Íslendingar þyrftu að fimmfalda neysluna til að fylla upp í túristaskarðið Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. júlí 2020 14:25 Erlendur ferðamaður í Fellsfjöru. Vísir/Vilhelm Þó að íslenskir ferðamenn myndu „skila sér 100%“ í ferðalögum innanlands í ár mun ekki nást að brúa bilið sem varð til með brotthvarfi erlendra ferðamanna vegna kórónuveirufaraldursins. Þá þyrftu íslenskir ferðamenn að fimmfalda neyslu sína á ferðalögum um landið til að jafna það sem var í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ferðamálastofu. Hátt í 60 prósent Íslendinga sem ferðast um landið velja að gista á tjaldstæðum, um tvöfalt fleiri en velja hótel eða gistiheimili. Umtalsverður hópur Íslendinga gistir einnig óskráð, þ.e. í heima- og sumarhúsum. Þar sem Íslendingar á ferð innanlands hafa verið mun færri en erlendir ferðamenn skila ofangreind hlutföll sér í aðeins um 16% hlut Íslendinga í heildargistinóttum, óháð tegund gistingar, og kringum 10% gistinátta á hótelum og gistiheimilum „Nú er talsvert rætt um að Íslendingar sem farið hafi í ferðalög erlendis á sumrin muni ferðast innanlands í ár og þannig hlaupa undir bagga með ferðaþjónustunni,“ segir í samantekt Ferðamálastofu. Tvennt dragi úr áhrifamætti þessa; mismunurinn á fjöldanum sem um ræðir og ólíkur ferðamáti. Í meðfylgjandi töflu má sjá samanburð á fjölda erlendra ferðamanna í júlí og ágúst síðastliðin þrjú ár, fjölda Íslendinga á ferð erlendis á sama tíma og hlutfall þessara tveggja hópa. „Ljóst má vera að þótt Íslendingarnir skiluðu sér 100% í auknum ferðalögum innanlands í ár vantar enn mikið upp á að bæta fyrir missi erlendra ferðamanna. Og Íslendingur á ferð innanlands með gistinguna í eftirdragi og grillið og matinn í skottinu er ekki að fara leigja sér bílaleigubíl, kaupa gistingu á hóteli eða snæða á veitingastöðum svo miklu nemi.“ Þá er sama uppi á teningnum í neyslu ferðamanna. Tölur um neyslu erlendra ferðamanna á Íslandi eru aðeins birtar fyrir heil ár og því erfitt að áætla neyslu þeirra í júlí og ágúst. Tölur yfir neyslu innlendra og erlendra ferðamanna eftir árum sýna hins vegar mikinn mun þar á. „Frá árinu 2009 hefur neysla innlendra ferðamanna ríflega tvöfaldast á meðan erlend neysla hefur fjórfaldast. Til að ná sömu neyslu í ferðaþjónustu og í fyrra án erlendra ferðamanna þyrfti neysla innlendra ferðamanna að fimmfaldast. Þá er rétt að halda því til haga að innlend neysla á ferðalögum inniheldur útgjöld Íslendinga sem fara um landið vegna vinnu, s.s. gistingu og mat, en þau eru ærin yfir árið.“ Ferðamennska á Íslandi Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Þó að íslenskir ferðamenn myndu „skila sér 100%“ í ferðalögum innanlands í ár mun ekki nást að brúa bilið sem varð til með brotthvarfi erlendra ferðamanna vegna kórónuveirufaraldursins. Þá þyrftu íslenskir ferðamenn að fimmfalda neyslu sína á ferðalögum um landið til að jafna það sem var í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ferðamálastofu. Hátt í 60 prósent Íslendinga sem ferðast um landið velja að gista á tjaldstæðum, um tvöfalt fleiri en velja hótel eða gistiheimili. Umtalsverður hópur Íslendinga gistir einnig óskráð, þ.e. í heima- og sumarhúsum. Þar sem Íslendingar á ferð innanlands hafa verið mun færri en erlendir ferðamenn skila ofangreind hlutföll sér í aðeins um 16% hlut Íslendinga í heildargistinóttum, óháð tegund gistingar, og kringum 10% gistinátta á hótelum og gistiheimilum „Nú er talsvert rætt um að Íslendingar sem farið hafi í ferðalög erlendis á sumrin muni ferðast innanlands í ár og þannig hlaupa undir bagga með ferðaþjónustunni,“ segir í samantekt Ferðamálastofu. Tvennt dragi úr áhrifamætti þessa; mismunurinn á fjöldanum sem um ræðir og ólíkur ferðamáti. Í meðfylgjandi töflu má sjá samanburð á fjölda erlendra ferðamanna í júlí og ágúst síðastliðin þrjú ár, fjölda Íslendinga á ferð erlendis á sama tíma og hlutfall þessara tveggja hópa. „Ljóst má vera að þótt Íslendingarnir skiluðu sér 100% í auknum ferðalögum innanlands í ár vantar enn mikið upp á að bæta fyrir missi erlendra ferðamanna. Og Íslendingur á ferð innanlands með gistinguna í eftirdragi og grillið og matinn í skottinu er ekki að fara leigja sér bílaleigubíl, kaupa gistingu á hóteli eða snæða á veitingastöðum svo miklu nemi.“ Þá er sama uppi á teningnum í neyslu ferðamanna. Tölur um neyslu erlendra ferðamanna á Íslandi eru aðeins birtar fyrir heil ár og því erfitt að áætla neyslu þeirra í júlí og ágúst. Tölur yfir neyslu innlendra og erlendra ferðamanna eftir árum sýna hins vegar mikinn mun þar á. „Frá árinu 2009 hefur neysla innlendra ferðamanna ríflega tvöfaldast á meðan erlend neysla hefur fjórfaldast. Til að ná sömu neyslu í ferðaþjónustu og í fyrra án erlendra ferðamanna þyrfti neysla innlendra ferðamanna að fimmfaldast. Þá er rétt að halda því til haga að innlend neysla á ferðalögum inniheldur útgjöld Íslendinga sem fara um landið vegna vinnu, s.s. gistingu og mat, en þau eru ærin yfir árið.“
Ferðamennska á Íslandi Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira