„Þú munt drepa mig, maður“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. júlí 2020 06:52 George Floyd lést í Minneapolis 25. maí síðastliðinn. Getty Bandaríski fyrrverandi lögreglumaðurinn Derek Chauvin, sem varð valdur að dauða George Floyd í Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum í lok maí á þessu ári, sagði Floyd ítrekað að hætta að tala á meðan hann hélt hné sínu að hálsi hans í nærri átta mínútur. Floyd sagðist ítrekað ekki geta andað. Þetta kemur fram í dómsskjölum sem nú hafa verið gerð opinber í ákærumáli á hendur fjórum Chauvin og þremur öðrum lögreglumönnum sem voru á vettvangi þegar Floyd lést. Skjölin samanstanda meðal annars af eftirritum af upptökum úr búkmyndavélum tveggja lögreglumannanna. Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins um málið segir að skjölin veiti meiri upplýsingar um síðustu andartök Floyd en áður hafi fengist. Hingað til hafa myndbönd tekin af almennum borgurum sem voru viðstaddir handtöku Floyd verið það eina sem almenningi hefur verið aðgengilegt í málinu. Skömmu eftir andlát Floyd brutust út umfangsmikil mótmæli um Bandaríkin þar sem lögregluofbeldi gegn svörtu fólki hefur verið mótmælt. Víða hefur lögregla svarað mótmælendum af fullri hörku. Eftirrit af upptökum úr búkmyndavélum þáverandi lögreglumannanna Thomas Lane og J. Alexander Kueng sýna að Floyd sagði oftar en 20 sinnum að hann gæti ekki andað, á meðan Derek Chauvin hélt hné sínu að hálsi hans þar sem hann lá á götunni. Floyd var handtekinn grunaður um að hafa notað falsaðan seðil til þess að kaupa sér sígarettupakka. Morðið á Floyd hefur vakið upp sterk viðbrögð í Bandaríkjunum og víðar. Víða hefur fjöldi fólks komið saman og mótmæl lögregluofbeldi gegn svörtu fólki og kerfisbundnum kynþáttafordómum. „I can‘t breathe“ (Ég get ekki andað), er eitt helsta slagorð mótmælenda, en þau orð voru meðal þeirra síðustu sem Floyd sagði áður en hann dó.Tayfun Coskun/Getty Neitaði að færa hann á hliðina Upptökurnar úr myndavélunum sýna að á einum tímapunkti, meðan honum var haldið að götunni, sagðist Floyd ekki geta andað. Þú munt drepa mig, maður Chauvin, sem gaf orðum Floyds lítinn gaum, sagði honum einfaldlega að hætta að tala. „Hættu að tala, hættu að garga. Það er súrefnisfrekt að tala.“ Þá sýna gögnin að á einum tímapunkti spurði Lane, sem hafði verið minna en hálft ár í starfi lögreglumanns, hvort ekki væri réttast að snúa Floyd á hliðina, þar sem hann gæti átt erfitt með að anda með hné Chauvins á hálsinum. Chauvin vildi ekki heyra á það minnst. „Nei, hann verður kyrr hér þar sem við höfum hann,“ svaraði hann. Lögmenn Chauvins hafa ekki tjáð sig um gögnin síðan þau voru gerð opinber. Derek Chauvin hefur verið ákærður fyrir morð af annarri gráðu, en Lane og Alexander hafa verið ákærðir fyrir að styðja hann til verksins, ásamt fjórða lögreglumanninum, Tou Thao. Mynd af fyrrverandi lögreglumanninum Derek Chauvin, eftir að hann var handtekinn.RCSO/AP Dauði George Floyd Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Bandaríski fyrrverandi lögreglumaðurinn Derek Chauvin, sem varð valdur að dauða George Floyd í Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum í lok maí á þessu ári, sagði Floyd ítrekað að hætta að tala á meðan hann hélt hné sínu að hálsi hans í nærri átta mínútur. Floyd sagðist ítrekað ekki geta andað. Þetta kemur fram í dómsskjölum sem nú hafa verið gerð opinber í ákærumáli á hendur fjórum Chauvin og þremur öðrum lögreglumönnum sem voru á vettvangi þegar Floyd lést. Skjölin samanstanda meðal annars af eftirritum af upptökum úr búkmyndavélum tveggja lögreglumannanna. Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins um málið segir að skjölin veiti meiri upplýsingar um síðustu andartök Floyd en áður hafi fengist. Hingað til hafa myndbönd tekin af almennum borgurum sem voru viðstaddir handtöku Floyd verið það eina sem almenningi hefur verið aðgengilegt í málinu. Skömmu eftir andlát Floyd brutust út umfangsmikil mótmæli um Bandaríkin þar sem lögregluofbeldi gegn svörtu fólki hefur verið mótmælt. Víða hefur lögregla svarað mótmælendum af fullri hörku. Eftirrit af upptökum úr búkmyndavélum þáverandi lögreglumannanna Thomas Lane og J. Alexander Kueng sýna að Floyd sagði oftar en 20 sinnum að hann gæti ekki andað, á meðan Derek Chauvin hélt hné sínu að hálsi hans þar sem hann lá á götunni. Floyd var handtekinn grunaður um að hafa notað falsaðan seðil til þess að kaupa sér sígarettupakka. Morðið á Floyd hefur vakið upp sterk viðbrögð í Bandaríkjunum og víðar. Víða hefur fjöldi fólks komið saman og mótmæl lögregluofbeldi gegn svörtu fólki og kerfisbundnum kynþáttafordómum. „I can‘t breathe“ (Ég get ekki andað), er eitt helsta slagorð mótmælenda, en þau orð voru meðal þeirra síðustu sem Floyd sagði áður en hann dó.Tayfun Coskun/Getty Neitaði að færa hann á hliðina Upptökurnar úr myndavélunum sýna að á einum tímapunkti, meðan honum var haldið að götunni, sagðist Floyd ekki geta andað. Þú munt drepa mig, maður Chauvin, sem gaf orðum Floyds lítinn gaum, sagði honum einfaldlega að hætta að tala. „Hættu að tala, hættu að garga. Það er súrefnisfrekt að tala.“ Þá sýna gögnin að á einum tímapunkti spurði Lane, sem hafði verið minna en hálft ár í starfi lögreglumanns, hvort ekki væri réttast að snúa Floyd á hliðina, þar sem hann gæti átt erfitt með að anda með hné Chauvins á hálsinum. Chauvin vildi ekki heyra á það minnst. „Nei, hann verður kyrr hér þar sem við höfum hann,“ svaraði hann. Lögmenn Chauvins hafa ekki tjáð sig um gögnin síðan þau voru gerð opinber. Derek Chauvin hefur verið ákærður fyrir morð af annarri gráðu, en Lane og Alexander hafa verið ákærðir fyrir að styðja hann til verksins, ásamt fjórða lögreglumanninum, Tou Thao. Mynd af fyrrverandi lögreglumanninum Derek Chauvin, eftir að hann var handtekinn.RCSO/AP
Dauði George Floyd Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira