Telur drápið á íranska hershöfðingjanum brot á alþjóðalögum Kjartan Kjartansson skrifar 9. júlí 2020 22:47 Auglýsingaskilti með mynd af Qasem Soleimani í Bagdad. Hershöfðinginn var drepinn í drónaárás Bandaríkjanna í Írak í janúar. Vísir/EPA Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í aftökum utan dóms og laga telur að dráp Bandaríkjastjórnar á Qasem Soleimani, yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins, hafi verið brot á alþjóðalögum. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sakar hann á móti um að bera blak af hryðjuverkamönnum. Níu manns féllu í drónaárás Bandaríkjahers á bílalest Soleimani á flugvelli við Bagdad í Írak í janúar. Bandarísk stjórnvöld héldu í fyrstu fram að þau hefðu látið til skarar skríða gegn Soleimani vegna aðsteðjandi hættu á hryðjuverkum. Þau hafa hins vegar aldrei rökstutt frekar hver þau voru. Í nýrri skýrslu Agnesar Callamard, sérfræðings Sameinuðu þjóðanna í aftökum utan dóms og laga, til mannréttindaráðs þeirra segir að Bandaríkjastjórn hafi ekki lagt fram fullnægjandi sannanir fyrir því Soleimani hafi lagt á ráðin um yfirvofandi árás á Bandaríkjamenn, séstaklega í Írak, sem réttlætti tafarlausa árás á hann. „Soleimani hershöfðingi var yfir hernaðaráætlunum og aðgerðum Írans í Sýrlandi og Írak. Án raunverulegrar aðsteðjandi ógnar við líf voru aðgerðirnar sem Bandaríkin gripu til ólöglegar,“ segir Callamard í skýrslunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Telur hún Bandaríkjastjórn hafa brotið alþjóðleg mannréttindalög en einnig að hefndarárásir Írana hafi verið lögbrot. Talskona bandaríska utanríkisráðuneytisins sakaði Callamard um „vitsmunalegan óheiðarleika“ og fullyrti að Bandaríkin hefðu gripið til aðgerða í sjálfsvörn. Skýrslan grafi undan mannréttindum með því að bera blak af hryðjuverkamönnum. Hún sýni að Bandaríkjastjórn hafi gert rétt með því að segja skilið við mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna fyrir tveimur árum. Stjórnvöld í Teheran gáfu út handtökuskipun á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta og embættismönnum sem þau telja hafa staðið að árásinni á Soleimani á dögunum. Kröfðust þau þess að alþjóðalögreglan Interpol aðstoðaði við að framfylgja skipuninni. Íran Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Gefa lítið fyrir handtökuskipunina Hvorki Interpol né Bandaríkjastjórn gefa mikið fyrir handtökutilskipun sem írönsk stjórnvöld gáfu út á hendur Bandaríkjaforseta, Donald Trump, og 35 öðrum vegna dauða hershöfðingjans Qasem Soleimani í byrjun árs. 29. júní 2020 23:38 Íranir gefa út handtökuskipan á hendur Trump Stjórnvöld í Teheran gáfu út handtökuskipun á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta og óskuðu eftir að stoð alþjóðalögreglunnar Interpol til að handsama hann í dag. Auk Trump vilja Íranir handtaka þrjátíu aðra Bandaríkjamenn sem þeir telja hafa staðið að drónaárás sem felldi íranskan herforingja í Bagdad í janúar. 29. júní 2020 12:41 34 bandarískir hermenn hlutu heilaáverka eftir árás Írana Umrædd árás var gerð í hefndarskyni fyrir dráp Bandaríkjamanna á háttsetta íranska hershöfðingjanum Qasem Soleimani. 25. janúar 2020 10:01 Segjast hafa drepið Soleimani til að stöðva yfirvofandi árás Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir morðið á hátt settum Írana hafa verið nauðsynlegt til að koma í veg fyrir árás. Trump forseti segir að hann hefði átt að drepa fyrir löngu. 3. janúar 2020 15:45 Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Fleiri fréttir Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Sjá meira
Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í aftökum utan dóms og laga telur að dráp Bandaríkjastjórnar á Qasem Soleimani, yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins, hafi verið brot á alþjóðalögum. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sakar hann á móti um að bera blak af hryðjuverkamönnum. Níu manns féllu í drónaárás Bandaríkjahers á bílalest Soleimani á flugvelli við Bagdad í Írak í janúar. Bandarísk stjórnvöld héldu í fyrstu fram að þau hefðu látið til skarar skríða gegn Soleimani vegna aðsteðjandi hættu á hryðjuverkum. Þau hafa hins vegar aldrei rökstutt frekar hver þau voru. Í nýrri skýrslu Agnesar Callamard, sérfræðings Sameinuðu þjóðanna í aftökum utan dóms og laga, til mannréttindaráðs þeirra segir að Bandaríkjastjórn hafi ekki lagt fram fullnægjandi sannanir fyrir því Soleimani hafi lagt á ráðin um yfirvofandi árás á Bandaríkjamenn, séstaklega í Írak, sem réttlætti tafarlausa árás á hann. „Soleimani hershöfðingi var yfir hernaðaráætlunum og aðgerðum Írans í Sýrlandi og Írak. Án raunverulegrar aðsteðjandi ógnar við líf voru aðgerðirnar sem Bandaríkin gripu til ólöglegar,“ segir Callamard í skýrslunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Telur hún Bandaríkjastjórn hafa brotið alþjóðleg mannréttindalög en einnig að hefndarárásir Írana hafi verið lögbrot. Talskona bandaríska utanríkisráðuneytisins sakaði Callamard um „vitsmunalegan óheiðarleika“ og fullyrti að Bandaríkin hefðu gripið til aðgerða í sjálfsvörn. Skýrslan grafi undan mannréttindum með því að bera blak af hryðjuverkamönnum. Hún sýni að Bandaríkjastjórn hafi gert rétt með því að segja skilið við mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna fyrir tveimur árum. Stjórnvöld í Teheran gáfu út handtökuskipun á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta og embættismönnum sem þau telja hafa staðið að árásinni á Soleimani á dögunum. Kröfðust þau þess að alþjóðalögreglan Interpol aðstoðaði við að framfylgja skipuninni.
Íran Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Gefa lítið fyrir handtökuskipunina Hvorki Interpol né Bandaríkjastjórn gefa mikið fyrir handtökutilskipun sem írönsk stjórnvöld gáfu út á hendur Bandaríkjaforseta, Donald Trump, og 35 öðrum vegna dauða hershöfðingjans Qasem Soleimani í byrjun árs. 29. júní 2020 23:38 Íranir gefa út handtökuskipan á hendur Trump Stjórnvöld í Teheran gáfu út handtökuskipun á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta og óskuðu eftir að stoð alþjóðalögreglunnar Interpol til að handsama hann í dag. Auk Trump vilja Íranir handtaka þrjátíu aðra Bandaríkjamenn sem þeir telja hafa staðið að drónaárás sem felldi íranskan herforingja í Bagdad í janúar. 29. júní 2020 12:41 34 bandarískir hermenn hlutu heilaáverka eftir árás Írana Umrædd árás var gerð í hefndarskyni fyrir dráp Bandaríkjamanna á háttsetta íranska hershöfðingjanum Qasem Soleimani. 25. janúar 2020 10:01 Segjast hafa drepið Soleimani til að stöðva yfirvofandi árás Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir morðið á hátt settum Írana hafa verið nauðsynlegt til að koma í veg fyrir árás. Trump forseti segir að hann hefði átt að drepa fyrir löngu. 3. janúar 2020 15:45 Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Fleiri fréttir Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Sjá meira
Gefa lítið fyrir handtökuskipunina Hvorki Interpol né Bandaríkjastjórn gefa mikið fyrir handtökutilskipun sem írönsk stjórnvöld gáfu út á hendur Bandaríkjaforseta, Donald Trump, og 35 öðrum vegna dauða hershöfðingjans Qasem Soleimani í byrjun árs. 29. júní 2020 23:38
Íranir gefa út handtökuskipan á hendur Trump Stjórnvöld í Teheran gáfu út handtökuskipun á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta og óskuðu eftir að stoð alþjóðalögreglunnar Interpol til að handsama hann í dag. Auk Trump vilja Íranir handtaka þrjátíu aðra Bandaríkjamenn sem þeir telja hafa staðið að drónaárás sem felldi íranskan herforingja í Bagdad í janúar. 29. júní 2020 12:41
34 bandarískir hermenn hlutu heilaáverka eftir árás Írana Umrædd árás var gerð í hefndarskyni fyrir dráp Bandaríkjamanna á háttsetta íranska hershöfðingjanum Qasem Soleimani. 25. janúar 2020 10:01
Segjast hafa drepið Soleimani til að stöðva yfirvofandi árás Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir morðið á hátt settum Írana hafa verið nauðsynlegt til að koma í veg fyrir árás. Trump forseti segir að hann hefði átt að drepa fyrir löngu. 3. janúar 2020 15:45