Innlent

Þyrla send eftir fótbrotinni göngukonu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Mynd af vettvangi.
Mynd af vettvangi. Landhelgisgæslan

Þyrla Landhelgisgæslunnar var send eftir göngukonu sem fótbrotnaði þegar hún gekk Laugaveginn í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg var hópur björgunarsveitarfólks í nágrenninu og hlúði að konunni. Nú er unnið að því að færa hana á álitlegan lendingarstað fyrir þyrluna, en á svæðinu er þungskýjað.

Þá var frekari mannskapur björgunarsveitafólks á Suðurlandi kallaður út, ef ske kynni að flytja þyrfti konuna með öðrum leiðum en þyrlunni.

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segist þó eiga von á því að konan verði flutt með þyrlunni til Reykjavíkur.

Uppfært klukkan 13:33: Það hefur fengist staðfest frá Landhelgisgæslunni að það tókst að koma konunni um borð í þyrluna um klukkan 12 í dag, og var hún flutt til Reykjavíkur til aðhlynningar. Þær björgunarsveitir sem kallaðar voru út hafa verið kallaðar aftur inn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×