Kórónuveiran greindist í fimm einstaklingum við skimun á landamærum í gær, þar af eru fjórir með mótefni og einn bíður eftir mótefnamælingu. Á áttunda tug ferðalanga hafa því greinst með veiruna við landamærin frá 15. júní en aðeins tólf þeirra voru með virk smit.
Þá voru 2.118 sýni tekin við landamæraskimun í gær og 31 á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. 36.738 sýni hafa nú verið tekin við landamærin frá því skimun hófst.
Alls eru nú 12 í einangrun með veiruna á landinu öllu og 93 eru í sóttkví. Frá upphafi faraldurs hafa 1.905 greinst með veiruna og 1.882 er batnað. Ekkert innanlandssmit hefur greinst síðan 2. júlí.