Manchester City missir ekki sæti sitt í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2020 08:42 Raheem Sterling og félagar í Manchester City geta fagnað í dag eftir úrskurðinn hjá CAS. EPA-EFE/Laurence Griffiths Alþjóða íþróttadómstóllinn (Court of Arbitration for Sport) tilkynnti í dag úrskurð sinn í máli Manchester City en enska félagið hafði verið dæmt í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni ó vetur. Alþjóða íþróttadómstóllinn ákvað það að City missi ekki keppnisrétt sinn í Evrópukeppnum vegna brota sinna á rekstrarreglum UEFA. The Court of Arbitration for Sport (Cas) announced Manchester City were cleared of "disguising equity funds" on Monday.— BBC Sport (@BBCSport) July 13, 2020 Manchester City fagnar örugglega niðurstöðunni en félagið sleppur við bannið og þá er sekt félagsins minnkuð um tuttugu milljónir evra. Framtíð félagsins var í húfi enda átti Manchester City á hættu að missa sína bestu menn ef liðið spilaði ekki í Meistaradeildinni í tvö ár. Alþjóða íþróttadómstóllinn taldi að það væri ekki nægar sannanir fyrir brotum Manchester City og þá var of langt liðum frá sumum brotunum til að geta refsað fyrir þau samkvæmt reglum UEFA. Mánudagurinn 13. júli er því sigurdagur fyrir Manchester City. Knattspyrnusamband Evrópu hafði dæmt Manchester City í tveggja ára bann frá Evrópukeppnunum í febrúar og auk þess átti City að greiða 30 milljónir evra, 4,8 milljarða íslenskra króna, í sekt. BREAKING: Manchester City s two-year European ban has been lifted, and their fine reduced to 10M, by the Court of Arbitration for Sport pic.twitter.com/5jdT5RDKrr— B/R Football (@brfootball) July 13, 2020 Manchester City hafði að mati dómstóls UEFA brotið gegn reglum um rekstur fótboltafélaga með því að fela umfram útgjöld félagsins í ársreikningi. City var sakfellt fyrir það að láta líta þannig út að félagið væri að fá meiri pening inn frá styrktaraðilum tengdum eigenda félagsins Sjeik Mansour. Sjeik Mansour eignaðist Manchester City fyrir tólf árum síðan og breytti algjörlega örlögum félagsins með því að dæla inn í það peningum. City hefur á tíma hans unnið fjóra Englandsmeistaratitla og alls ellefu titla samanlagt. Eini stóri titilinn sem vantar er sjálf Meistaradeildin. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Sjá meira
Alþjóða íþróttadómstóllinn (Court of Arbitration for Sport) tilkynnti í dag úrskurð sinn í máli Manchester City en enska félagið hafði verið dæmt í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni ó vetur. Alþjóða íþróttadómstóllinn ákvað það að City missi ekki keppnisrétt sinn í Evrópukeppnum vegna brota sinna á rekstrarreglum UEFA. The Court of Arbitration for Sport (Cas) announced Manchester City were cleared of "disguising equity funds" on Monday.— BBC Sport (@BBCSport) July 13, 2020 Manchester City fagnar örugglega niðurstöðunni en félagið sleppur við bannið og þá er sekt félagsins minnkuð um tuttugu milljónir evra. Framtíð félagsins var í húfi enda átti Manchester City á hættu að missa sína bestu menn ef liðið spilaði ekki í Meistaradeildinni í tvö ár. Alþjóða íþróttadómstóllinn taldi að það væri ekki nægar sannanir fyrir brotum Manchester City og þá var of langt liðum frá sumum brotunum til að geta refsað fyrir þau samkvæmt reglum UEFA. Mánudagurinn 13. júli er því sigurdagur fyrir Manchester City. Knattspyrnusamband Evrópu hafði dæmt Manchester City í tveggja ára bann frá Evrópukeppnunum í febrúar og auk þess átti City að greiða 30 milljónir evra, 4,8 milljarða íslenskra króna, í sekt. BREAKING: Manchester City s two-year European ban has been lifted, and their fine reduced to 10M, by the Court of Arbitration for Sport pic.twitter.com/5jdT5RDKrr— B/R Football (@brfootball) July 13, 2020 Manchester City hafði að mati dómstóls UEFA brotið gegn reglum um rekstur fótboltafélaga með því að fela umfram útgjöld félagsins í ársreikningi. City var sakfellt fyrir það að láta líta þannig út að félagið væri að fá meiri pening inn frá styrktaraðilum tengdum eigenda félagsins Sjeik Mansour. Sjeik Mansour eignaðist Manchester City fyrir tólf árum síðan og breytti algjörlega örlögum félagsins með því að dæla inn í það peningum. City hefur á tíma hans unnið fjóra Englandsmeistaratitla og alls ellefu titla samanlagt. Eini stóri titilinn sem vantar er sjálf Meistaradeildin.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Sjá meira