Pólverjar kjósa sér forseta í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júlí 2020 13:16 Andrezj Duda forseti Pólland (t.v.) og mótframbjóðandi hans Rafał Trzaskowski borgarstjóri Varsjár (t.h.). EPA/DAREK DELMANOWICZ/MACIEJ KULCZYNSKI Pólverjar á Íslandi tóku að streyma á kjörstað í pólska sendiráðinu í Reykjavík í morgun en önnur umferð forsetakosninga fer fram í Póllandi í dag. Valið stendur á milli tveggja ólíkra frambjóðenda og mjótt er á munum í skoðanakönnunum. Kjörstaðir í Póllandi opnuðu klukkan 5 í morgun að íslenskum tíma. Mikil spenna er í loftinu enda hafa skoðanakannanir síðustu daga sýnt að frambjóðendurnir tveir, Andrezj Duda forseti og Rafał Trzaskowski borgarstjóri Varsjár, séu hnífjafnir. Frambjóðendurnir tefla fram ólíkri framtíðarsýn í mörgum málaflokkum, eins og félags- og utanríkismálum. Mikið hefur verið gert úr frjálslyndri afstöðu Trzaskowski í málefnum kvenna og hinseginfólks. Þá hefur Trzaskowski einnig lýsti því yfir að hann vilji að Pólland taki virkari þátt í störfum Evrópusambandsins. Hins vegar er talið líklegt að vinni Duda muni hann reyna að koma í gegn breytingum á réttarkerfinu og haldi áfram að klekkja á réttindum hinsegin fólks og muni ríghalda í andstöðu sína við þungunarrofi. Pólskir kjósendur mæta á kjörstaði til að kjósa næsta forseta landsins.EPA-EFE/Grzegorz Momot Duda hlaut flest atkvæði í fyrri umferð kosninganna en náði þó ekki 50% atkvæða sem þarf til að hljóta kjör til forseta. Þá er talið að Trzaskowski hljóti mikinn meirihluta þeirra atkvæða sem greidd voru öðrum frambjóðendum í fyrri umferð. Duda er mikill stuðningsmaður stjórnarflokksins, Lög og réttlæti (PiS), en líklegt er að tapi hann kosningunum geti stjórnarandstöðuflokkarnir náð í gegn ýmsum málum sem áður var ekki mögulegt. Forsetinn hefur neitunarvaldsrétt á lagafrumvörp þannig að endurkjör Duda myndi koma stjórnarflokknum vel, en hann var eitt sinn meðlimur í flokknum. Duda hefur verið harðlega gagnrýndur í kosningabaráttunni fyrir ummæli sem hann lét falla um hinseginmál, en hann sagði „hugmyndafræði hinsegin fólks“ verri en kommúnisma. Eftir að Trzaskowski tilkynnti framboð sitt í maí varð hann fljótt sá frambjóðandi sem talinn var geta veitt Duda almennilega samkeppni. Trzaskowski er borgarstjóri Varsjár en hann vann borgarstjórnarkosningarnar með miklum yfirburðum árið 2018 og var slagorð hans í borgarstjórakosningunum „Varsjá fyrir alla.“ Þá hefur hann sagt að þetta sé tækifærið fyrir pólska kjósendur til að breyta stefnu Póllands. Það séu þessar kosningar sem muni breyta öllu. Á fjórða þúsund Pólverja eru á kjörskrá á Íslandi og hafa þeir geta greitt atkvæði í pólska sendiráðinu í Reykjavík frá því klukkan níu í morgun. Kjörstaðir í Póllandi loka klukkan 7 að íslenskum tíma í kvöld og fyrstu útgönguspár verða birtar fljótlega upp úr því. Lokaniðurstöður gætu þó ekki legið fyrir fyrr en á miðvikudag. Pólland Tengdar fréttir Fylkingarnar stressaðar og forðist ólmar að misstíga sig Borgarfulltrúi af pólskum uppruna segir að vænta megi uppstokunar í þarlendum stjórnmálum, fari svo að Rafal Trzaskowski verði kjörinn forseti Póllands. 11. júlí 2020 22:00 Segja pólska ríkisútvarpið ala á gyðingahatri fyrir kosningar Samtök gyðinga saka ríkissjónvarpsstöð Póllands um að ala á hatri í aðdraganda forsetakosninga um helgina. Þáttastjórnendur stöðvarinnar settu spurningamerki við hvort að mótframbjóðandi Andrzej Duda forseta ætti eftir að „verða við kröfum gyðinga“. 10. júlí 2020 23:19 Stefnir í aðra umferð kosninga í Póllandi Nái enginn frambjóðandi hreinum meirihluta í fyrstu umferð skal kosið aftur á milli þeirra tveggja atkvæðamestu. 28. júní 2020 19:48 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Sjá meira
Pólverjar á Íslandi tóku að streyma á kjörstað í pólska sendiráðinu í Reykjavík í morgun en önnur umferð forsetakosninga fer fram í Póllandi í dag. Valið stendur á milli tveggja ólíkra frambjóðenda og mjótt er á munum í skoðanakönnunum. Kjörstaðir í Póllandi opnuðu klukkan 5 í morgun að íslenskum tíma. Mikil spenna er í loftinu enda hafa skoðanakannanir síðustu daga sýnt að frambjóðendurnir tveir, Andrezj Duda forseti og Rafał Trzaskowski borgarstjóri Varsjár, séu hnífjafnir. Frambjóðendurnir tefla fram ólíkri framtíðarsýn í mörgum málaflokkum, eins og félags- og utanríkismálum. Mikið hefur verið gert úr frjálslyndri afstöðu Trzaskowski í málefnum kvenna og hinseginfólks. Þá hefur Trzaskowski einnig lýsti því yfir að hann vilji að Pólland taki virkari þátt í störfum Evrópusambandsins. Hins vegar er talið líklegt að vinni Duda muni hann reyna að koma í gegn breytingum á réttarkerfinu og haldi áfram að klekkja á réttindum hinsegin fólks og muni ríghalda í andstöðu sína við þungunarrofi. Pólskir kjósendur mæta á kjörstaði til að kjósa næsta forseta landsins.EPA-EFE/Grzegorz Momot Duda hlaut flest atkvæði í fyrri umferð kosninganna en náði þó ekki 50% atkvæða sem þarf til að hljóta kjör til forseta. Þá er talið að Trzaskowski hljóti mikinn meirihluta þeirra atkvæða sem greidd voru öðrum frambjóðendum í fyrri umferð. Duda er mikill stuðningsmaður stjórnarflokksins, Lög og réttlæti (PiS), en líklegt er að tapi hann kosningunum geti stjórnarandstöðuflokkarnir náð í gegn ýmsum málum sem áður var ekki mögulegt. Forsetinn hefur neitunarvaldsrétt á lagafrumvörp þannig að endurkjör Duda myndi koma stjórnarflokknum vel, en hann var eitt sinn meðlimur í flokknum. Duda hefur verið harðlega gagnrýndur í kosningabaráttunni fyrir ummæli sem hann lét falla um hinseginmál, en hann sagði „hugmyndafræði hinsegin fólks“ verri en kommúnisma. Eftir að Trzaskowski tilkynnti framboð sitt í maí varð hann fljótt sá frambjóðandi sem talinn var geta veitt Duda almennilega samkeppni. Trzaskowski er borgarstjóri Varsjár en hann vann borgarstjórnarkosningarnar með miklum yfirburðum árið 2018 og var slagorð hans í borgarstjórakosningunum „Varsjá fyrir alla.“ Þá hefur hann sagt að þetta sé tækifærið fyrir pólska kjósendur til að breyta stefnu Póllands. Það séu þessar kosningar sem muni breyta öllu. Á fjórða þúsund Pólverja eru á kjörskrá á Íslandi og hafa þeir geta greitt atkvæði í pólska sendiráðinu í Reykjavík frá því klukkan níu í morgun. Kjörstaðir í Póllandi loka klukkan 7 að íslenskum tíma í kvöld og fyrstu útgönguspár verða birtar fljótlega upp úr því. Lokaniðurstöður gætu þó ekki legið fyrir fyrr en á miðvikudag.
Pólland Tengdar fréttir Fylkingarnar stressaðar og forðist ólmar að misstíga sig Borgarfulltrúi af pólskum uppruna segir að vænta megi uppstokunar í þarlendum stjórnmálum, fari svo að Rafal Trzaskowski verði kjörinn forseti Póllands. 11. júlí 2020 22:00 Segja pólska ríkisútvarpið ala á gyðingahatri fyrir kosningar Samtök gyðinga saka ríkissjónvarpsstöð Póllands um að ala á hatri í aðdraganda forsetakosninga um helgina. Þáttastjórnendur stöðvarinnar settu spurningamerki við hvort að mótframbjóðandi Andrzej Duda forseta ætti eftir að „verða við kröfum gyðinga“. 10. júlí 2020 23:19 Stefnir í aðra umferð kosninga í Póllandi Nái enginn frambjóðandi hreinum meirihluta í fyrstu umferð skal kosið aftur á milli þeirra tveggja atkvæðamestu. 28. júní 2020 19:48 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Sjá meira
Fylkingarnar stressaðar og forðist ólmar að misstíga sig Borgarfulltrúi af pólskum uppruna segir að vænta megi uppstokunar í þarlendum stjórnmálum, fari svo að Rafal Trzaskowski verði kjörinn forseti Póllands. 11. júlí 2020 22:00
Segja pólska ríkisútvarpið ala á gyðingahatri fyrir kosningar Samtök gyðinga saka ríkissjónvarpsstöð Póllands um að ala á hatri í aðdraganda forsetakosninga um helgina. Þáttastjórnendur stöðvarinnar settu spurningamerki við hvort að mótframbjóðandi Andrzej Duda forseta ætti eftir að „verða við kröfum gyðinga“. 10. júlí 2020 23:19
Stefnir í aðra umferð kosninga í Póllandi Nái enginn frambjóðandi hreinum meirihluta í fyrstu umferð skal kosið aftur á milli þeirra tveggja atkvæðamestu. 28. júní 2020 19:48