Andrés Indriðason látinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. júlí 2020 17:31 Andrés Indriðason er látinn, 78 ára að aldri. Aðsend Andrés Indriðason, frumkvöðull á sviði íslenskrar dagskrárgerðar í sjónvarpi, er látinn 78 ára að aldri. Andrés lætur eftir sig eiginkonu, Valgerði Ingimarsdóttur, dæturnar Ester og Ástu og þrjú barnabörn. Andrés fæddist í Reykjavík þann 7. ágúst 1941. Hann starfaði sem blaðamaður, kennari, dagskrárgerðarmaður í útvarpi og sjónvarpi, við kvikmyndagerð og ritstörf. Hann hefur einnig þýtt fjölda bóka og þætti fyrir sjónvarp. Eftir hann liggur mikill fjöldi ritverka einkum fyrir börn og unglina. Andrés varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1963 og stundaði hann enskunám við Háskóla Íslands 1963-1964. Hann nam kvikmyndagerð og dagskrárgerð fyrir sjónvarp í Árósum og Kaupmannahöfn 1964 og 1966. Frá stofnun sjónvarps Ríkisútvarpsins árið 1966 starfaði hann sem dagskrárgerðarmaður til ársins 1985. Þá starfaði hann sem rithöfundur og vann samhliða sjálfstætt að dagskrárgerð í sjónvarpi RÚV. Hann vann einnig að kvikmyndagerð sem leikstjóri og handritshöfundur og þá var hann einnig upptökustjóri og umsjónarmaður Gettu etur í 25 ár og hlaut fyrir það Edduverðlaunin. Andrés skrifaði meira en 30 skáldsögur og tugi leikverka fyrir útvarp, sjónvarp og leiksvið, til dæmis fyrir Þjóðleikhúsið og Kópavogsleikhúsið. Fyrsta bók hans, Lyklabarn, hlaut fyrstu verðlaun í barnabókasamkeppni Máls og menningar árið 1979 og önnur bók hans, Polli er ekkert blávatn, hlaut verðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur sem besta frumsamda bókin árið 1981. Fyrir bókina Það var skræpa hlaut Andrés verðlaun Námsgagnastofnunar í samkeppni um létt lesefni fyrir börn árið 1984. Bækur hans hafa verið gefnar út í Þýskalandi, Sviss, Austurríki og Danmörku. Útvarpsleikrit Andrésar hafa þá verið flutt á öllum Norðurlöndunum og Bretlandi og leiknar sjónvarpsmyndir hans fyrir börn hafa verið sýndar víða um heim. Einnig gerði hann leiknar kvikmyndir fyrir börn á vegum Námsgagnastofnunar, skrifaði hann handrit og leikstýrði, og eru myndirnar notaðar sem kennsluefni bæði hér á landi og erlendis. Andrés skapaði brúðupersónurnar Glám og Skrám sem margir þekkja úr leikþáttum í Stundinni okkar. Hann samdi einnig sögu- og söngtextana á hljómplötunni Glámur og Skrámur í sjöunda himni sem kom út árið 1979. Hann skrifaði og leikstýrði einnig fjölskyldumyndinni Veiðiferðin sem var frumsýnd árið 1980 og er enn í dag ein aðsóknarmesta kvikmynd sem gerð hefur verið hérlendis. Andlát Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Andrés Indriðason, frumkvöðull á sviði íslenskrar dagskrárgerðar í sjónvarpi, er látinn 78 ára að aldri. Andrés lætur eftir sig eiginkonu, Valgerði Ingimarsdóttur, dæturnar Ester og Ástu og þrjú barnabörn. Andrés fæddist í Reykjavík þann 7. ágúst 1941. Hann starfaði sem blaðamaður, kennari, dagskrárgerðarmaður í útvarpi og sjónvarpi, við kvikmyndagerð og ritstörf. Hann hefur einnig þýtt fjölda bóka og þætti fyrir sjónvarp. Eftir hann liggur mikill fjöldi ritverka einkum fyrir börn og unglina. Andrés varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1963 og stundaði hann enskunám við Háskóla Íslands 1963-1964. Hann nam kvikmyndagerð og dagskrárgerð fyrir sjónvarp í Árósum og Kaupmannahöfn 1964 og 1966. Frá stofnun sjónvarps Ríkisútvarpsins árið 1966 starfaði hann sem dagskrárgerðarmaður til ársins 1985. Þá starfaði hann sem rithöfundur og vann samhliða sjálfstætt að dagskrárgerð í sjónvarpi RÚV. Hann vann einnig að kvikmyndagerð sem leikstjóri og handritshöfundur og þá var hann einnig upptökustjóri og umsjónarmaður Gettu etur í 25 ár og hlaut fyrir það Edduverðlaunin. Andrés skrifaði meira en 30 skáldsögur og tugi leikverka fyrir útvarp, sjónvarp og leiksvið, til dæmis fyrir Þjóðleikhúsið og Kópavogsleikhúsið. Fyrsta bók hans, Lyklabarn, hlaut fyrstu verðlaun í barnabókasamkeppni Máls og menningar árið 1979 og önnur bók hans, Polli er ekkert blávatn, hlaut verðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur sem besta frumsamda bókin árið 1981. Fyrir bókina Það var skræpa hlaut Andrés verðlaun Námsgagnastofnunar í samkeppni um létt lesefni fyrir börn árið 1984. Bækur hans hafa verið gefnar út í Þýskalandi, Sviss, Austurríki og Danmörku. Útvarpsleikrit Andrésar hafa þá verið flutt á öllum Norðurlöndunum og Bretlandi og leiknar sjónvarpsmyndir hans fyrir börn hafa verið sýndar víða um heim. Einnig gerði hann leiknar kvikmyndir fyrir börn á vegum Námsgagnastofnunar, skrifaði hann handrit og leikstýrði, og eru myndirnar notaðar sem kennsluefni bæði hér á landi og erlendis. Andrés skapaði brúðupersónurnar Glám og Skrám sem margir þekkja úr leikþáttum í Stundinni okkar. Hann samdi einnig sögu- og söngtextana á hljómplötunni Glámur og Skrámur í sjöunda himni sem kom út árið 1979. Hann skrifaði og leikstýrði einnig fjölskyldumyndinni Veiðiferðin sem var frumsýnd árið 1980 og er enn í dag ein aðsóknarmesta kvikmynd sem gerð hefur verið hérlendis.
Andlát Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira