600 þúsund kusu í prófkjöri stjórnarandstöðunnar í Hong Kong Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júlí 2020 17:22 Stuðningsmenn aukins lýðræðis í Hong Kong flykktust á kjörstaði fyrir prófkjör stjórnarandstöðunnar. Getty/ Billy H.C. Kwok Stjórnarandstaðan í Hong Kong segir að meira en 600 þúsund íbúar sjálfstjórnarhéraðsins hafi um helgina greitt atkvæði í prófkjöri stjórnarandstöðuhópsins. Atkvæðin eru sögð merkingarþrungin og gefa til kynna hve margir séu mótfallnir nýjum öryggislögum sem yfirvöld í Peking kynntu nýlega en þeir sem talað hafa fyrir auknu lýðræði í sjálfstjórnarhéraðinu hafa gagnrýnt lögin harðlega og sagt þau ógna stöðu og sjálfstæði Hong Kong auk þess að þagga niður í gagnrýnisröddum. Niðurstöður prófkjörsins munu móta framboðslista stjórnarandstöðuhópsins, sem styður aukið lýðræði, fyrir kosningar til löggjafarþings Hong Kong sem haldnar verða í september. Flokkurinn stefnir auðvitað að því að ná meirihluta í fyrsta skipti frá stjórnarflokknum sem styðja yfirvöld Kína. Mikil þátttaka var í prófkjörinu, sem aðeins var fyrir stjórnarandstöðuna, og er það talið gefa til kynna að stór hluti borgarbúa styðji ekki aukin yfirráð Kína á svæðinu. Í héraðinu búa um 7,5 milljónir. Háttsettir embættismenn í Hong Kong höfðu varað stjórnarandstöðuna við því að prófkjörið gæti verið brot á öryggislögunum en þrátt fyrir það flykktist fólk á kjörstaði sem voru meira en 250 talsins um alla borg. Langar raðir mynduðust fyrir utan kjörstaðina þar sem kjósendum var gert kleift að kjósa á netinu, eftir að borið hafði verið kennsl á þá. Skipuleggjendur segja að 592 þúsund hafi verið búnir að kjósa rafrænt og að 21 þúsund hafi mætt á kjörstaði og skilað atkvæði á blaði þegar kjörstöðum var lokað á sunnudagskvöld. Það sé meira en búist var við. Þeir sem kusu í prófkjörinu voru um þriðjungur þeirra sem studdu við stjórnarandstöðuna í kosningunum í fyrra. Kína Hong Kong Tengdar fréttir Nemendum í Hong Kong bannað að vera pólitískir Nemendum í Hong Kong er nú bannað að taka þátt í nokkrum pólitískum aðgerðum í skólum, þar á meðal að syngja, birta pólitísk slagorð og sniðganga tíma. 8. júlí 2020 17:28 Bækur lýðræðissinna fjarlægðar í Hong Kong Kínversk yfirvöld hafa fjarlægt bækur eftir þekkta lýðræðissinna í Hong Kong til að fara yfir hvort að efni þeirra samræmist nýjum og umdeildum öryggislögum sem tóku gildi í síðustu viku. Bækurnar eru ekki lengur aðgengilegar á bókasöfnum borgríkisins. 5. júlí 2020 18:26 Hong Kong gæti orðið eins og hver önnur kínversk borg Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að Hong Kong verði eins og hver önnur kínversk borg. Vesturlönd og margir íbúar borgarinnar hafa brugðist illa við nýrri öryggislöggjöf sem tryggir frekari yfirráð stjórnvalda í Kína yfir þessu sjálfsstjórnarsvæði. 3. júlí 2020 20:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Stjórnarandstaðan í Hong Kong segir að meira en 600 þúsund íbúar sjálfstjórnarhéraðsins hafi um helgina greitt atkvæði í prófkjöri stjórnarandstöðuhópsins. Atkvæðin eru sögð merkingarþrungin og gefa til kynna hve margir séu mótfallnir nýjum öryggislögum sem yfirvöld í Peking kynntu nýlega en þeir sem talað hafa fyrir auknu lýðræði í sjálfstjórnarhéraðinu hafa gagnrýnt lögin harðlega og sagt þau ógna stöðu og sjálfstæði Hong Kong auk þess að þagga niður í gagnrýnisröddum. Niðurstöður prófkjörsins munu móta framboðslista stjórnarandstöðuhópsins, sem styður aukið lýðræði, fyrir kosningar til löggjafarþings Hong Kong sem haldnar verða í september. Flokkurinn stefnir auðvitað að því að ná meirihluta í fyrsta skipti frá stjórnarflokknum sem styðja yfirvöld Kína. Mikil þátttaka var í prófkjörinu, sem aðeins var fyrir stjórnarandstöðuna, og er það talið gefa til kynna að stór hluti borgarbúa styðji ekki aukin yfirráð Kína á svæðinu. Í héraðinu búa um 7,5 milljónir. Háttsettir embættismenn í Hong Kong höfðu varað stjórnarandstöðuna við því að prófkjörið gæti verið brot á öryggislögunum en þrátt fyrir það flykktist fólk á kjörstaði sem voru meira en 250 talsins um alla borg. Langar raðir mynduðust fyrir utan kjörstaðina þar sem kjósendum var gert kleift að kjósa á netinu, eftir að borið hafði verið kennsl á þá. Skipuleggjendur segja að 592 þúsund hafi verið búnir að kjósa rafrænt og að 21 þúsund hafi mætt á kjörstaði og skilað atkvæði á blaði þegar kjörstöðum var lokað á sunnudagskvöld. Það sé meira en búist var við. Þeir sem kusu í prófkjörinu voru um þriðjungur þeirra sem studdu við stjórnarandstöðuna í kosningunum í fyrra.
Kína Hong Kong Tengdar fréttir Nemendum í Hong Kong bannað að vera pólitískir Nemendum í Hong Kong er nú bannað að taka þátt í nokkrum pólitískum aðgerðum í skólum, þar á meðal að syngja, birta pólitísk slagorð og sniðganga tíma. 8. júlí 2020 17:28 Bækur lýðræðissinna fjarlægðar í Hong Kong Kínversk yfirvöld hafa fjarlægt bækur eftir þekkta lýðræðissinna í Hong Kong til að fara yfir hvort að efni þeirra samræmist nýjum og umdeildum öryggislögum sem tóku gildi í síðustu viku. Bækurnar eru ekki lengur aðgengilegar á bókasöfnum borgríkisins. 5. júlí 2020 18:26 Hong Kong gæti orðið eins og hver önnur kínversk borg Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að Hong Kong verði eins og hver önnur kínversk borg. Vesturlönd og margir íbúar borgarinnar hafa brugðist illa við nýrri öryggislöggjöf sem tryggir frekari yfirráð stjórnvalda í Kína yfir þessu sjálfsstjórnarsvæði. 3. júlí 2020 20:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Nemendum í Hong Kong bannað að vera pólitískir Nemendum í Hong Kong er nú bannað að taka þátt í nokkrum pólitískum aðgerðum í skólum, þar á meðal að syngja, birta pólitísk slagorð og sniðganga tíma. 8. júlí 2020 17:28
Bækur lýðræðissinna fjarlægðar í Hong Kong Kínversk yfirvöld hafa fjarlægt bækur eftir þekkta lýðræðissinna í Hong Kong til að fara yfir hvort að efni þeirra samræmist nýjum og umdeildum öryggislögum sem tóku gildi í síðustu viku. Bækurnar eru ekki lengur aðgengilegar á bókasöfnum borgríkisins. 5. júlí 2020 18:26
Hong Kong gæti orðið eins og hver önnur kínversk borg Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að Hong Kong verði eins og hver önnur kínversk borg. Vesturlönd og margir íbúar borgarinnar hafa brugðist illa við nýrri öryggislöggjöf sem tryggir frekari yfirráð stjórnvalda í Kína yfir þessu sjálfsstjórnarsvæði. 3. júlí 2020 20:00