Mörg dæmi um að fólki sé sagt upp eftir að hafa greinst með heilabilun Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. júlí 2020 21:00 Mörg dæmi eru um að vinnuveitendur segi upp starfsfólki eftir að það greinist með heilabilun. Fræðslustjóri Alzheimersamtakanna segir gríðarlega mikilvægt að vinnuveitendur komi til móts við fólkið til að koma í veg fyrir félagslega einangrun. Áætlað er að um fimm þúsund manns séu með greiningu um heilabilun á Íslandi og er Alzheimersjúkdómurinn algengastur. Sigurbjörg Hannesdóttir, fræðslustjóri Alzheimersamtakanna segir að eftir að fólk fær greiningu sé lítið sem ekkert sem taki við. „Fólk kemur til okkar og bara hvað svo? Hvaða meðferðir eru í boði? Manneskja sem er ekki farin að sýna mikil einkenni, þá eru ekki úrræði í boði. Það er fyrst að þú getur nýtt þér sérhæfða dagþjálfun en þarna þegar þú ert nýgreindur þá er ekkert. Svo spyr fólk: hvernig á ég að segja vinnuveitanda mínum frá þessu?,“ segir Sigurbjörg Hannesdóttir, fræðslustjóri Alzheimer samtakanna. Það reynist fólki mjög erfitt að tilkynna vinnuveitanda um greininguna. Dæmi sé um að fólki sé sagt upp eftir að það greinist. „Ég hef heyrt töluvert mörg dæmi um það. Þetta er ekki illska heldur er þetta bara fáfræði. sumar stöður getur maður vissulega ekki unnið áfram. Til dæmis ábyrgðarstöður. Þá verður maður að einfalda en það er oft hægt að finna aðrar stöður og aðlaga,“ segir Sigurbjörg. Samtökin vilja vekja athygli á málinu enda gríðarlega mikilvægt að fólk með heilabilun einangrist ekki. „Það er svo mikilvægt að halda áfram lífi sínu þó maður fái þennan sjúkdóm. Öll höfum við hlutverk í lífinu og við viljum gefa af okkur og þiggja og að vera tekin úr vinnu of snemma getur haft mikil áhrif á sjálfsmynd fólks,“ segir Sigurbjörg. Heilbrigðismál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira
Mörg dæmi eru um að vinnuveitendur segi upp starfsfólki eftir að það greinist með heilabilun. Fræðslustjóri Alzheimersamtakanna segir gríðarlega mikilvægt að vinnuveitendur komi til móts við fólkið til að koma í veg fyrir félagslega einangrun. Áætlað er að um fimm þúsund manns séu með greiningu um heilabilun á Íslandi og er Alzheimersjúkdómurinn algengastur. Sigurbjörg Hannesdóttir, fræðslustjóri Alzheimersamtakanna segir að eftir að fólk fær greiningu sé lítið sem ekkert sem taki við. „Fólk kemur til okkar og bara hvað svo? Hvaða meðferðir eru í boði? Manneskja sem er ekki farin að sýna mikil einkenni, þá eru ekki úrræði í boði. Það er fyrst að þú getur nýtt þér sérhæfða dagþjálfun en þarna þegar þú ert nýgreindur þá er ekkert. Svo spyr fólk: hvernig á ég að segja vinnuveitanda mínum frá þessu?,“ segir Sigurbjörg Hannesdóttir, fræðslustjóri Alzheimer samtakanna. Það reynist fólki mjög erfitt að tilkynna vinnuveitanda um greininguna. Dæmi sé um að fólki sé sagt upp eftir að það greinist. „Ég hef heyrt töluvert mörg dæmi um það. Þetta er ekki illska heldur er þetta bara fáfræði. sumar stöður getur maður vissulega ekki unnið áfram. Til dæmis ábyrgðarstöður. Þá verður maður að einfalda en það er oft hægt að finna aðrar stöður og aðlaga,“ segir Sigurbjörg. Samtökin vilja vekja athygli á málinu enda gríðarlega mikilvægt að fólk með heilabilun einangrist ekki. „Það er svo mikilvægt að halda áfram lífi sínu þó maður fái þennan sjúkdóm. Öll höfum við hlutverk í lífinu og við viljum gefa af okkur og þiggja og að vera tekin úr vinnu of snemma getur haft mikil áhrif á sjálfsmynd fólks,“ segir Sigurbjörg.
Heilbrigðismál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira