Leiðtogar stjórnarandstöðunnar útilokaðir frá kosningum í Hvíta-Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 14. júlí 2020 15:14 Alexander Lúkasjenkó hefur verið við völd í Hvíta-Rússlandi í 26 ár. Nærri allir pólitískir keppinautar hans hafa verið handteknir eða rannsakaðir í aðdraganda kosninga í ágúst. Vísir/EPA Yfirkjörstjórn Hvíta-Rússlands hafnaði því að skrá framboð tveggja helstu leiðtoga stjórnarandstöðu landsins fyrir forsetakosningar sem fara fram í næsta mánuði. Ákvörðunin þýðir að Alexander Lúkasjenkó forseti til 26 ára verður svo gott sem sjálfkjörinn. Andstaða við Lúkasjenkó forseta í aðdraganda kosninganna nú er sögð sú mesta í fleiri ár vegna gremju almennings yfir efnahagsþrenginum, stöðu mannréttindamála og afneitun forsetans á alvarleika kórónuveirufaraldursins. Nærri allir helstu andstæðingar Lúkasjenkó hafa nú hins vegar annað hvort verið handteknir eða rannsakaðir í aðdraganda kosninganna. Þeir tveir sem helst voru taldir eiga möguleika á að velta Lúkasjenkó úr sessi hafa nú verið útilokaðir frá framboði. Viktor Babariko var synjað um skráningu sem frambjóðandi eftir að hann var handtekinn í síðasta mánuði. Vísaði kjörstjórnin til sakamáls gegn honum. Hann er sakaður um að hafa komið hundruð milljónum dollara úr landi í umfangsmiklu peningaþvættismála en neitar sök. Þá fékk Valerí Tsepkalo, fyrrverandi sendiherra, ekki að bjóða sig fram eftir að kjörstjórnin ógilti meðmælendalista, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Talsmaður framboðs Tsepkalo segir hann ætla að kæra ákvörðunina til dómstóla. Mannréttindsamtök fullyrða að fleiri en sjö hundruð manns hafi verið handteknir í tengslum við kosningabaráttuna í Hvíta-Rússlandi. Hvíta-Rússland Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Sjá meira
Yfirkjörstjórn Hvíta-Rússlands hafnaði því að skrá framboð tveggja helstu leiðtoga stjórnarandstöðu landsins fyrir forsetakosningar sem fara fram í næsta mánuði. Ákvörðunin þýðir að Alexander Lúkasjenkó forseti til 26 ára verður svo gott sem sjálfkjörinn. Andstaða við Lúkasjenkó forseta í aðdraganda kosninganna nú er sögð sú mesta í fleiri ár vegna gremju almennings yfir efnahagsþrenginum, stöðu mannréttindamála og afneitun forsetans á alvarleika kórónuveirufaraldursins. Nærri allir helstu andstæðingar Lúkasjenkó hafa nú hins vegar annað hvort verið handteknir eða rannsakaðir í aðdraganda kosninganna. Þeir tveir sem helst voru taldir eiga möguleika á að velta Lúkasjenkó úr sessi hafa nú verið útilokaðir frá framboði. Viktor Babariko var synjað um skráningu sem frambjóðandi eftir að hann var handtekinn í síðasta mánuði. Vísaði kjörstjórnin til sakamáls gegn honum. Hann er sakaður um að hafa komið hundruð milljónum dollara úr landi í umfangsmiklu peningaþvættismála en neitar sök. Þá fékk Valerí Tsepkalo, fyrrverandi sendiherra, ekki að bjóða sig fram eftir að kjörstjórnin ógilti meðmælendalista, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Talsmaður framboðs Tsepkalo segir hann ætla að kæra ákvörðunina til dómstóla. Mannréttindsamtök fullyrða að fleiri en sjö hundruð manns hafi verið handteknir í tengslum við kosningabaráttuna í Hvíta-Rússlandi.
Hvíta-Rússland Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Sjá meira