Sex íslensk félagasamtök fá styrk til þróunarsamvinnuverkefna Heimsljós 15. júlí 2020 13:58 Frá Malaví. gunnisal Utanríkisráðuneytið hefur gefið vilyrði fyrir styrkjum til sex íslenskra félagasamtaka til átta verkefna á sviði þróunarsamvinnu. Öll verkefnin koma til framkvæmda í Afríkuríkjum. Hæstu styrkjunum verður að þessu sinni varið til þriggja langtímaverkefna, tveggja á vegum Rauða krossins á Íslandi og eins á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar. Auk þeirra fá ABC barnahjálp, Aurora velgerðarsjóður, Samband íslenskra kristniboðsfélaga og Stómasamtök Íslands styrki til skammtímaverkefna í Búrkína Fasó, Eþíópíu, Kenía, Sambíu og Síerra Leóne. Rauði krossinn á Íslandi fær styrk til fjögurra ára vegna áframhaldandi verkefnis í Malaví sem miðar að því að auka viðnámsþrótt nærsamfélaga. Verkefnið miðar að því að stuðla að uppbyggingu og valdeflingu á fimm áherslusviðum: heilbrigði, vatn og hreinlæti, félagslegri aðild og valdeflingu, neyðarvörnum og að lokum uppbyggingu öflugra landsfélags Rauða krossins í Malaví. Einnig hlaut Rauði krossinn á Íslandi styrk til langtíma verkefnis sem snýr að uppbyggingu getu landsfélaga hreyfingarinnar í upplýsinga- og samskiptatækni. Verkefnið nær til landsfélaga Rauða krossins í Gana, Malaví, Síerra Leóne og Suður-Súdan. Verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar koma til framkvæmdar í Kebribeyah héraði í Sómalíufylki í Eþíópíu og hefst á næsta ári. Um er að ræða framhald verkefnis sem styrkt var á árunum 2018-2020 með áherslu á viðnámsþrótt gegn loftlagsbreytingum og bætt lífviðurværi íbúa í héraðinu. Af skammtímaverkefnunum eru tvö unnin í Kenía, annars vegar verkefni á vegum ABC barnahjálpar sem snýr að bættri aðstöðu við skóla ABC í Naíróbí og hins vegar verkefni Sambands íslenskra kristniboðsfélaga um styrkingu innviða í framhaldsskólum á vegum samtakanna. Aurora velgerðarsjóður hlýtur nýliðastyrk til verkefnis í Síerra Leóne sem snýr að endurreisn leirkeraverkstæðisins Lettie Stuart Pottery með áherslu á sjálfbæran rekstur verkstæðisins og stöðuga atvinnu nemenda. Einnig hljóta Stómasamtökin á Íslandi styrk vegna verkefnis sem snýr að stómaþegum í Sambíu og felur í sér að auka skilning stómaþega sjálfra, heilbrigðisyfirvalda og heilbrigðisstarfsfólks á því hvaða þjónustu stómaþegar þurfa að fá og geta vænst innan heilbrigðiskerfa. Íslensk félagasamtök eru mikilvægir samstarfsaðilar í þróunarsamvinnu og samstarf við ráðuneytið hefur aukist undanfarin ár. Fjölbreytt flóra samtaka er til staðar á Íslandi og félagasamtök gegna oft lykilhlutverki í baráttunni fyrir auknum réttindum og bættum aðbúnaði þeirra sem búa við fátækt og hvers kyns mismunun. Umsóknarfrestir fyrir verkefni á sviði þróunarsamvinnu eru auglýstir árlega. Sjá nánar á vef stjórnarráðsins. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst á vef utanríkisráðuneytisins. Þróunarsamvinna Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent
Utanríkisráðuneytið hefur gefið vilyrði fyrir styrkjum til sex íslenskra félagasamtaka til átta verkefna á sviði þróunarsamvinnu. Öll verkefnin koma til framkvæmda í Afríkuríkjum. Hæstu styrkjunum verður að þessu sinni varið til þriggja langtímaverkefna, tveggja á vegum Rauða krossins á Íslandi og eins á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar. Auk þeirra fá ABC barnahjálp, Aurora velgerðarsjóður, Samband íslenskra kristniboðsfélaga og Stómasamtök Íslands styrki til skammtímaverkefna í Búrkína Fasó, Eþíópíu, Kenía, Sambíu og Síerra Leóne. Rauði krossinn á Íslandi fær styrk til fjögurra ára vegna áframhaldandi verkefnis í Malaví sem miðar að því að auka viðnámsþrótt nærsamfélaga. Verkefnið miðar að því að stuðla að uppbyggingu og valdeflingu á fimm áherslusviðum: heilbrigði, vatn og hreinlæti, félagslegri aðild og valdeflingu, neyðarvörnum og að lokum uppbyggingu öflugra landsfélags Rauða krossins í Malaví. Einnig hlaut Rauði krossinn á Íslandi styrk til langtíma verkefnis sem snýr að uppbyggingu getu landsfélaga hreyfingarinnar í upplýsinga- og samskiptatækni. Verkefnið nær til landsfélaga Rauða krossins í Gana, Malaví, Síerra Leóne og Suður-Súdan. Verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar koma til framkvæmdar í Kebribeyah héraði í Sómalíufylki í Eþíópíu og hefst á næsta ári. Um er að ræða framhald verkefnis sem styrkt var á árunum 2018-2020 með áherslu á viðnámsþrótt gegn loftlagsbreytingum og bætt lífviðurværi íbúa í héraðinu. Af skammtímaverkefnunum eru tvö unnin í Kenía, annars vegar verkefni á vegum ABC barnahjálpar sem snýr að bættri aðstöðu við skóla ABC í Naíróbí og hins vegar verkefni Sambands íslenskra kristniboðsfélaga um styrkingu innviða í framhaldsskólum á vegum samtakanna. Aurora velgerðarsjóður hlýtur nýliðastyrk til verkefnis í Síerra Leóne sem snýr að endurreisn leirkeraverkstæðisins Lettie Stuart Pottery með áherslu á sjálfbæran rekstur verkstæðisins og stöðuga atvinnu nemenda. Einnig hljóta Stómasamtökin á Íslandi styrk vegna verkefnis sem snýr að stómaþegum í Sambíu og felur í sér að auka skilning stómaþega sjálfra, heilbrigðisyfirvalda og heilbrigðisstarfsfólks á því hvaða þjónustu stómaþegar þurfa að fá og geta vænst innan heilbrigðiskerfa. Íslensk félagasamtök eru mikilvægir samstarfsaðilar í þróunarsamvinnu og samstarf við ráðuneytið hefur aukist undanfarin ár. Fjölbreytt flóra samtaka er til staðar á Íslandi og félagasamtök gegna oft lykilhlutverki í baráttunni fyrir auknum réttindum og bættum aðbúnaði þeirra sem búa við fátækt og hvers kyns mismunun. Umsóknarfrestir fyrir verkefni á sviði þróunarsamvinnu eru auglýstir árlega. Sjá nánar á vef stjórnarráðsins. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst á vef utanríkisráðuneytisins.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst á vef utanríkisráðuneytisins.
Þróunarsamvinna Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent