„Þú munt drepa mig, maður“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. júlí 2020 06:52 George Floyd lést í Minneapolis 25. maí síðastliðinn. Getty Bandaríski fyrrverandi lögreglumaðurinn Derek Chauvin, sem varð valdur að dauða George Floyd í Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum í lok maí á þessu ári, sagði Floyd ítrekað að hætta að tala á meðan hann hélt hné sínu að hálsi hans í nærri átta mínútur. Floyd sagðist ítrekað ekki geta andað. Þetta kemur fram í dómsskjölum sem nú hafa verið gerð opinber í ákærumáli á hendur fjórum Chauvin og þremur öðrum lögreglumönnum sem voru á vettvangi þegar Floyd lést. Skjölin samanstanda meðal annars af eftirritum af upptökum úr búkmyndavélum tveggja lögreglumannanna. Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins um málið segir að skjölin veiti meiri upplýsingar um síðustu andartök Floyd en áður hafi fengist. Hingað til hafa myndbönd tekin af almennum borgurum sem voru viðstaddir handtöku Floyd verið það eina sem almenningi hefur verið aðgengilegt í málinu. Skömmu eftir andlát Floyd brutust út umfangsmikil mótmæli um Bandaríkin þar sem lögregluofbeldi gegn svörtu fólki hefur verið mótmælt. Víða hefur lögregla svarað mótmælendum af fullri hörku. Eftirrit af upptökum úr búkmyndavélum þáverandi lögreglumannanna Thomas Lane og J. Alexander Kueng sýna að Floyd sagði oftar en 20 sinnum að hann gæti ekki andað, á meðan Derek Chauvin hélt hné sínu að hálsi hans þar sem hann lá á götunni. Floyd var handtekinn grunaður um að hafa notað falsaðan seðil til þess að kaupa sér sígarettupakka. Morðið á Floyd hefur vakið upp sterk viðbrögð í Bandaríkjunum og víðar. Víða hefur fjöldi fólks komið saman og mótmæl lögregluofbeldi gegn svörtu fólki og kerfisbundnum kynþáttafordómum. „I can‘t breathe“ (Ég get ekki andað), er eitt helsta slagorð mótmælenda, en þau orð voru meðal þeirra síðustu sem Floyd sagði áður en hann dó.Tayfun Coskun/Getty Neitaði að færa hann á hliðina Upptökurnar úr myndavélunum sýna að á einum tímapunkti, meðan honum var haldið að götunni, sagðist Floyd ekki geta andað. Þú munt drepa mig, maður Chauvin, sem gaf orðum Floyds lítinn gaum, sagði honum einfaldlega að hætta að tala. „Hættu að tala, hættu að garga. Það er súrefnisfrekt að tala.“ Þá sýna gögnin að á einum tímapunkti spurði Lane, sem hafði verið minna en hálft ár í starfi lögreglumanns, hvort ekki væri réttast að snúa Floyd á hliðina, þar sem hann gæti átt erfitt með að anda með hné Chauvins á hálsinum. Chauvin vildi ekki heyra á það minnst. „Nei, hann verður kyrr hér þar sem við höfum hann,“ svaraði hann. Lögmenn Chauvins hafa ekki tjáð sig um gögnin síðan þau voru gerð opinber. Derek Chauvin hefur verið ákærður fyrir morð af annarri gráðu, en Lane og Alexander hafa verið ákærðir fyrir að styðja hann til verksins, ásamt fjórða lögreglumanninum, Tou Thao. Mynd af fyrrverandi lögreglumanninum Derek Chauvin, eftir að hann var handtekinn.RCSO/AP Dauði George Floyd Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Bandaríski fyrrverandi lögreglumaðurinn Derek Chauvin, sem varð valdur að dauða George Floyd í Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum í lok maí á þessu ári, sagði Floyd ítrekað að hætta að tala á meðan hann hélt hné sínu að hálsi hans í nærri átta mínútur. Floyd sagðist ítrekað ekki geta andað. Þetta kemur fram í dómsskjölum sem nú hafa verið gerð opinber í ákærumáli á hendur fjórum Chauvin og þremur öðrum lögreglumönnum sem voru á vettvangi þegar Floyd lést. Skjölin samanstanda meðal annars af eftirritum af upptökum úr búkmyndavélum tveggja lögreglumannanna. Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins um málið segir að skjölin veiti meiri upplýsingar um síðustu andartök Floyd en áður hafi fengist. Hingað til hafa myndbönd tekin af almennum borgurum sem voru viðstaddir handtöku Floyd verið það eina sem almenningi hefur verið aðgengilegt í málinu. Skömmu eftir andlát Floyd brutust út umfangsmikil mótmæli um Bandaríkin þar sem lögregluofbeldi gegn svörtu fólki hefur verið mótmælt. Víða hefur lögregla svarað mótmælendum af fullri hörku. Eftirrit af upptökum úr búkmyndavélum þáverandi lögreglumannanna Thomas Lane og J. Alexander Kueng sýna að Floyd sagði oftar en 20 sinnum að hann gæti ekki andað, á meðan Derek Chauvin hélt hné sínu að hálsi hans þar sem hann lá á götunni. Floyd var handtekinn grunaður um að hafa notað falsaðan seðil til þess að kaupa sér sígarettupakka. Morðið á Floyd hefur vakið upp sterk viðbrögð í Bandaríkjunum og víðar. Víða hefur fjöldi fólks komið saman og mótmæl lögregluofbeldi gegn svörtu fólki og kerfisbundnum kynþáttafordómum. „I can‘t breathe“ (Ég get ekki andað), er eitt helsta slagorð mótmælenda, en þau orð voru meðal þeirra síðustu sem Floyd sagði áður en hann dó.Tayfun Coskun/Getty Neitaði að færa hann á hliðina Upptökurnar úr myndavélunum sýna að á einum tímapunkti, meðan honum var haldið að götunni, sagðist Floyd ekki geta andað. Þú munt drepa mig, maður Chauvin, sem gaf orðum Floyds lítinn gaum, sagði honum einfaldlega að hætta að tala. „Hættu að tala, hættu að garga. Það er súrefnisfrekt að tala.“ Þá sýna gögnin að á einum tímapunkti spurði Lane, sem hafði verið minna en hálft ár í starfi lögreglumanns, hvort ekki væri réttast að snúa Floyd á hliðina, þar sem hann gæti átt erfitt með að anda með hné Chauvins á hálsinum. Chauvin vildi ekki heyra á það minnst. „Nei, hann verður kyrr hér þar sem við höfum hann,“ svaraði hann. Lögmenn Chauvins hafa ekki tjáð sig um gögnin síðan þau voru gerð opinber. Derek Chauvin hefur verið ákærður fyrir morð af annarri gráðu, en Lane og Alexander hafa verið ákærðir fyrir að styðja hann til verksins, ásamt fjórða lögreglumanninum, Tou Thao. Mynd af fyrrverandi lögreglumanninum Derek Chauvin, eftir að hann var handtekinn.RCSO/AP
Dauði George Floyd Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira