Innlent

Sjáðu kynningarmyndbandið Visiting Iceland

Sylvía Hall skrifar
Ferðamenn eru hvattir til þess að sækja smitrakningarappið.
Ferðamenn eru hvattir til þess að sækja smitrakningarappið. Skjáskot

Á upplýsingafundi Almannavarna í dag var sýnt brot af kynningarmyndbandinu Visiting Iceland – Official travel information. Myndbandið er sýnt fólki við komuna í Leifsstöð og stendur einnig til að sýna það í flugvélum sem hingað koma.

Í myndbandinu má finna upplýsingar um ábyrga hegðun sem og upplýsingar um smitrakningarappið sem ferðamenn eru hvattir til að sækja.

Þá er einnig farið yfir það ferli sem tekur við þegar komið er hingað til lands. Ferðamenn þurfa að ákveða hvort þeir kjósi að fara í skimun við landamærin eða fjórtán daga sóttkví.

„Það er á þinni ábyrgð að þú fylgir þeim skilmálum sem fylgja því að ferðast til eyjunnar okkar til þess að tryggja öryggi ferðamanna og Íslendinga,“ er sagt í myndbandinu.

Hér að neðan má sjá myndbandið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×