Heimurinn í greipum heimsfaraldurs Böðvar Jónsson skrifar 15. júlí 2020 08:00 Þegar við stöldrum við í dag og horfum yfir heimssviðið þá er ljóst að mannkynið er að glíma við erfiðleika og fara í gegnum umbrotatímasem ekki eiga sér hliðstæðu í nánustu fortíð. Það jákvæða er að mannkynið hefur aldrei verið betur undir það búið að takast á við vanda af þeirri stærðargráðu sem um ræðir. Lausnarorðið er eining. Það sem stendur að baki þessari fullyrðingu er sú staðreynd að í raun er heimurinn eins og eitt land. Við grípum farsímann upp úr vasanum og hringjum til annarra heimsálfa jafn fjarlægra og Ásralíu rétt eins og við værum að hringja til Akureyrar eða Neskaupstaðar. Haldnir eru fundir og ráðstefnur þar sem þátttakendur eru dreifðir vítt og breitt um hnöttinn og horfast í augu gegnum tölvuskjáinn. Þetta er aðeins brot af þeim tæknimöguleikum sem ættu að opna augu okkar fyrir þeirri staðreynd að mannkynið sé í raun eitt, og stór hluti þeirra einstaklinga sem það mynda innan seilingar hvers annars. En ekki bara það heldur eru þessar tengingar nánast alfarið óháðar landamærum þjóðríkjanna og gefa þannig tilfinningu fyrir að jörðin sé í reynd eitt land og mannkynið íbúar þess. Sendingar sem bárust frá Kína með hjálpargögn til Ítalíu vegna Covid 19 benda til þess að einhverjir í Kína hafi komið auga á þetta. Skilaboðin sem fylgdu einni sendingunni og rituð voru á stóran borða hljóðuðu svo: Við erum öldur á einu hafi, lauf á einu tré, blóm í einum garði. Þetta er myndlíking þar sem „við“ vísar til mannanna barna. Tilvitnun sem fylgdi annarri sendingu var á þessa leið: Svo öflugt er ljós einingarinnar að það getur sameinað allan heiminn. Þarna er greinilega vísa til einingar allra sem heiminn byggja án tillits til kynþáttar, hörundslitar, stéttar, trúar, þjóðernis eða annarra augljósra fordóma, sem lítils eru verðir. Þessi síðasta tilvitnun minnir á orð yfirmanns Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar fyrir nokkru, þegar hann sagði „..að skortur á einingu væri meiri ógn en corona vírusinn sjálfur..“ þannig að aðeins í einingu muni mannkynið sigrast á heimsfaraldrinum sem skapast hefur af Covid 19 veirunni. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, hefur ekki látið sitt eftir liggja og ítrekað hvatt til einingar og samstöðu gegn þeim vágesti sem skapar fádæma óvissutíma fyrir heimssamfélagið. Sameinuðu þjóðirnar ættu að vera það verkfæri sem mannkynið getur beitt til einingar í aðstæðum sem þessum. Það væri ekki ónýt afmælisgjöf til stofnunarinnar og mannkynsins ef slíkt tækist á sjötugasta og fimmta afmælisári hennar. Höfundur er lyfjafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Böðvar Jónsson Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Þegar við stöldrum við í dag og horfum yfir heimssviðið þá er ljóst að mannkynið er að glíma við erfiðleika og fara í gegnum umbrotatímasem ekki eiga sér hliðstæðu í nánustu fortíð. Það jákvæða er að mannkynið hefur aldrei verið betur undir það búið að takast á við vanda af þeirri stærðargráðu sem um ræðir. Lausnarorðið er eining. Það sem stendur að baki þessari fullyrðingu er sú staðreynd að í raun er heimurinn eins og eitt land. Við grípum farsímann upp úr vasanum og hringjum til annarra heimsálfa jafn fjarlægra og Ásralíu rétt eins og við værum að hringja til Akureyrar eða Neskaupstaðar. Haldnir eru fundir og ráðstefnur þar sem þátttakendur eru dreifðir vítt og breitt um hnöttinn og horfast í augu gegnum tölvuskjáinn. Þetta er aðeins brot af þeim tæknimöguleikum sem ættu að opna augu okkar fyrir þeirri staðreynd að mannkynið sé í raun eitt, og stór hluti þeirra einstaklinga sem það mynda innan seilingar hvers annars. En ekki bara það heldur eru þessar tengingar nánast alfarið óháðar landamærum þjóðríkjanna og gefa þannig tilfinningu fyrir að jörðin sé í reynd eitt land og mannkynið íbúar þess. Sendingar sem bárust frá Kína með hjálpargögn til Ítalíu vegna Covid 19 benda til þess að einhverjir í Kína hafi komið auga á þetta. Skilaboðin sem fylgdu einni sendingunni og rituð voru á stóran borða hljóðuðu svo: Við erum öldur á einu hafi, lauf á einu tré, blóm í einum garði. Þetta er myndlíking þar sem „við“ vísar til mannanna barna. Tilvitnun sem fylgdi annarri sendingu var á þessa leið: Svo öflugt er ljós einingarinnar að það getur sameinað allan heiminn. Þarna er greinilega vísa til einingar allra sem heiminn byggja án tillits til kynþáttar, hörundslitar, stéttar, trúar, þjóðernis eða annarra augljósra fordóma, sem lítils eru verðir. Þessi síðasta tilvitnun minnir á orð yfirmanns Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar fyrir nokkru, þegar hann sagði „..að skortur á einingu væri meiri ógn en corona vírusinn sjálfur..“ þannig að aðeins í einingu muni mannkynið sigrast á heimsfaraldrinum sem skapast hefur af Covid 19 veirunni. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, hefur ekki látið sitt eftir liggja og ítrekað hvatt til einingar og samstöðu gegn þeim vágesti sem skapar fádæma óvissutíma fyrir heimssamfélagið. Sameinuðu þjóðirnar ættu að vera það verkfæri sem mannkynið getur beitt til einingar í aðstæðum sem þessum. Það væri ekki ónýt afmælisgjöf til stofnunarinnar og mannkynsins ef slíkt tækist á sjötugasta og fimmta afmælisári hennar. Höfundur er lyfjafræðingur.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun