Torkennileg rasísk skilaboð límd á bílinn á Snæfellsnesi Jakob Bjarnar skrifar 13. júlí 2020 13:31 Magnús, sem er 19 ára gamall nemi við Menntaskólann við Sund, segir þetta vissulega óþægilegt en kannski fyrst og síðast yfirmáta hallærislegt. „Þetta var fyrst og fremst skrítið,“ segir Magnús Secka, 19 ára gamall nemi við MS. Magnús er á ferðalagi um Snæfellsnes ásamt fjölskyldu sinni. Og varð fyrir því að á bíl þeirra voru límd torkennileg skilaboð: „IF YOU ARE BLACK OR BROWN: please leave this town !“ Ömurlegur og kjánalegur rasismi Og undir er ritað Newnation org, sem við nánari eftirgrennslan er fremur óburðug og klaufalega fram sett vefsíða þar sem finna má fréttir sem eflaust myndi flokkast sem hrein og klár kynþáttahyggja. Magnús, sem er dökkur á hörund, segir að þau viti ekki alveg hvar þessi miði hafi verið límdur á bílinn, hvort það hafi verið á Vegamótum eða á Búðum. Hann segir að þau hafi í fyrstu ekki áttað sig á því hvers kyns væri, héldu fyrst að þetta væri: If you are black or brown, please don´t leave this town“. Svo einkennileg og framandi voru þessi skilaboð í huga þeirra. En, svo þegar þau áttuðu sig á því hvers kyns var brá þeim í brún. Magnús segir að þó þetta séu vissulega dapurleg skilaboð þá eru þau jafnframt afskaplega kjánaleg og hallærisleg. Móðir Magnúsar, Sara Magnúsar kerfisfræðingur birtir mynd af þessum grátlega hallærislega miða á Facebook-síðu sinni. Afar óþægilegt að fá svona sendingu Hún segist hafa sótt Magnús á Vegamót á Snæfellsnesi í gær, þaðan fóru þau á Búðir og svo aftur á Vegamót og þar hafi þau stoppað örstutt. „Þegar við leggjum bílnum til að keyra yfir á Krossa þá tek ég eftir þessum límda miða á hliðarspeglinum farþegamegin sem hann sat í, á þessu ferðalagi,“ segir Sara. Hún segist ekki vita hvar bíllinn hafi fengið þennan miða á sig, en á öðrum af þessum tveimur stöðum. Hún segir þetta „snarlasið“ og þegar maður fari að spá í þessu: „Mjög óþægilegt og ferlegt, bókstaflega.“ Færsla Söru hefur vakið mikla athygli og er þetta einkennilega framtak fordæmt í athugasemdum með afgerandi hætti. Bæði Sara og Magnús telja vert að segja af þessu en að sögn Magnúsar stendur ekki til í að gera neitt frekar í málinu, ekki af þeirra hálfu. Kynþáttafordómar Snæfellsbær Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
„Þetta var fyrst og fremst skrítið,“ segir Magnús Secka, 19 ára gamall nemi við MS. Magnús er á ferðalagi um Snæfellsnes ásamt fjölskyldu sinni. Og varð fyrir því að á bíl þeirra voru límd torkennileg skilaboð: „IF YOU ARE BLACK OR BROWN: please leave this town !“ Ömurlegur og kjánalegur rasismi Og undir er ritað Newnation org, sem við nánari eftirgrennslan er fremur óburðug og klaufalega fram sett vefsíða þar sem finna má fréttir sem eflaust myndi flokkast sem hrein og klár kynþáttahyggja. Magnús, sem er dökkur á hörund, segir að þau viti ekki alveg hvar þessi miði hafi verið límdur á bílinn, hvort það hafi verið á Vegamótum eða á Búðum. Hann segir að þau hafi í fyrstu ekki áttað sig á því hvers kyns væri, héldu fyrst að þetta væri: If you are black or brown, please don´t leave this town“. Svo einkennileg og framandi voru þessi skilaboð í huga þeirra. En, svo þegar þau áttuðu sig á því hvers kyns var brá þeim í brún. Magnús segir að þó þetta séu vissulega dapurleg skilaboð þá eru þau jafnframt afskaplega kjánaleg og hallærisleg. Móðir Magnúsar, Sara Magnúsar kerfisfræðingur birtir mynd af þessum grátlega hallærislega miða á Facebook-síðu sinni. Afar óþægilegt að fá svona sendingu Hún segist hafa sótt Magnús á Vegamót á Snæfellsnesi í gær, þaðan fóru þau á Búðir og svo aftur á Vegamót og þar hafi þau stoppað örstutt. „Þegar við leggjum bílnum til að keyra yfir á Krossa þá tek ég eftir þessum límda miða á hliðarspeglinum farþegamegin sem hann sat í, á þessu ferðalagi,“ segir Sara. Hún segist ekki vita hvar bíllinn hafi fengið þennan miða á sig, en á öðrum af þessum tveimur stöðum. Hún segir þetta „snarlasið“ og þegar maður fari að spá í þessu: „Mjög óþægilegt og ferlegt, bókstaflega.“ Færsla Söru hefur vakið mikla athygli og er þetta einkennilega framtak fordæmt í athugasemdum með afgerandi hætti. Bæði Sara og Magnús telja vert að segja af þessu en að sögn Magnúsar stendur ekki til í að gera neitt frekar í málinu, ekki af þeirra hálfu.
Kynþáttafordómar Snæfellsbær Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira