Ekki forsvaranlegt að leggja allan kostnað á ferðamenn Sylvía Hall skrifar 9. júlí 2020 15:37 Páll Þórhallsson og Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi í dag. Lögreglan Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, segir kostnaðaráætlun heilbrigðisráðuneytisins gera ráð fyrir að heildarútgjöld vegna skimana á landamærum séu 2,5 milljarðar. Miðað var við að skimunin stæði í hundrað daga og að tvö þúsund sýni yrðu tekin á dag. Kostnaðaráætlunin var til viðmiðunar þegar tekin var ákvörðun á því gjaldi sem ferðamenn þurfa að greiða fyrir skimun. Gjaldtakan átti að skila tveimur milljörðum ef miðað væri við tvö þúsund farþega á dag í hundrað daga sem greiddu um tíu þúsund krónur fyrir skimun. Á upplýsingafundi Almannavarna í dag sagði Páll að ástæðu þess að tekjuhliðin væri hálfum milljarði lægri en kostnaðarhliðin vera að ekki þótti forsvaranlegt að leggja allan fjárfestingarkostnað á ferðamenn sem koma hingað til lands. Í kostnaðarmatinu væri gert ráð fyrir kaupum á búnaði og öðrum innviðum sem mun nýtast lengur en skimun stendur yfir. Þá nefndi hann að einhver ávinningur fylgdi því að fá ferðamenn inn í landið á ný, til að mynda gjaldeyristekjur og fjölgun starfa í ferðaþjónustunni. Allt óvissu háð Tekjur vegna greiðsluþátttöku ferðamanna eiga að mæta útgjöldum ríkisins vegna launa starfsmanna sem sinna sýnatökum, búnaðar sem notaður er við skimanir, flutningskostnaðar, tölvubúnaðar og hugbúnaðarvinnu. Þá er einnig tekinn inn í matið kostnaður við greininguna sjálfa. Páll segir kostnaðaráætlunina vera viðmið en allt sé óvissu háð í þessum efnum og það komi sífellt betur í ljós. Hann gerir því ráð fyrir því að útreikningarnir verði endurskoðaðir fljótlega. Tekjurnar munu svo allar greiðast inn á reikning Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem mun sjá um að útdeila þeim milli þeirra stofnana og aðila sem koma að verkefninu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Rifrildi og þras um það sem hefði getað orðið Þras og rifrildi um það sem hefði getað orðiðÞórólfur Guðnason segir óvíst hvað hefði orðið ef ekki hefði verið ákveðið að skima við landamærin. 9. júlí 2020 15:12 Ýmislegt til í gagnrýni lækna en annað beinlínis rangt að mati Þórólfs Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir beindi sjónum sínum að gagnrýni ýmissa lækna á upplýsingafundi Almannavarna í dag. 9. júlí 2020 14:17 Svona var 84. upplýsingafundurinn Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag klukkan 14:00 í húsakynnum landlæknisembættisins að Katrínartúni 2. 9. júlí 2020 13:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, segir kostnaðaráætlun heilbrigðisráðuneytisins gera ráð fyrir að heildarútgjöld vegna skimana á landamærum séu 2,5 milljarðar. Miðað var við að skimunin stæði í hundrað daga og að tvö þúsund sýni yrðu tekin á dag. Kostnaðaráætlunin var til viðmiðunar þegar tekin var ákvörðun á því gjaldi sem ferðamenn þurfa að greiða fyrir skimun. Gjaldtakan átti að skila tveimur milljörðum ef miðað væri við tvö þúsund farþega á dag í hundrað daga sem greiddu um tíu þúsund krónur fyrir skimun. Á upplýsingafundi Almannavarna í dag sagði Páll að ástæðu þess að tekjuhliðin væri hálfum milljarði lægri en kostnaðarhliðin vera að ekki þótti forsvaranlegt að leggja allan fjárfestingarkostnað á ferðamenn sem koma hingað til lands. Í kostnaðarmatinu væri gert ráð fyrir kaupum á búnaði og öðrum innviðum sem mun nýtast lengur en skimun stendur yfir. Þá nefndi hann að einhver ávinningur fylgdi því að fá ferðamenn inn í landið á ný, til að mynda gjaldeyristekjur og fjölgun starfa í ferðaþjónustunni. Allt óvissu háð Tekjur vegna greiðsluþátttöku ferðamanna eiga að mæta útgjöldum ríkisins vegna launa starfsmanna sem sinna sýnatökum, búnaðar sem notaður er við skimanir, flutningskostnaðar, tölvubúnaðar og hugbúnaðarvinnu. Þá er einnig tekinn inn í matið kostnaður við greininguna sjálfa. Páll segir kostnaðaráætlunina vera viðmið en allt sé óvissu háð í þessum efnum og það komi sífellt betur í ljós. Hann gerir því ráð fyrir því að útreikningarnir verði endurskoðaðir fljótlega. Tekjurnar munu svo allar greiðast inn á reikning Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem mun sjá um að útdeila þeim milli þeirra stofnana og aðila sem koma að verkefninu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Rifrildi og þras um það sem hefði getað orðið Þras og rifrildi um það sem hefði getað orðiðÞórólfur Guðnason segir óvíst hvað hefði orðið ef ekki hefði verið ákveðið að skima við landamærin. 9. júlí 2020 15:12 Ýmislegt til í gagnrýni lækna en annað beinlínis rangt að mati Þórólfs Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir beindi sjónum sínum að gagnrýni ýmissa lækna á upplýsingafundi Almannavarna í dag. 9. júlí 2020 14:17 Svona var 84. upplýsingafundurinn Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag klukkan 14:00 í húsakynnum landlæknisembættisins að Katrínartúni 2. 9. júlí 2020 13:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Rifrildi og þras um það sem hefði getað orðið Þras og rifrildi um það sem hefði getað orðiðÞórólfur Guðnason segir óvíst hvað hefði orðið ef ekki hefði verið ákveðið að skima við landamærin. 9. júlí 2020 15:12
Ýmislegt til í gagnrýni lækna en annað beinlínis rangt að mati Þórólfs Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir beindi sjónum sínum að gagnrýni ýmissa lækna á upplýsingafundi Almannavarna í dag. 9. júlí 2020 14:17
Svona var 84. upplýsingafundurinn Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag klukkan 14:00 í húsakynnum landlæknisembættisins að Katrínartúni 2. 9. júlí 2020 13:46