Segir Samherja aldrei hafa greitt SWAPO-flokknum Birgir Olgeirsson skrifar 13. júlí 2020 19:00 Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja. Vísir/Vilhelm Forstjóri Samherja segir fyrirtækið aldrei hafa greitt namibíska stjórnarflokknum Swapo fjármuni. Fullyrt er í namibískum fjölmiðlum að fyrirtækið hafi gert það árið 2017. Hage Geingob forseti Namibíu boðaði til blaðamannafundar í gær þar sem hann sór af sér ásakanir þess efnis að flokkur hans hefði þegið styrki frá fyrirtækjum sem tengjast Samherjamálinu svokallaða. Sex fyrrverandi ráðherrar og einstaklingar í Namibíu eru grunaðir um fjársvik og mútuþægni. Samherji hefur verið sakaður um að greiða mútur til að komast yfir kvóta í Afríkulandinu. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins og tengdasonur hans vilja losna úr varðhaldi gegn tryggingu. Dómstólar hafa tekið beiðni þeirra fyrir. Við réttarhöldin fullyrti namibískur rannsakandi að rannsókn málsins hefði leitt í ljós að meintar mútugreiðslur Samherja hefðu meðal annars fjármagnað kosningabaráttu Swapo. Forseti Namibíu sagði þetta ekki rétt. Flokkurinn hefði aldrei fengið beinan styrk frá fyrirtækjum tengdum Samherja. Namibíska dagblaðið The Nambian fullyrðir hins vegar í dag að flokkurinn hafi sannarlega fengið beina styrki frá dótturfélagi Samherja árið 2017. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að Samherji hafi aldrei greitt Swapo-flokknum fjármuni, hvorki beint né í gegnum milliliði. „Samherji hefur aldrei greitt Swapo-flokknum neina fjármuni, hvorki beint né í gegnum millilið. Þessi frétt The Namibian er því röng,“ segir í svari Björgólfs. Samherjaskjölin Namibía Tengdar fréttir Hissa á að teljast eigandi landareignar sem sögð er keypt fyrir fé frá Samherja Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu sem er einn þeirra sem nefndur var í Samherjaskjölunum sagðist hafa verið steinhissa þegar hann komst að því að landareign á Otjiwarongo svæðinu í Namibíu væri í hans eigu. Rannsakandi segir að Samherji hafi fjármagnað kaupin. 10. júlí 2020 11:41 Segja tilkynninguna ekki tengjast þætti Kveiks Kaupsamningur vegna hlutabréfa Samherja, sem eigendur félagsins framseldu til barna sinna, var undirritaður í ágúst í fyrra. 18. júní 2020 20:26 Tilkynntu ráðuneytinu um fjárfestingu félags Baldvins og Kötlu í Samherja í nóvember Þann 4. nóvember á síðasta ári barst atvinnuvegaráðuneytinu tilkynning um að K&B ehf. hefði fjárfest í Samherja hf. Tilkynningin var send ráðuneytinu þar sem félagið er að 49 prósent hluta í eigu einstaklings sem skilgreindur er sem erlendur aðili samkvæmt lögum. 18. júní 2020 12:12 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Forstjóri Samherja segir fyrirtækið aldrei hafa greitt namibíska stjórnarflokknum Swapo fjármuni. Fullyrt er í namibískum fjölmiðlum að fyrirtækið hafi gert það árið 2017. Hage Geingob forseti Namibíu boðaði til blaðamannafundar í gær þar sem hann sór af sér ásakanir þess efnis að flokkur hans hefði þegið styrki frá fyrirtækjum sem tengjast Samherjamálinu svokallaða. Sex fyrrverandi ráðherrar og einstaklingar í Namibíu eru grunaðir um fjársvik og mútuþægni. Samherji hefur verið sakaður um að greiða mútur til að komast yfir kvóta í Afríkulandinu. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins og tengdasonur hans vilja losna úr varðhaldi gegn tryggingu. Dómstólar hafa tekið beiðni þeirra fyrir. Við réttarhöldin fullyrti namibískur rannsakandi að rannsókn málsins hefði leitt í ljós að meintar mútugreiðslur Samherja hefðu meðal annars fjármagnað kosningabaráttu Swapo. Forseti Namibíu sagði þetta ekki rétt. Flokkurinn hefði aldrei fengið beinan styrk frá fyrirtækjum tengdum Samherja. Namibíska dagblaðið The Nambian fullyrðir hins vegar í dag að flokkurinn hafi sannarlega fengið beina styrki frá dótturfélagi Samherja árið 2017. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að Samherji hafi aldrei greitt Swapo-flokknum fjármuni, hvorki beint né í gegnum milliliði. „Samherji hefur aldrei greitt Swapo-flokknum neina fjármuni, hvorki beint né í gegnum millilið. Þessi frétt The Namibian er því röng,“ segir í svari Björgólfs.
Samherjaskjölin Namibía Tengdar fréttir Hissa á að teljast eigandi landareignar sem sögð er keypt fyrir fé frá Samherja Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu sem er einn þeirra sem nefndur var í Samherjaskjölunum sagðist hafa verið steinhissa þegar hann komst að því að landareign á Otjiwarongo svæðinu í Namibíu væri í hans eigu. Rannsakandi segir að Samherji hafi fjármagnað kaupin. 10. júlí 2020 11:41 Segja tilkynninguna ekki tengjast þætti Kveiks Kaupsamningur vegna hlutabréfa Samherja, sem eigendur félagsins framseldu til barna sinna, var undirritaður í ágúst í fyrra. 18. júní 2020 20:26 Tilkynntu ráðuneytinu um fjárfestingu félags Baldvins og Kötlu í Samherja í nóvember Þann 4. nóvember á síðasta ári barst atvinnuvegaráðuneytinu tilkynning um að K&B ehf. hefði fjárfest í Samherja hf. Tilkynningin var send ráðuneytinu þar sem félagið er að 49 prósent hluta í eigu einstaklings sem skilgreindur er sem erlendur aðili samkvæmt lögum. 18. júní 2020 12:12 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hissa á að teljast eigandi landareignar sem sögð er keypt fyrir fé frá Samherja Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu sem er einn þeirra sem nefndur var í Samherjaskjölunum sagðist hafa verið steinhissa þegar hann komst að því að landareign á Otjiwarongo svæðinu í Namibíu væri í hans eigu. Rannsakandi segir að Samherji hafi fjármagnað kaupin. 10. júlí 2020 11:41
Segja tilkynninguna ekki tengjast þætti Kveiks Kaupsamningur vegna hlutabréfa Samherja, sem eigendur félagsins framseldu til barna sinna, var undirritaður í ágúst í fyrra. 18. júní 2020 20:26
Tilkynntu ráðuneytinu um fjárfestingu félags Baldvins og Kötlu í Samherja í nóvember Þann 4. nóvember á síðasta ári barst atvinnuvegaráðuneytinu tilkynning um að K&B ehf. hefði fjárfest í Samherja hf. Tilkynningin var send ráðuneytinu þar sem félagið er að 49 prósent hluta í eigu einstaklings sem skilgreindur er sem erlendur aðili samkvæmt lögum. 18. júní 2020 12:12