Metnaðarfyllra Parísarmarkmiðið gæti brugðist á næstu árum Kjartan Kjartansson skrifar 10. júlí 2020 22:23 Orsök hnattrænnar hlýnunar er stórfelld losun manna á gróðurhúsalofttegundum frá iðnbyltingu, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Hlýnunin nemur þegar um einni gráðu frá upphafi iðnbyltingarinnar. Miðað við núverandi losun gæti hlýnun náð allt að 4-5°C fyrir lok aldarinnar. AP/Michael Probst Mögulegt er að hnattræn hlýnun nái 1,5°C þegar á næstu fimm árum, að mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum var að takmarka hlýnun við 1,5°C frá tímanum fyrir iðnbyltingu. Aðalmarkmiðið sem ríki heims sömdu um í París árið 2015 var að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda nægilega til að hnattræn hlýnun yrði ekki meiri en tvær gráður á þessari öld. Láglend Kyrrahafsríki sem standa frammi fyrir aðsteðjandi hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávars komu því hins vegar til leiðar að kveðið var á um að stefnt skyldi að því að takmarka hlýnunina við 1,5°C ef þess væri nokkur kostur. Nú segir WMO að fimmtungslíkur séu á því að farið verði fram úr þessu metnaðarfyllra markmiði að minnsta kosti eitt ár á milli 2020 og 2024. Meðalhiti jarðar er nú þegar um einni gráðu hærri en frá 1850 til 1900 vegna stórfelldrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. „Þetta sýnir hversu nálægt við erum því sem Parísarsamkomulagið reynir að koma í veg fyrir,“ segir Maxx Dilley, forstöðumaður loftslagsmála hjá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni. Um 70% líkur eru sagðar á að hlýnunin nái 1,5°C í að minnsta kosti einn mánuð á næstu fimm árum. Stofnunin spáir því að meðalhiti næstu ára verði á bilinu 0,91 til 1,59 gráðum hærri en fyrir iðnbyltingu, að sögn AP-fréttastofunnar. Spáin byggir á loftslagslíkönunum sem breska veðurstofan hefur haldið utan um og hafa gefið góða raun í að segja fyrir um breytingar á loftslagi jarðar. Losun gróðurhúsalofttegunda hefur dregist verulega saman vegna rasakana á mannlegu samfélagi í kórónuveiruheimsfaraldrinum. Ekki er tekið tillit til áhrifa þess samdráttar í loftslagslíkönunum en sérfræðingar telja að hann verði skammlífur og áhrif hans hverfandi til lengri tíma litið. Dilley útilokar ekki algerlega að ríki heims nái markmiði Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 eða 2°C fyrir lok aldarinnar. Allar tafir á aðgerðum þýði aftur á móti að minni tími sé til stefnu að snúa þróuninni við og takmarka hlýnunina. Vísindamenn vara við því að hnattrænni hlýnun fylgi öfgakenndara veðurfar, versnandi hitabylgjur, þurrkar og flóð. Þá eru mannabyggðir við strendur í hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar sem er tilkomin af völdum bráðnunar íss á landi og varmaútþenslu. Loftslagsmál Vísindi Hamfarahlýnun Tengdar fréttir Styrkur koltvísýrings í nýjum hæðum þrátt fyrir samdrátt vegna faraldursins Aldrei hefur styrkur koltvísýrings í andrúmslofti mælst hærri í sögu mannkynsins en í síðasta mánuði þrátt fyrir að dregið hafi umtalsvert úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Líklegt er talið að styrkur koltvísýrings hafi ekki verið meiri í um þrjár milljónir ára. 6. júní 2020 10:38 Samdráttur í losun í faraldrinum sagður fordæmalaus Losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum hrundi um sautján prósent á milli ára vegna kórónuveiruheimsfaraldursins þegar mest lét í fyrri hluta apríl samkvæmt nýrri greiningu vísindamanna. Samdrátturinn er talinn verða skammvinnur og umtalsvert minni fyrir árið í heild. 19. maí 2020 15:54 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Mögulegt er að hnattræn hlýnun nái 1,5°C þegar á næstu fimm árum, að mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum var að takmarka hlýnun við 1,5°C frá tímanum fyrir iðnbyltingu. Aðalmarkmiðið sem ríki heims sömdu um í París árið 2015 var að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda nægilega til að hnattræn hlýnun yrði ekki meiri en tvær gráður á þessari öld. Láglend Kyrrahafsríki sem standa frammi fyrir aðsteðjandi hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávars komu því hins vegar til leiðar að kveðið var á um að stefnt skyldi að því að takmarka hlýnunina við 1,5°C ef þess væri nokkur kostur. Nú segir WMO að fimmtungslíkur séu á því að farið verði fram úr þessu metnaðarfyllra markmiði að minnsta kosti eitt ár á milli 2020 og 2024. Meðalhiti jarðar er nú þegar um einni gráðu hærri en frá 1850 til 1900 vegna stórfelldrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. „Þetta sýnir hversu nálægt við erum því sem Parísarsamkomulagið reynir að koma í veg fyrir,“ segir Maxx Dilley, forstöðumaður loftslagsmála hjá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni. Um 70% líkur eru sagðar á að hlýnunin nái 1,5°C í að minnsta kosti einn mánuð á næstu fimm árum. Stofnunin spáir því að meðalhiti næstu ára verði á bilinu 0,91 til 1,59 gráðum hærri en fyrir iðnbyltingu, að sögn AP-fréttastofunnar. Spáin byggir á loftslagslíkönunum sem breska veðurstofan hefur haldið utan um og hafa gefið góða raun í að segja fyrir um breytingar á loftslagi jarðar. Losun gróðurhúsalofttegunda hefur dregist verulega saman vegna rasakana á mannlegu samfélagi í kórónuveiruheimsfaraldrinum. Ekki er tekið tillit til áhrifa þess samdráttar í loftslagslíkönunum en sérfræðingar telja að hann verði skammlífur og áhrif hans hverfandi til lengri tíma litið. Dilley útilokar ekki algerlega að ríki heims nái markmiði Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 eða 2°C fyrir lok aldarinnar. Allar tafir á aðgerðum þýði aftur á móti að minni tími sé til stefnu að snúa þróuninni við og takmarka hlýnunina. Vísindamenn vara við því að hnattrænni hlýnun fylgi öfgakenndara veðurfar, versnandi hitabylgjur, þurrkar og flóð. Þá eru mannabyggðir við strendur í hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar sem er tilkomin af völdum bráðnunar íss á landi og varmaútþenslu.
Loftslagsmál Vísindi Hamfarahlýnun Tengdar fréttir Styrkur koltvísýrings í nýjum hæðum þrátt fyrir samdrátt vegna faraldursins Aldrei hefur styrkur koltvísýrings í andrúmslofti mælst hærri í sögu mannkynsins en í síðasta mánuði þrátt fyrir að dregið hafi umtalsvert úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Líklegt er talið að styrkur koltvísýrings hafi ekki verið meiri í um þrjár milljónir ára. 6. júní 2020 10:38 Samdráttur í losun í faraldrinum sagður fordæmalaus Losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum hrundi um sautján prósent á milli ára vegna kórónuveiruheimsfaraldursins þegar mest lét í fyrri hluta apríl samkvæmt nýrri greiningu vísindamanna. Samdrátturinn er talinn verða skammvinnur og umtalsvert minni fyrir árið í heild. 19. maí 2020 15:54 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Styrkur koltvísýrings í nýjum hæðum þrátt fyrir samdrátt vegna faraldursins Aldrei hefur styrkur koltvísýrings í andrúmslofti mælst hærri í sögu mannkynsins en í síðasta mánuði þrátt fyrir að dregið hafi umtalsvert úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Líklegt er talið að styrkur koltvísýrings hafi ekki verið meiri í um þrjár milljónir ára. 6. júní 2020 10:38
Samdráttur í losun í faraldrinum sagður fordæmalaus Losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum hrundi um sautján prósent á milli ára vegna kórónuveiruheimsfaraldursins þegar mest lét í fyrri hluta apríl samkvæmt nýrri greiningu vísindamanna. Samdrátturinn er talinn verða skammvinnur og umtalsvert minni fyrir árið í heild. 19. maí 2020 15:54