„Treysti almættinu alveg fyrir ákvörðun hennar“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. júlí 2020 13:30 Oscar Leone hefur verið að vekja mikla athygli að undanförnu fyrir tónlist sína. „Lagið samdi ég í einhverju sjálfsvorkunnarkasti þótt það sé erfitt að trú því við fyrstu hlustun. Lagið er hljómþýtt og fullt af spígsporandi jákvæðni sem auðvelt er að syngja með. Efnistökin sjálf, sem eru nokkuð þung þar sem verið er að gera upp erfiðar tilfinningar, eru í raun í bullandi andstæðu við létta sumarlega tónlistina, hún er í amerískum folk-poppstíl en sækir einnig mikið í indírokk og gospell,“ segir tónlistarmaðurinn Pétur Óskar Sigurðsson, sem margir þekkja sem Oscar Leone, en hann var að gefa út lagið Lion. „Lagið er, eins og svo oft áður, um stúlku og viðskilnað okkar. Á þessum tíma fannst mér hún hafa veðjað á rangan hest en nú eru þrjú ár liðin síðan ég samdi lagið og ég treysti almættinu alveg fyrir ákvörðun hennar. Ég trúi ekki að neinar tilviljanir enda fæddist þetta lag upp sambandsslitunum og öðrum erfiðum samskiptum sem ég átti í á þessum tíma.“ Pétur Óskar er í stjörnumerkinu Ljón og þaðan kemur nafn lagsins. „Það er bæði stjörnumerkið mitt og manngerðin mín. Ég valdi mér listamannanafnið Oscar Leone því ljónið hættir aldrei, þótt á móti blási. Þetta er mitt eldmerki sem fleytir mér áfram í lífinu og það er einmitt það sem þetta lag fjallar um; að halda alltaf áfram. Lífið snýst ekkert alltaf um að leika sér og drekka kakó. Hvort sem ég er á leið gegnum dimmu dalina eða uppi á fallegu fjallstoppunum þá er alltaf stutt að sækja í vonina. En líka töffaraskapinn. Að bíta á jaxlinn og gera allt sem hægt er að gera til að halda sér gangandi en vera á sama trúr sjálfum sér.“ Það var Arnar Guðjónsson sem pródúseraði lagið. „Lifandi flutningur er í höndum hljómsveitar sem skipuð er af miklu hæfileikafólki. Það eru þau Kristján Gilbert á gítar (sem hefur verið mín hægri hönd frá byrjun), Íris Lóa Eskin sem syngur með mér, Hálfdán Árnason á bassa, Jón Valur sem grípur í öll þau hljóðfæri sem hugsast getur og Kristófer Nökkvi Sigurðsson á trommur. Fylgist með á samfélagsmiðlum til að sjá hvenær næstu tónleikar verða haldnir.“ Hér að neðan má hlusta á lagið. Pétur Óskar mætti í spjallþátt Gumma Ben fyrir ekki svo löngu og tók þá lagið vinsæla Superstar. Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Lífið Fleiri fréttir Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Sjá meira
„Lagið samdi ég í einhverju sjálfsvorkunnarkasti þótt það sé erfitt að trú því við fyrstu hlustun. Lagið er hljómþýtt og fullt af spígsporandi jákvæðni sem auðvelt er að syngja með. Efnistökin sjálf, sem eru nokkuð þung þar sem verið er að gera upp erfiðar tilfinningar, eru í raun í bullandi andstæðu við létta sumarlega tónlistina, hún er í amerískum folk-poppstíl en sækir einnig mikið í indírokk og gospell,“ segir tónlistarmaðurinn Pétur Óskar Sigurðsson, sem margir þekkja sem Oscar Leone, en hann var að gefa út lagið Lion. „Lagið er, eins og svo oft áður, um stúlku og viðskilnað okkar. Á þessum tíma fannst mér hún hafa veðjað á rangan hest en nú eru þrjú ár liðin síðan ég samdi lagið og ég treysti almættinu alveg fyrir ákvörðun hennar. Ég trúi ekki að neinar tilviljanir enda fæddist þetta lag upp sambandsslitunum og öðrum erfiðum samskiptum sem ég átti í á þessum tíma.“ Pétur Óskar er í stjörnumerkinu Ljón og þaðan kemur nafn lagsins. „Það er bæði stjörnumerkið mitt og manngerðin mín. Ég valdi mér listamannanafnið Oscar Leone því ljónið hættir aldrei, þótt á móti blási. Þetta er mitt eldmerki sem fleytir mér áfram í lífinu og það er einmitt það sem þetta lag fjallar um; að halda alltaf áfram. Lífið snýst ekkert alltaf um að leika sér og drekka kakó. Hvort sem ég er á leið gegnum dimmu dalina eða uppi á fallegu fjallstoppunum þá er alltaf stutt að sækja í vonina. En líka töffaraskapinn. Að bíta á jaxlinn og gera allt sem hægt er að gera til að halda sér gangandi en vera á sama trúr sjálfum sér.“ Það var Arnar Guðjónsson sem pródúseraði lagið. „Lifandi flutningur er í höndum hljómsveitar sem skipuð er af miklu hæfileikafólki. Það eru þau Kristján Gilbert á gítar (sem hefur verið mín hægri hönd frá byrjun), Íris Lóa Eskin sem syngur með mér, Hálfdán Árnason á bassa, Jón Valur sem grípur í öll þau hljóðfæri sem hugsast getur og Kristófer Nökkvi Sigurðsson á trommur. Fylgist með á samfélagsmiðlum til að sjá hvenær næstu tónleikar verða haldnir.“ Hér að neðan má hlusta á lagið. Pétur Óskar mætti í spjallþátt Gumma Ben fyrir ekki svo löngu og tók þá lagið vinsæla Superstar.
Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Lífið Fleiri fréttir Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Sjá meira