Veður

Sums staðar hellidembur í dag

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Veðrið á hádegi í dag.
Veðrið á hádegi í dag. Veðurstofa Íslands/Skjáskot

Vænta má suðvestlægrar eða breytilegrar áttar í dag, samkvæmt vef Veðurstofu Íslands. Það verða 3 til 10 metrum á sekúndu og rigning eða súld með köflum. Úrkomulítið verður um landið norðaustanvert framan af degi, en skúrir þar síðdegis, sums staðar hellidembur. Hiti 10 til 20 stig í dag, og þá hlýjast norðaustantil.

Hér má nálgast veðurhorfur á landinu næstu daga, samkvæmt Veðurstofu Íslands:

Á mánudag: Hæg breytileg átt, skýjað að mestu og víða skúrir, einkum um landið N-vert. Hiti 9 til 16 stig.

Á þriðjudag: Suðaustlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Skúrir N-lands, en úrkomulítið S- og V-til fram á kvöld. Hiti breytist lítið.

Á miðvikudag: Sunnan 8-13 og rigning, en þurrt að kalla NA-til framan af degi. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast N-lands.

Á fimmtudag og föstudag: Suðlæg átt og skúrir, einkum S- og V-lands. Hiti breytist lítið.

Á laugardag: Útlit fyrir austlæga átt og skúrir. Heldur kólnandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×