Erlent

Banna áfengi á ný vegna veirunnar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku.
Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku. Vísir/getty

Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa nú innleitt nýjar takmarkanir til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Á meðal takmarkananna sem taka gildi á morgun, mánudag, er bann við sölu áfengis og útgöngubann á næturnar.

Cyril Ramaphosa forseti Suður-Afríku sagði í dag í þjóðarávarpi að áfenigsbannið myndi „létta á þrýstingi á heilbrigðiskerfinu“. Þetta er í annað sinn á árinu sem stjórnvöld banna áfengissölu í landinu vegna veirunnar. Auk áfengis- og útgöngubanns verður íbúum landsins jafnframt gert skylt að bera grímur fyrir vitunum á almannafæri.

Suður-Afríka hefur orðið verst úti úr faraldrinum í álfunni. Fyrr í vikunni greindust flestir með veiruna á einum degi í landinu frá upphafi faraldurs. Þá hafa yfir fjögur þúsund nú látist úr veirunni í Suður-Afríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×