Ýmislegt til í gagnrýni lækna en annað beinlínis rangt að mati Þórólfs Sylvía Hall skrifar 9. júlí 2020 14:17 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir beindi sjónum sínum að gagnrýni ýmissa lækna á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Sagði hann ýmislegt vera réttmætt í gagnrýninni, en annað væri beinlínis rangt. Hann áréttaði í upphafi að öll málefnaleg gagnrýni væri af hinu góða. Það væri nauðsynlegt að endurmeta aðgerðirnar reglulega, enda þyrfti hann að taka ákvörðun um áherslur þegar hann gerði tillögur til heilbrigðisráðherra lögum samkvæmt. Þó væri margt sem hefði komið fram fjarri sannleikanum. Eftir ákvörðun Kára Stefánssonar um að Íslensk erfðagreining myndi ekki lengur taka þátt í skimunum á landamærunum var ljóst að hlutverk Landspítalans í þeim aðgerðum yrði umfangsmeira. Var það gagnrýnt, meðal annars af yfirlækni á Covid-göngudeild Landspítalans sem sagði það augljósa sóun á almannafé. Þórólfur sagði það alrangt að um milljarðakostnað væri að ræða. Kostnaðurinn sem félli á Landspítalann snerist að mestu að því að uppfæra aðstöðu og tækjabúnað veirufræðideildarinnar og mikil þörf væri á því. Því væri frekar hægt að líta á það sem fjárfestingu til framtíðar. Sá kostnaður sem kæmi til vegna þátttöku Landspítalans færi því að mestu í að greiða fyrir mannafla og þá vaktavinnu sem starfsfólk þyrfti að vinna. Hann væri þó langt frá því að hlaupa á milljörðum. „Þetta er náttúrulega tala sem er fjarri öllu lagi,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann einhverja tala um að það ætti að hætta skimunum nú þegar. Sjálfur væri hann á því að skima ætti út júlímánuð en hann hefði sjálfur sagt að breytingar yrðu á. Eins og staðan væri núna stæði einungis til að skima út júlí en síðan yrði tekin ný ákvörðun. „Ég tel nú ekki mikið bera á milli þar.“ Að lokum sagði hann alrangt að halda því fram að það væri ekki hlutverk Landspítalans að taka þátt í skimunum á heilbrigðum einstaklingum. Í leyfisveitingu rannsóknarstofu Landspítalans í sýkla- og veirufræði frá árinu 2010 og samningum frá árinu 2015 kæmi skýrt fram að rannsóknarstofan ætti að taka þátt í verkefnum sem hefðu þýðingu fyrir almannaheill. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fyrrverandi landlæknir segir ástæðu til að hætta skimun á landamærunum Sigurður Guðmundsson smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir segir tilefni til þess að endurskoða skimun á landamærum og jafnvel hætta henni með öllu, sérstaklega í ljósi þess að Íslensk erfðagreining hefur dregið sig út úr verkefninu. 7. júlí 2020 12:00 Stefna á óbreytta skimun út júlímánuð: „Íslenskt samfélag stendur í þakkarskuld við Íslenska erfðagreiningu“ Þórólfur Guðnason þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir sinn þátt í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn hér á landi á upplýsingafundi almannavarna í dag. 7. júlí 2020 14:17 Enginn skriflegur samningur heldur handsalað samkomulag Enginn skriflegur samningur var gerður milli Íslenskrar erfðagreiningar og stjórnvalda um skimun fyrir kórónuveirunni. Það þykir óvenjulegt en ekki var endilega tilefni til samningsgerðar – og það jafnframt ekki staðið til boða. 7. júlí 2020 15:12 Svona væri hægt að bregðast við ákvörðun Kára Stefnt er að því að halda skimun óbreyttri út júlímánuð. Eftir að Íslensk erfðagreining tilkynnti að fyrirtækið myndi ekki taka þátt í skimun þarf að leita annarra leiða. 7. júlí 2020 15:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir beindi sjónum sínum að gagnrýni ýmissa lækna á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Sagði hann ýmislegt vera réttmætt í gagnrýninni, en annað væri beinlínis rangt. Hann áréttaði í upphafi að öll málefnaleg gagnrýni væri af hinu góða. Það væri nauðsynlegt að endurmeta aðgerðirnar reglulega, enda þyrfti hann að taka ákvörðun um áherslur þegar hann gerði tillögur til heilbrigðisráðherra lögum samkvæmt. Þó væri margt sem hefði komið fram fjarri sannleikanum. Eftir ákvörðun Kára Stefánssonar um að Íslensk erfðagreining myndi ekki lengur taka þátt í skimunum á landamærunum var ljóst að hlutverk Landspítalans í þeim aðgerðum yrði umfangsmeira. Var það gagnrýnt, meðal annars af yfirlækni á Covid-göngudeild Landspítalans sem sagði það augljósa sóun á almannafé. Þórólfur sagði það alrangt að um milljarðakostnað væri að ræða. Kostnaðurinn sem félli á Landspítalann snerist að mestu að því að uppfæra aðstöðu og tækjabúnað veirufræðideildarinnar og mikil þörf væri á því. Því væri frekar hægt að líta á það sem fjárfestingu til framtíðar. Sá kostnaður sem kæmi til vegna þátttöku Landspítalans færi því að mestu í að greiða fyrir mannafla og þá vaktavinnu sem starfsfólk þyrfti að vinna. Hann væri þó langt frá því að hlaupa á milljörðum. „Þetta er náttúrulega tala sem er fjarri öllu lagi,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann einhverja tala um að það ætti að hætta skimunum nú þegar. Sjálfur væri hann á því að skima ætti út júlímánuð en hann hefði sjálfur sagt að breytingar yrðu á. Eins og staðan væri núna stæði einungis til að skima út júlí en síðan yrði tekin ný ákvörðun. „Ég tel nú ekki mikið bera á milli þar.“ Að lokum sagði hann alrangt að halda því fram að það væri ekki hlutverk Landspítalans að taka þátt í skimunum á heilbrigðum einstaklingum. Í leyfisveitingu rannsóknarstofu Landspítalans í sýkla- og veirufræði frá árinu 2010 og samningum frá árinu 2015 kæmi skýrt fram að rannsóknarstofan ætti að taka þátt í verkefnum sem hefðu þýðingu fyrir almannaheill.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fyrrverandi landlæknir segir ástæðu til að hætta skimun á landamærunum Sigurður Guðmundsson smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir segir tilefni til þess að endurskoða skimun á landamærum og jafnvel hætta henni með öllu, sérstaklega í ljósi þess að Íslensk erfðagreining hefur dregið sig út úr verkefninu. 7. júlí 2020 12:00 Stefna á óbreytta skimun út júlímánuð: „Íslenskt samfélag stendur í þakkarskuld við Íslenska erfðagreiningu“ Þórólfur Guðnason þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir sinn þátt í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn hér á landi á upplýsingafundi almannavarna í dag. 7. júlí 2020 14:17 Enginn skriflegur samningur heldur handsalað samkomulag Enginn skriflegur samningur var gerður milli Íslenskrar erfðagreiningar og stjórnvalda um skimun fyrir kórónuveirunni. Það þykir óvenjulegt en ekki var endilega tilefni til samningsgerðar – og það jafnframt ekki staðið til boða. 7. júlí 2020 15:12 Svona væri hægt að bregðast við ákvörðun Kára Stefnt er að því að halda skimun óbreyttri út júlímánuð. Eftir að Íslensk erfðagreining tilkynnti að fyrirtækið myndi ekki taka þátt í skimun þarf að leita annarra leiða. 7. júlí 2020 15:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Sjá meira
Fyrrverandi landlæknir segir ástæðu til að hætta skimun á landamærunum Sigurður Guðmundsson smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir segir tilefni til þess að endurskoða skimun á landamærum og jafnvel hætta henni með öllu, sérstaklega í ljósi þess að Íslensk erfðagreining hefur dregið sig út úr verkefninu. 7. júlí 2020 12:00
Stefna á óbreytta skimun út júlímánuð: „Íslenskt samfélag stendur í þakkarskuld við Íslenska erfðagreiningu“ Þórólfur Guðnason þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir sinn þátt í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn hér á landi á upplýsingafundi almannavarna í dag. 7. júlí 2020 14:17
Enginn skriflegur samningur heldur handsalað samkomulag Enginn skriflegur samningur var gerður milli Íslenskrar erfðagreiningar og stjórnvalda um skimun fyrir kórónuveirunni. Það þykir óvenjulegt en ekki var endilega tilefni til samningsgerðar – og það jafnframt ekki staðið til boða. 7. júlí 2020 15:12
Svona væri hægt að bregðast við ákvörðun Kára Stefnt er að því að halda skimun óbreyttri út júlímánuð. Eftir að Íslensk erfðagreining tilkynnti að fyrirtækið myndi ekki taka þátt í skimun þarf að leita annarra leiða. 7. júlí 2020 15:12