Segir kosningabaráttu Kanye West lokið Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júlí 2020 10:54 Kanye West, með rauða derhúfu, á fundi með Donald Trump í forsetaskrifstofunni í október árið 2018. Ap/Evan Vucci Kosningabaráttu Kanye West er lokið, rúmri viku eftir að hún hófst. Þetta fullyrðir kosningaráðgjafinn Steve Kramer sem segist hafa unnið að kjöri tónlistarmannsins litskrúðuga. West tilkynnti um forsetaframboð sitt 5. júlí síðastliðinn. Í samtali við New York Magazine segir Kramer að tónlistarmanninum hafi verið full alvara með framboði sínu. Unnið hafi verið hörðum höndum að því að koma nafni hans á kjörseðilinn í Flórída og Suður-Karólínu. Rúmlega 180 manns hafi þannig reynt að safna undirskriftum fyrir West í ríkjunum tveimur til að tryggja að framboð hans næði fram að ganga. Allt hafi þó komið fyrir ekki. Kramer segir að starfslið West hafi vissulega verið vonsvikið með málalyktir, ekki aðeins vegna atvinnumissisins heldur jafnframt vegna þess að það hafði trú á framboði tónlistarmannsins. Forsetaframboð séu flókið og viðamikið verkefni, það sé alvanalegt að óreyndir frambjóðendur láti flækjustigið stöðva sig að sögn Kramer. Donald Trump hafi þannig margoft gælt við forsetaframboð áður en hann lét til skarar skríða árið 2015, með víðfrægum árangri. Rétt er þó að taka fram að engin formleg tilkynning hefur enn borist úr herbúðum West. Hann sendi síðast frá sér kosningatengt efni 9. júlí síðastliðinn, en á myndbandinu hér að neðan má sjá tónlistarmanninn skrá sig á kjörskrá. To vote click below https://t.co/LRJ8hC5rGi#2020VISION pic.twitter.com/MJOVGYYYvQ— ye (@kanyewest) July 9, 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tónlist Donald Trump Tengdar fréttir Kanye West segist ætla að bjóða sig fram til forseta Svo virðist sem að bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West hafi í hyggju að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í tísti frá West. 5. júlí 2020 08:05 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Kosningabaráttu Kanye West er lokið, rúmri viku eftir að hún hófst. Þetta fullyrðir kosningaráðgjafinn Steve Kramer sem segist hafa unnið að kjöri tónlistarmannsins litskrúðuga. West tilkynnti um forsetaframboð sitt 5. júlí síðastliðinn. Í samtali við New York Magazine segir Kramer að tónlistarmanninum hafi verið full alvara með framboði sínu. Unnið hafi verið hörðum höndum að því að koma nafni hans á kjörseðilinn í Flórída og Suður-Karólínu. Rúmlega 180 manns hafi þannig reynt að safna undirskriftum fyrir West í ríkjunum tveimur til að tryggja að framboð hans næði fram að ganga. Allt hafi þó komið fyrir ekki. Kramer segir að starfslið West hafi vissulega verið vonsvikið með málalyktir, ekki aðeins vegna atvinnumissisins heldur jafnframt vegna þess að það hafði trú á framboði tónlistarmannsins. Forsetaframboð séu flókið og viðamikið verkefni, það sé alvanalegt að óreyndir frambjóðendur láti flækjustigið stöðva sig að sögn Kramer. Donald Trump hafi þannig margoft gælt við forsetaframboð áður en hann lét til skarar skríða árið 2015, með víðfrægum árangri. Rétt er þó að taka fram að engin formleg tilkynning hefur enn borist úr herbúðum West. Hann sendi síðast frá sér kosningatengt efni 9. júlí síðastliðinn, en á myndbandinu hér að neðan má sjá tónlistarmanninn skrá sig á kjörskrá. To vote click below https://t.co/LRJ8hC5rGi#2020VISION pic.twitter.com/MJOVGYYYvQ— ye (@kanyewest) July 9, 2020
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tónlist Donald Trump Tengdar fréttir Kanye West segist ætla að bjóða sig fram til forseta Svo virðist sem að bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West hafi í hyggju að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í tísti frá West. 5. júlí 2020 08:05 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Kanye West segist ætla að bjóða sig fram til forseta Svo virðist sem að bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West hafi í hyggju að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í tísti frá West. 5. júlí 2020 08:05