu viku, að sögn New York Times. „Forsetinn sagði í dag að við viljum ekki að leiðbeiningarnar séu of strangar,“ sagði Pence um ákvörðunina um að breyta leiðbeiningunum. Trump sagði ekki hvaða fjárveitingum hann gæti haldið eftir en Pence gaf í skyn að frekari fjárhagsaðstoð við ríki vegna faraldursins gæti verið skilyrt við opnun skóla. Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins, fullyrti engu að síður við blaðamenn í dag að CDC hefði ekki verið beitt þrýstingi til þess að breyta leiðbeiningum sínum. Robert Redfield, forstjóri CDC, sagði í dag að leiðbeiningar stofnunarinnar væru aðeins tilmæli. Stofnunin vildi ekki að þau yrðu notuð til að réttlæta að skólum yrði haldið lokuðum áfram. Vísaði í fordæmi ríkja sem hafa náð stjórn á faraldrinum Alls hafa nú fleiri en þrjár milljónir manna smitast af kórónuveirunni í faraldrinum og fleiri en 130.000 manns látið lífið. Sum ríki, sem bera ábyrgð á grunn- og gagnfræðiskólastiginu, hafa beðið með að ákveða hvernig skólar verði opnaðir aftur í ljósi þess að faraldurinn færist sums staðar í aukana aftur þessa dagana. Talið hefur verið að börn séu ólíklegri en fullorðnir til þess að veikjast af völdum kórónuveirunnar. Þau geta hins vegar smitað fullorðna, þar á meðal kennara og starfsfólk skóla sem eru viðkvæmari fyrir henni. Samtök bandaríska barnalækna hafa mælt með því að skólastarf verði hafið aftur með nemendur í skólum í haust, meðal annars til þess að forðast að þeir einangrist félagslega. Trump vísaði meðal annars til fordæmis Þýskalands, Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar um að öruggt sé að opna skóla. Þau ríki hafa þó að mestu náð tökum á faraldrinum og greinast nú margfalt fleiri ný smit í Bandaríkjunum en ríkjunum fjórum. Um 60.000 manns greindust smitaðir af veirunni í Bandaríkjunum í gær og hafa þeir aldrei verið fleiri frá upphafi faraldursins. Í Evrópuríkjunum eru dagleg ný smit talin í hundruðum. Ríkisstjórn Trump hefur setið undir harðri gagnrýni fyrir viðbrögð hennar við faraldrinum. Trump hefur sjálfur ítrekað gert lítið úr alvarleika veirunnar og neitað að taka þátt í forvörnum gegn henni eins og ganga með grímu. Þess í stað hefur forsetinn lagt áherslu á að daglegt líf fari aftur í fyrra horf þrátt fyrir að faraldurinn geisi enn í landinu. In Germany, Denmark, Norway, Sweden and many other countries, SCHOOLS ARE OPEN WITH NO PROBLEMS. The Dems think it would be bad for them politically if U.S. schools open before the November Election, but is important for the children & families. May cut off funding if not open!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 8, 2020 Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smit á uppleið í 37 ríkjum Bandaríkjanna Nýjum kórónuveirusmitum fer fjölgandi í 37 af 50 ríkjum Bandaríkjanna síðustu tvær vikurnar, miðað við fjórtán daga tímabil snemma í júní, að því er greining Reuters leiðir í ljós. 2. júlí 2020 22:50 Kæmi Fauci ekki á óvart ef tilfellin verði 100 þúsund á dag í Bandaríkjunum Dr. Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna segir að honum kæmi það ekki á óvart ef tilfelli kórónuveirusmita í Bandaríkjunum nái 100 þúsund á dag í náinni framtíð. 30. júní 2020 21:42 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Leiðbeiningar sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna varðandi opnun skóla í kórónuveirufaraldrinum verða endurskoðaðar eftir að Donald Trump forseti gagnrýndi þær fyrir að vera of strangar í dag. Forsetinn hótaði jafnframt að stöðva fjárveitingar til skóla sem vilja ekki opna að fullu í haust. Skólastarf í Bandaríkjunum hefur verið með óhefðbundnu sniði líkt og víða annars staðar í heiminum vegna faraldursins undanfarna mánuði. Víða fá börn aðeins fjarkennslu og aðeins hluta úr viku. Þetta hefur sett strik í reikning ríkisstjórnar Donald Trump forseta sem vill koma hjólum atvinnulífsins af stað sem fyrst til þess að bæta líkur sínar á endurkjöri í kosningum í haust. Síðustu daga hefur Trump því lagt aukið kapp á að skólar verði opnaður aftur sem fyrst þrátt fyrir að útbreiðslu veirunnar sé enn að aukast víða í Bandaríkjunum. Sóttvarnastofnunin (CDC) gaf út leiðbeiningar um forvarnir við opnun skóla, þar á meðal að skima nemendur fyrir veirunni, skipta þeim upp í minni hópa, gluggar verði hafðir opnir, bil verði haft á milli borða þar sem þess er kostur og matsalir og leiktæki verði lokuð. Leiðbeiningarnar féllu forsetanum ekki í geð. Á Twitter í morgun sagði Trump leiðbeiningarnar „mjög strangar og dýrar“. „Þó að þeir vilji að þeir opni þá eru þeir að biðja skólana um að gera mjög óhentuga hluti. Ég ætla að hitta þá!!!“ tísti forsetinn. Sakaði Trump skóla einnig um að hika við að opna af pólitískum ástæðum og hótaði hann að svipta þá fjárveitingum alríkisstjórnarinnar ef þeir þráuðust við. Hélt hann því fram að demókratar vildu halda skólunum lokuðum til að koma höggi á hann fyrir forsetakosningarnar í nóvember. I disagree with @CDCgov on their very tough & expensive guidelines for opening schools. While they want them open, they are asking schools to do very impractical things. I will be meeting with them!!!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 8, 2020 Gætu skilyrt aðstoð við opnun skóla Nokkrum klukkustundum síðar greindi Mike Pence, varaforseti, frá því að CDC ætlaði að endurskoða leiðbeiningarnar og gefa út nýjar í næstu viku, að sögn New York Times. „Forsetinn sagði í dag að við viljum ekki að leiðbeiningarnar séu of strangar,“ sagði Pence um ákvörðunina um að breyta leiðbeiningunum. Trump sagði ekki hvaða fjárveitingum hann gæti haldið eftir en Pence gaf í skyn að frekari fjárhagsaðstoð við ríki vegna faraldursins gæti verið skilyrt við opnun skóla. Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins, fullyrti engu að síður við blaðamenn í dag að CDC hefði ekki verið beitt þrýstingi til þess að breyta leiðbeiningum sínum. Robert Redfield, forstjóri CDC, sagði í dag að leiðbeiningar stofnunarinnar væru aðeins tilmæli. Stofnunin vildi ekki að þau yrðu notuð til að réttlæta að skólum yrði haldið lokuðum áfram. Vísaði í fordæmi ríkja sem hafa náð stjórn á faraldrinum Alls hafa nú fleiri en þrjár milljónir manna smitast af kórónuveirunni í faraldrinum og fleiri en 130.000 manns látið lífið. Sum ríki, sem bera ábyrgð á grunn- og gagnfræðiskólastiginu, hafa beðið með að ákveða hvernig skólar verði opnaðir aftur í ljósi þess að faraldurinn færist sums staðar í aukana aftur þessa dagana. Talið hefur verið að börn séu ólíklegri en fullorðnir til þess að veikjast af völdum kórónuveirunnar. Þau geta hins vegar smitað fullorðna, þar á meðal kennara og starfsfólk skóla sem eru viðkvæmari fyrir henni. Samtök bandaríska barnalækna hafa mælt með því að skólastarf verði hafið aftur með nemendur í skólum í haust, meðal annars til þess að forðast að þeir einangrist félagslega. Trump vísaði meðal annars til fordæmis Þýskalands, Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar um að öruggt sé að opna skóla. Þau ríki hafa þó að mestu náð tökum á faraldrinum og greinast nú margfalt fleiri ný smit í Bandaríkjunum en ríkjunum fjórum. Um 60.000 manns greindust smitaðir af veirunni í Bandaríkjunum í gær og hafa þeir aldrei verið fleiri frá upphafi faraldursins. Í Evrópuríkjunum eru dagleg ný smit talin í hundruðum. Ríkisstjórn Trump hefur setið undir harðri gagnrýni fyrir viðbrögð hennar við faraldrinum. Trump hefur sjálfur ítrekað gert lítið úr alvarleika veirunnar og neitað að taka þátt í forvörnum gegn henni eins og ganga með grímu. Þess í stað hefur forsetinn lagt áherslu á að daglegt líf fari aftur í fyrra horf þrátt fyrir að faraldurinn geisi enn í landinu. In Germany, Denmark, Norway, Sweden and many other countries, SCHOOLS ARE OPEN WITH NO PROBLEMS. The Dems think it would be bad for them politically if U.S. schools open before the November Election, but is important for the children & families. May cut off funding if not open!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 8, 2020
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smit á uppleið í 37 ríkjum Bandaríkjanna Nýjum kórónuveirusmitum fer fjölgandi í 37 af 50 ríkjum Bandaríkjanna síðustu tvær vikurnar, miðað við fjórtán daga tímabil snemma í júní, að því er greining Reuters leiðir í ljós. 2. júlí 2020 22:50 Kæmi Fauci ekki á óvart ef tilfellin verði 100 þúsund á dag í Bandaríkjunum Dr. Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna segir að honum kæmi það ekki á óvart ef tilfelli kórónuveirusmita í Bandaríkjunum nái 100 þúsund á dag í náinni framtíð. 30. júní 2020 21:42 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Smit á uppleið í 37 ríkjum Bandaríkjanna Nýjum kórónuveirusmitum fer fjölgandi í 37 af 50 ríkjum Bandaríkjanna síðustu tvær vikurnar, miðað við fjórtán daga tímabil snemma í júní, að því er greining Reuters leiðir í ljós. 2. júlí 2020 22:50
Kæmi Fauci ekki á óvart ef tilfellin verði 100 þúsund á dag í Bandaríkjunum Dr. Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna segir að honum kæmi það ekki á óvart ef tilfelli kórónuveirusmita í Bandaríkjunum nái 100 þúsund á dag í náinni framtíð. 30. júní 2020 21:42