Erlent

Fimmtán ára drengur lést í hákarlaárás

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Eitt vitni taldi að um hvítháf hafi verið að ræða. Myndin er úr safni.
Eitt vitni taldi að um hvítháf hafi verið að ræða. Myndin er úr safni. Reinhard Dirscherl/Getty

Fimmtán ára drengur lést í hákarlaárás út af norðurströnd Nýju-Suður Wales í Ástralíu. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins.

Drengurinn var á brimbretti þegar hákarlinn réðst á hann og beit hann í fótinn samkvæmt vitnum. Aðrir brimbrettamenn komu aðvífandi til þess að hjálpa drengnum í land, og er einn þeirra sagður hafa reynt að toga hákarlinn í burtu.

Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og drengurinn lést á ströndinni. Lögreglan rannsakar nú málið, en nafn drengsins hefur ekki verið gefið upp.

Eitt vitnanna sagðist telja að um hvítháf hafi verið að ræða, en þekkt er að þeir finnist á svæðinu á þessum tíma árs. Þetta er fimmta mannskæða hákarlaárásin við Ástralíu árið 2020.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×