Komst yfir 22 milljónir vegna mistaka í bankanum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júlí 2020 13:50 Alls komst Helgi yfir 22 milljónir króna vegna mistakanna. Vísir/Getty Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í síðustu viku framkvæmdastjóra fiskvinnslufyrirtækis til þriggja ára fangelsisvistar fyrir umboðssvik og peningaþvætti. Hann notfærði sér mistök við útgáfu banka til þess að komast yfir 22 milljónir króna. Þetta er fimmta auðgunarbrotið sem maðurinn, sem heitir Helgi Már Magnússon, hefur hlotið dóm fyrir. Dómurinn féll í síðustu viku en var birtur á vef héraðsdómstóla í dag. Helgi Már fékk í desember 2017 yfirdráttarheimild fyrir fiskvinnslufyrirtækið hvar hann var framkvæmdastjóri, Hött Seafood. Hann fór í bankann til þess að ganga frá heimildinni, sem átti að vera upp á 2,6 milljónir króna. Vegna mistaka hjá bankanum varð hún hins vegar 26 milljónir. Helgi brást við með því að millifæra fimm milljónir inn á reikning föður síns, tíu milljónir inn á sambýliskonu sína og tók loks sjö milljónir út í reiðufé. Meirihluta þeirra peninga sem hann hafði millifært á aðra lét Helgi síðan greiða sér aftur í reiðufé, en hluti fjármunanna hafði fyrst verið fluttur á reikninga í eigu systur hans og mágs. Upp komst um málið þegar stjórnarmaður og starfsmaður Hattar Seafood kom í bankann og lét vita af mistökunum sem orðið höfðu við útgáfu yfirdráttarheimildarinnar. Því var Helgi kallaður til skýrslutöku hjá lögreglu, en það var fjórum dögum eftir að mistökin höfðu átt sér stað. Ásamt Helga voru mágur hans, systir og fyrrverandi sambýliskona ákærð, en þau voru bæði sýknuð. Faðir Helga er látinn. Dómari í málinu sagði ljóst að Helgi væri sekur um háttsemina sem honum var gefin að sök. Með því að hafa flutt fjármuni á reikninga annarra og fengið þá aftur í reiðufé hafi verið ljóst að hann áttaði sig á því að háttsemi hans væri röng og ámælisverð. Hér má nálgast dóm Héraðsdóms Reykjaness í málinu. Dómsmál Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Trump titlar sig konung Erlent Fleiri fréttir Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í síðustu viku framkvæmdastjóra fiskvinnslufyrirtækis til þriggja ára fangelsisvistar fyrir umboðssvik og peningaþvætti. Hann notfærði sér mistök við útgáfu banka til þess að komast yfir 22 milljónir króna. Þetta er fimmta auðgunarbrotið sem maðurinn, sem heitir Helgi Már Magnússon, hefur hlotið dóm fyrir. Dómurinn féll í síðustu viku en var birtur á vef héraðsdómstóla í dag. Helgi Már fékk í desember 2017 yfirdráttarheimild fyrir fiskvinnslufyrirtækið hvar hann var framkvæmdastjóri, Hött Seafood. Hann fór í bankann til þess að ganga frá heimildinni, sem átti að vera upp á 2,6 milljónir króna. Vegna mistaka hjá bankanum varð hún hins vegar 26 milljónir. Helgi brást við með því að millifæra fimm milljónir inn á reikning föður síns, tíu milljónir inn á sambýliskonu sína og tók loks sjö milljónir út í reiðufé. Meirihluta þeirra peninga sem hann hafði millifært á aðra lét Helgi síðan greiða sér aftur í reiðufé, en hluti fjármunanna hafði fyrst verið fluttur á reikninga í eigu systur hans og mágs. Upp komst um málið þegar stjórnarmaður og starfsmaður Hattar Seafood kom í bankann og lét vita af mistökunum sem orðið höfðu við útgáfu yfirdráttarheimildarinnar. Því var Helgi kallaður til skýrslutöku hjá lögreglu, en það var fjórum dögum eftir að mistökin höfðu átt sér stað. Ásamt Helga voru mágur hans, systir og fyrrverandi sambýliskona ákærð, en þau voru bæði sýknuð. Faðir Helga er látinn. Dómari í málinu sagði ljóst að Helgi væri sekur um háttsemina sem honum var gefin að sök. Með því að hafa flutt fjármuni á reikninga annarra og fengið þá aftur í reiðufé hafi verið ljóst að hann áttaði sig á því að háttsemi hans væri röng og ámælisverð. Hér má nálgast dóm Héraðsdóms Reykjaness í málinu.
Dómsmál Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Trump titlar sig konung Erlent Fleiri fréttir Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Sjá meira