Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður Darmstadt í Þýskalandi, var beðinn um að velja draumalið þeirra leikmanna sem hafa verið samherjar og mótherjar hans á ferlinum.
Guðlaugur hefur spilað með liðum eins og New York Red Bulls, unglingaliði Liverpool og auðvitað íslenska landsliðinu, auk þess að hafa spilað í Hollandi, Danmörku og Sviss og er úrval valmöguleika því mikið.
Before the players jetted off on a summer break, we asked some of them to pick their Dream XI based on players they ve played with or against.
— SV Darmstadt 98 | International (@sv98_en) July 10, 2020
First up is Victor #Palsson check out his selection below: #sv98 pic.twitter.com/aUqHb9kt3D
Þarna er að finna stórstjörnur eins og David Beckham sem hann spilaði á móti í Bandaríkjunum, Eden Hazard sem hann spilaði gegn í leik Íslands og Belgíu og Thierry Henry sem var samherji hans hjá NY Red Bulls.
Athygli vekur að Kylian Mbappé er settur á bekkinn, auk Antoine Griezmann og Jordan Henderson.