Veður

Allt að 21 stigs hiti á Suðurlandi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Veðurhorfur á hádegi í dag.
Veðurhorfur á hádegi í dag. Veðurstofa Íslands/Skjáskot

Spáð er allt að 21 stigs hita syðst á landinu og fremur björtu veðri. Gert er ráð fyrir norðvestlægri átt, víða 3 til 8 metrum á sekúndu, en 8-13 með suðurströndinni og á norðaustanverðu landinu.

Bjart verður með köflum og líkur á dálitlum síðdegisskúrum syðra, en skýjað og rignir með köflum norðaustantil. Hiti 5 til 13 stig á Norðurlandi og Vestfjörðum, annars 12 til 21 stig, hlýjast syðst, eins og fyrr segir.

Veðurhorfur á landinu næstu daga, samkvæmt Veðurstofu Íslands:

Á föstudag: Vestlæg átt, 3-8 m/s og skýjað með köflum, en heldur hvassari við suður- og austurströndina. Dálítil væta NA-lands, annars þurrt að kalla. Hiti frá 8 stigum norðaustantil, að 20 stigum á Suðausturlandi.

Á laugardag: Suðvestan 3-8 m/s og skýjað með rigningu V-til, annars skýjað með köflum og þurrt. Hiti 10 til 18 stig, svalast við A-ströndina.

Á sunnudag, mánudag og þriðjudag: Hæg breytileg átt og dálítil væta af og til í flestum landshlutum. Hiti víða 10 til 17 stig.

Á miðvikudag: Útlit fyrir norðaustlæga átt með rigningu og kólnandi veðri norðanlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×