Metnaðarfyllra Parísarmarkmiðið gæti brugðist á næstu árum Kjartan Kjartansson skrifar 10. júlí 2020 22:23 Orsök hnattrænnar hlýnunar er stórfelld losun manna á gróðurhúsalofttegundum frá iðnbyltingu, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Hlýnunin nemur þegar um einni gráðu frá upphafi iðnbyltingarinnar. Miðað við núverandi losun gæti hlýnun náð allt að 4-5°C fyrir lok aldarinnar. AP/Michael Probst Mögulegt er að hnattræn hlýnun nái 1,5°C þegar á næstu fimm árum, að mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum var að takmarka hlýnun við 1,5°C frá tímanum fyrir iðnbyltingu. Aðalmarkmiðið sem ríki heims sömdu um í París árið 2015 var að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda nægilega til að hnattræn hlýnun yrði ekki meiri en tvær gráður á þessari öld. Láglend Kyrrahafsríki sem standa frammi fyrir aðsteðjandi hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávars komu því hins vegar til leiðar að kveðið var á um að stefnt skyldi að því að takmarka hlýnunina við 1,5°C ef þess væri nokkur kostur. Nú segir WMO að fimmtungslíkur séu á því að farið verði fram úr þessu metnaðarfyllra markmiði að minnsta kosti eitt ár á milli 2020 og 2024. Meðalhiti jarðar er nú þegar um einni gráðu hærri en frá 1850 til 1900 vegna stórfelldrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. „Þetta sýnir hversu nálægt við erum því sem Parísarsamkomulagið reynir að koma í veg fyrir,“ segir Maxx Dilley, forstöðumaður loftslagsmála hjá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni. Um 70% líkur eru sagðar á að hlýnunin nái 1,5°C í að minnsta kosti einn mánuð á næstu fimm árum. Stofnunin spáir því að meðalhiti næstu ára verði á bilinu 0,91 til 1,59 gráðum hærri en fyrir iðnbyltingu, að sögn AP-fréttastofunnar. Spáin byggir á loftslagslíkönunum sem breska veðurstofan hefur haldið utan um og hafa gefið góða raun í að segja fyrir um breytingar á loftslagi jarðar. Losun gróðurhúsalofttegunda hefur dregist verulega saman vegna rasakana á mannlegu samfélagi í kórónuveiruheimsfaraldrinum. Ekki er tekið tillit til áhrifa þess samdráttar í loftslagslíkönunum en sérfræðingar telja að hann verði skammlífur og áhrif hans hverfandi til lengri tíma litið. Dilley útilokar ekki algerlega að ríki heims nái markmiði Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 eða 2°C fyrir lok aldarinnar. Allar tafir á aðgerðum þýði aftur á móti að minni tími sé til stefnu að snúa þróuninni við og takmarka hlýnunina. Vísindamenn vara við því að hnattrænni hlýnun fylgi öfgakenndara veðurfar, versnandi hitabylgjur, þurrkar og flóð. Þá eru mannabyggðir við strendur í hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar sem er tilkomin af völdum bráðnunar íss á landi og varmaútþenslu. Loftslagsmál Vísindi Hamfarahlýnun Tengdar fréttir Styrkur koltvísýrings í nýjum hæðum þrátt fyrir samdrátt vegna faraldursins Aldrei hefur styrkur koltvísýrings í andrúmslofti mælst hærri í sögu mannkynsins en í síðasta mánuði þrátt fyrir að dregið hafi umtalsvert úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Líklegt er talið að styrkur koltvísýrings hafi ekki verið meiri í um þrjár milljónir ára. 6. júní 2020 10:38 Samdráttur í losun í faraldrinum sagður fordæmalaus Losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum hrundi um sautján prósent á milli ára vegna kórónuveiruheimsfaraldursins þegar mest lét í fyrri hluta apríl samkvæmt nýrri greiningu vísindamanna. Samdrátturinn er talinn verða skammvinnur og umtalsvert minni fyrir árið í heild. 19. maí 2020 15:54 Mest lesið Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fleiri fréttir Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Sjá meira
Mögulegt er að hnattræn hlýnun nái 1,5°C þegar á næstu fimm árum, að mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum var að takmarka hlýnun við 1,5°C frá tímanum fyrir iðnbyltingu. Aðalmarkmiðið sem ríki heims sömdu um í París árið 2015 var að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda nægilega til að hnattræn hlýnun yrði ekki meiri en tvær gráður á þessari öld. Láglend Kyrrahafsríki sem standa frammi fyrir aðsteðjandi hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávars komu því hins vegar til leiðar að kveðið var á um að stefnt skyldi að því að takmarka hlýnunina við 1,5°C ef þess væri nokkur kostur. Nú segir WMO að fimmtungslíkur séu á því að farið verði fram úr þessu metnaðarfyllra markmiði að minnsta kosti eitt ár á milli 2020 og 2024. Meðalhiti jarðar er nú þegar um einni gráðu hærri en frá 1850 til 1900 vegna stórfelldrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. „Þetta sýnir hversu nálægt við erum því sem Parísarsamkomulagið reynir að koma í veg fyrir,“ segir Maxx Dilley, forstöðumaður loftslagsmála hjá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni. Um 70% líkur eru sagðar á að hlýnunin nái 1,5°C í að minnsta kosti einn mánuð á næstu fimm árum. Stofnunin spáir því að meðalhiti næstu ára verði á bilinu 0,91 til 1,59 gráðum hærri en fyrir iðnbyltingu, að sögn AP-fréttastofunnar. Spáin byggir á loftslagslíkönunum sem breska veðurstofan hefur haldið utan um og hafa gefið góða raun í að segja fyrir um breytingar á loftslagi jarðar. Losun gróðurhúsalofttegunda hefur dregist verulega saman vegna rasakana á mannlegu samfélagi í kórónuveiruheimsfaraldrinum. Ekki er tekið tillit til áhrifa þess samdráttar í loftslagslíkönunum en sérfræðingar telja að hann verði skammlífur og áhrif hans hverfandi til lengri tíma litið. Dilley útilokar ekki algerlega að ríki heims nái markmiði Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 eða 2°C fyrir lok aldarinnar. Allar tafir á aðgerðum þýði aftur á móti að minni tími sé til stefnu að snúa þróuninni við og takmarka hlýnunina. Vísindamenn vara við því að hnattrænni hlýnun fylgi öfgakenndara veðurfar, versnandi hitabylgjur, þurrkar og flóð. Þá eru mannabyggðir við strendur í hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar sem er tilkomin af völdum bráðnunar íss á landi og varmaútþenslu.
Loftslagsmál Vísindi Hamfarahlýnun Tengdar fréttir Styrkur koltvísýrings í nýjum hæðum þrátt fyrir samdrátt vegna faraldursins Aldrei hefur styrkur koltvísýrings í andrúmslofti mælst hærri í sögu mannkynsins en í síðasta mánuði þrátt fyrir að dregið hafi umtalsvert úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Líklegt er talið að styrkur koltvísýrings hafi ekki verið meiri í um þrjár milljónir ára. 6. júní 2020 10:38 Samdráttur í losun í faraldrinum sagður fordæmalaus Losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum hrundi um sautján prósent á milli ára vegna kórónuveiruheimsfaraldursins þegar mest lét í fyrri hluta apríl samkvæmt nýrri greiningu vísindamanna. Samdrátturinn er talinn verða skammvinnur og umtalsvert minni fyrir árið í heild. 19. maí 2020 15:54 Mest lesið Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fleiri fréttir Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Sjá meira
Styrkur koltvísýrings í nýjum hæðum þrátt fyrir samdrátt vegna faraldursins Aldrei hefur styrkur koltvísýrings í andrúmslofti mælst hærri í sögu mannkynsins en í síðasta mánuði þrátt fyrir að dregið hafi umtalsvert úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Líklegt er talið að styrkur koltvísýrings hafi ekki verið meiri í um þrjár milljónir ára. 6. júní 2020 10:38
Samdráttur í losun í faraldrinum sagður fordæmalaus Losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum hrundi um sautján prósent á milli ára vegna kórónuveiruheimsfaraldursins þegar mest lét í fyrri hluta apríl samkvæmt nýrri greiningu vísindamanna. Samdrátturinn er talinn verða skammvinnur og umtalsvert minni fyrir árið í heild. 19. maí 2020 15:54