„Fordæmalaus og söguleg spilling“ Donalds Trumps Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júlí 2020 22:28 Mitt Romney, öldungardeildarþingmaður repúblikana. Vísir/getty Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður repúblikana í Bandaríkjunum, segir það „fordæmalausa og sögulega spillingu“ að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi mildað refsingu Rogers Stone, fyrrum ráðgjafa síns og vinar. Stone var dæmdur í þriggja ára og fjögurra mánaða fangelsi fyrir að ljúga að Bandaríkjaþingi, hindra framgang réttvísinnar og reyna að hafa áhrif á vitnisburð annarra. Hann átti að hefja afplánun í alríkisfangelsi í Georgíuríki næsta þriðjudag en í gær tilkynnti Hvíta húsið að dómurinn hefði verið mildaður. Stone þarf þar með ekki að afplána fangelsisvist. Romney er einn fárra innan herbúða Repúblikanaflokksins sem ítrekað hafa gagnrýnt Trump opinberlega. Hann hélt uppteknum hætti á Twitter-reikningi sínum í dag, þar sem hann var harðorður í garð forsetans. „Fordæmalaus, söguleg spilling: bandarískur forseti mildar dóm yfir manneskju sem dæmd var fyrir að ljúga, til að hlífa umræddum forseta,“ sagði Romney í færslu sinni. Unprecedented, historic corruption: an American president commutes the sentence of a person convicted by a jury of lying to shield that very president.— Mitt Romney (@MittRomney) July 11, 2020 Stjórnmálaskýrendur í Bandaríkjunum telja að Romney verði líklega sá eini meðal þingmanna repúblikana sem viðri skoðun af þessum meiði. Fæstir þeirra hafa tjáð sig nokkuð um málið. Hvíta húsið sagði einnig í yfirlýsingu að Stone væri fórnarlamb „Rússa-ruglsins (e. Russia Hoax) sem vinstrimenn og bandamenn þeirra í fjölmiðlum hafi haldið á lofti í áraraðir til þess að grafa undan forsetanum.“ Þá er þar einnig gefið í skyn að Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) hafi látið CNN-fréttastofuna vita af áhlaupi sem hún gerði á heimili Stone, þar sem tökulið frá fréttastofunni var viðstatt handtöku hans. Bandaríkin Tengdar fréttir Trump mildar dóm yfir fyrrum ráðgjafa sínum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur mildað fangelsisdóm sem Roger Stone, vinur forsetans og fyrrum ráðgjafi, hlaut fyrir að ljúga að Bandaríkjaþingi, að hindra framgang réttvísinnar og að reyna að hafa áhrif á vitnisburð annarra. Stone átti að hefja afplánun í alríkisfangelsi í Georgíuríki næstkomandi þriðjudag. 11. júlí 2020 07:52 Mitt Romney á meðal mótmælenda í Washington Mitt Romney, öldungardeildarþingmaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikana, var einn af um þúsund mótmælendum sem marseruðu í átt að Hvíta húsinu í morgunsárið í Washington í Bandaríkjunum. 7. júní 2020 23:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður repúblikana í Bandaríkjunum, segir það „fordæmalausa og sögulega spillingu“ að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi mildað refsingu Rogers Stone, fyrrum ráðgjafa síns og vinar. Stone var dæmdur í þriggja ára og fjögurra mánaða fangelsi fyrir að ljúga að Bandaríkjaþingi, hindra framgang réttvísinnar og reyna að hafa áhrif á vitnisburð annarra. Hann átti að hefja afplánun í alríkisfangelsi í Georgíuríki næsta þriðjudag en í gær tilkynnti Hvíta húsið að dómurinn hefði verið mildaður. Stone þarf þar með ekki að afplána fangelsisvist. Romney er einn fárra innan herbúða Repúblikanaflokksins sem ítrekað hafa gagnrýnt Trump opinberlega. Hann hélt uppteknum hætti á Twitter-reikningi sínum í dag, þar sem hann var harðorður í garð forsetans. „Fordæmalaus, söguleg spilling: bandarískur forseti mildar dóm yfir manneskju sem dæmd var fyrir að ljúga, til að hlífa umræddum forseta,“ sagði Romney í færslu sinni. Unprecedented, historic corruption: an American president commutes the sentence of a person convicted by a jury of lying to shield that very president.— Mitt Romney (@MittRomney) July 11, 2020 Stjórnmálaskýrendur í Bandaríkjunum telja að Romney verði líklega sá eini meðal þingmanna repúblikana sem viðri skoðun af þessum meiði. Fæstir þeirra hafa tjáð sig nokkuð um málið. Hvíta húsið sagði einnig í yfirlýsingu að Stone væri fórnarlamb „Rússa-ruglsins (e. Russia Hoax) sem vinstrimenn og bandamenn þeirra í fjölmiðlum hafi haldið á lofti í áraraðir til þess að grafa undan forsetanum.“ Þá er þar einnig gefið í skyn að Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) hafi látið CNN-fréttastofuna vita af áhlaupi sem hún gerði á heimili Stone, þar sem tökulið frá fréttastofunni var viðstatt handtöku hans.
Bandaríkin Tengdar fréttir Trump mildar dóm yfir fyrrum ráðgjafa sínum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur mildað fangelsisdóm sem Roger Stone, vinur forsetans og fyrrum ráðgjafi, hlaut fyrir að ljúga að Bandaríkjaþingi, að hindra framgang réttvísinnar og að reyna að hafa áhrif á vitnisburð annarra. Stone átti að hefja afplánun í alríkisfangelsi í Georgíuríki næstkomandi þriðjudag. 11. júlí 2020 07:52 Mitt Romney á meðal mótmælenda í Washington Mitt Romney, öldungardeildarþingmaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikana, var einn af um þúsund mótmælendum sem marseruðu í átt að Hvíta húsinu í morgunsárið í Washington í Bandaríkjunum. 7. júní 2020 23:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Trump mildar dóm yfir fyrrum ráðgjafa sínum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur mildað fangelsisdóm sem Roger Stone, vinur forsetans og fyrrum ráðgjafi, hlaut fyrir að ljúga að Bandaríkjaþingi, að hindra framgang réttvísinnar og að reyna að hafa áhrif á vitnisburð annarra. Stone átti að hefja afplánun í alríkisfangelsi í Georgíuríki næstkomandi þriðjudag. 11. júlí 2020 07:52
Mitt Romney á meðal mótmælenda í Washington Mitt Romney, öldungardeildarþingmaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikana, var einn af um þúsund mótmælendum sem marseruðu í átt að Hvíta húsinu í morgunsárið í Washington í Bandaríkjunum. 7. júní 2020 23:30