Landsliðsþjálfarinn vill fleiri yngri leikmenn í atvinnumennsku Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júlí 2020 18:00 Jón Þór Hauksson tók við íslenska landsliðinu fyrir tæpum tveimur árum. vísir/vilhelm Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, vill að Ísland eignist fleiri leikmenn í atvinnumennsku. Undanfarin misseri hefur leiðin frekar legið heim en út hjá okkar sterkustu leikmönnum. Fyrir þetta tímabil komu t.a.m. landsliðskonurnar Dagný Brynjarsdóttir, Rakel Hönnudóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir aftur til Íslands eftir að hafa leikið erlendis síðustu ár. „Ég vil að leikmenn fái leiki við sitt hæfi. Það styrkir deildina hérna heima að fá þessa leikmenn heim og það eflir unga leikmenn í þessum liðum,“ sagði Jón Þór í Pepsi Max mörkum kvenna í gær. „En sem landsliðsþjálfari myndi ég vilja sjá yngri leikmenn taka skrefið og fá fleiri leiki yfir árið við þeirra hæfi. Við þurfum aðeins að auka tempóið á þeim leikmönnum, að þær fái fleiri áskoranir yfir árið.“ Jón Þór segir að þeir leikmenn sem fari í atvinnumennsku þurfi að vanda valið og finna rétta liðið. „Þú þarft að velja vel, í hvaða lið og deild þú ferð, og hvað hentar þér og þínum leikstíl. Fyrsta skrefið út í atvinnumennsku er gríðarlega mikilvægt og hvenær það er tekið. Það er ekki sama hvert er farið,“ sagði Jón Þór. Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Umræða um atvinnumennsku EM 2021 í Englandi Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Ósammála um atvikið umdeilda í nýliðaslagnum: „Er mest hissa á viðbrögðum Guðna“ Sparkspekingar Pepsi Max-marka kvenna, Mist Rúnarsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir, voru ekki sammála um það hvort að FH hefði átt að fá vítaspyrnu gegn Þrótti í nýliðaslagnum fyrr í vikunni. 10. júlí 2020 13:30 Jón Þór um Cloe: „Hún uppfyllir ekki kröfur FIFA“ Jón Þór Hauksson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að framherjinn Cloé Lacasse uppfylli ekki kröfur FIFA hvað varðar búsetu og geti því ekki spilað með landsliðinu þrátt fyrir að vera með íslenskt ríkisfang. 10. júlí 2020 10:30 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, vill að Ísland eignist fleiri leikmenn í atvinnumennsku. Undanfarin misseri hefur leiðin frekar legið heim en út hjá okkar sterkustu leikmönnum. Fyrir þetta tímabil komu t.a.m. landsliðskonurnar Dagný Brynjarsdóttir, Rakel Hönnudóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir aftur til Íslands eftir að hafa leikið erlendis síðustu ár. „Ég vil að leikmenn fái leiki við sitt hæfi. Það styrkir deildina hérna heima að fá þessa leikmenn heim og það eflir unga leikmenn í þessum liðum,“ sagði Jón Þór í Pepsi Max mörkum kvenna í gær. „En sem landsliðsþjálfari myndi ég vilja sjá yngri leikmenn taka skrefið og fá fleiri leiki yfir árið við þeirra hæfi. Við þurfum aðeins að auka tempóið á þeim leikmönnum, að þær fái fleiri áskoranir yfir árið.“ Jón Þór segir að þeir leikmenn sem fari í atvinnumennsku þurfi að vanda valið og finna rétta liðið. „Þú þarft að velja vel, í hvaða lið og deild þú ferð, og hvað hentar þér og þínum leikstíl. Fyrsta skrefið út í atvinnumennsku er gríðarlega mikilvægt og hvenær það er tekið. Það er ekki sama hvert er farið,“ sagði Jón Þór. Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Umræða um atvinnumennsku
EM 2021 í Englandi Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Ósammála um atvikið umdeilda í nýliðaslagnum: „Er mest hissa á viðbrögðum Guðna“ Sparkspekingar Pepsi Max-marka kvenna, Mist Rúnarsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir, voru ekki sammála um það hvort að FH hefði átt að fá vítaspyrnu gegn Þrótti í nýliðaslagnum fyrr í vikunni. 10. júlí 2020 13:30 Jón Þór um Cloe: „Hún uppfyllir ekki kröfur FIFA“ Jón Þór Hauksson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að framherjinn Cloé Lacasse uppfylli ekki kröfur FIFA hvað varðar búsetu og geti því ekki spilað með landsliðinu þrátt fyrir að vera með íslenskt ríkisfang. 10. júlí 2020 10:30 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Ósammála um atvikið umdeilda í nýliðaslagnum: „Er mest hissa á viðbrögðum Guðna“ Sparkspekingar Pepsi Max-marka kvenna, Mist Rúnarsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir, voru ekki sammála um það hvort að FH hefði átt að fá vítaspyrnu gegn Þrótti í nýliðaslagnum fyrr í vikunni. 10. júlí 2020 13:30
Jón Þór um Cloe: „Hún uppfyllir ekki kröfur FIFA“ Jón Þór Hauksson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að framherjinn Cloé Lacasse uppfylli ekki kröfur FIFA hvað varðar búsetu og geti því ekki spilað með landsliðinu þrátt fyrir að vera með íslenskt ríkisfang. 10. júlí 2020 10:30