Lífið

Óli Stef skemmti gestum og gangandi á Laugavegi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Óli Stef og Ólafur Örn Ólafsson eigandi Vínstúkunnar Tíu sopa.
Óli Stef og Ólafur Örn Ólafsson eigandi Vínstúkunnar Tíu sopa. Vísir/Sigurjón

Handboltamaðurinn og lífskúnstnerinn Ólafur Stefánsson, skemmti gestum og gangandi á Laugaveginum í dag en hann stóð fyrir viðburðinum Kakó og undrun með Óla Stef fyrir utan Vínstúkuna Tíu sopa.

Viðburðurinn er hluti af viðburðauppspretturöð á vegum Verslunarinnar Vonarstrætis og Vínstúkunnar Tíu sopa fyrir framan Laugaveg 27 alla fimmtudaga í júlí.

Gestir og gangandi fylgdust með Óla.Vísir/Sigurjón

Óli sat meðal annars fyrir framan Tíu sopa með gítar og söng, hann skottaðist upp og niður Laugaveg með vængi á bakinu og klingdi bjöllum. Hann átti svo í einhverjum orðaskiptum við leigubílstjóra sem ætlaði að aka niður Laugaveginn sem er lokaður á þessum vegkafla.

Við mælum eindregið með að horfa á myndbandið af skemmtuninni hér að neðan, enda er Óli stórskemmtilegur og margt til lista lagt.


Tengdar fréttir

Óli Stef kemur fram á viðburðinum Kakó og undrun

Á fimmtudögum í júlí ætlar Verslunin Vonarstræti í samvinnu við Vínstúkuna Tíu sopa að standa fyrir röð af viðburðauppsprettum (PopUp) á götunni fyrir framan Laugaveg 27.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.