Jón Páll segir vegið að starfsheiðri sínum og telur uppsögnina ólögmæta Sindri Sverrisson skrifar 15. júlí 2020 16:36 Jón Páll Pálmason gerði samning til þriggja ára við Víking Ólafsvík en var svo rekinn eftir að hafa stýrt liðinu í fimm deildarleikjum. vísir/ólafsvík Jón Páll Pálmason hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að hann var rekinn frá Víkingi Ólafsvík í vikunni. Hann var ráðinn til að stýra karlaliði félagsins í fótbolta næstu þrjú árin en látinn fara eftir fimm deildarleiki. Jón Páll segist í yfirlýsingu telja brottvísun sína ólögmæta og hefur hann falið lögmanni að gæta hagsmuna sinna. Hann kveðst ekki hafa fengið uppsagnarbréf fyrr en 21 klukkustund eftir að félagið tilkynnti fjölmiðlum um uppsögnina. Ástæðan sem honum var gefin fyrir uppsögninni er sú að hann hafi ekki sinnt skyldum sínum nægilega vel sem yfirþjálfari yngri flokka en því hafnar Jón Páll alfarið. Hann telji gróflega vegið að sínum starfsheiðri og hafi því ákveðið að hafna því að skrifa undir starfslokasamning. Víkingur er með sex stig eftir fyrstu fimm leiki sína í Lengjudeildinni en liðið var auk þess hársbreidd frá því að slá Víking Reykjavík út úr Mjólkurbikarnum. Í tilkynningu frá stjórn Víkings Ó. sagði að stjórninni hefði einfaldlega ekki þótt samstarfið hafa gengið upp og því hefði verið ákveðið að segja Jóni Páli upp. Félagið hefur ekki tjáð sig frekar um málið. Yfirlýsing Jóns Páls Kæru vinir, Á snörpum fundi síðastliðið mánudagskvöld, þann 13 júlí var mér sagt upp störfum hjá Knattspyrnudeild Víkings Ólafsvík. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir af minni hálfu um að fá uppsagnarbréf og ástæðu uppsagnar skriflega frá félaginu fékk ég þær ekki fyrr en 21 klukkustund eftir að félagið hafði tilkynnt fjölmiðlum um uppsögnina. Á sunnudag sendi ég stjórn knattspyrnudeildar bréf. Þar legg ég fram tillögur um nauðsynlegar breytingar til að auka öryggi og heilsu leikmanna félagsins þegar kom að búsetuskilyrðum og ferðalögum liðsins í útileiki. Félagið segir í bréfi til mín að ástæða uppsagnarinnar sé mikil óánægja með störf mín sem yfirþjálfari yngri flokka þar sem til að mynda viðvera mín hafi ekki verið næg. Ég hafna þessum ásökunum alfarið og tel gróflega vegið að heiðri mínum sem fagmanni í starfi, sem ég hef lagt líf og sál í undanfarna tæpa tvo áratugi. Þar af leiðandi hef ég ákveðið að hafna því að skrifa undir starfslokasamning við félagið. Ég tel brottvísun mína ólögmæta og hef falið lögmanni að gæta hagsmuna minna vegna þess. Ég vil þakka stuðningsmönnum, leikmönnum meistaraflokks karla, leikmönnum yngri flokka Víkings/Reynis og Snæfellsnessamstarfsins, aðstoðarþjálfurum mínum í mfl. og yngri flokkum og foreldrum fyrir gott samstarf. Starfsfólki íþróttahússins vil ég þakka sérstaklega fyrir að hafa tekið frábærlega á móti mér og fjölskyldu minni. Mbk, Jón Páll Pálmason Íslenski boltinn Lengjudeildin Víkingur Ólafsvík Tengdar fréttir Jón Páll rekinn frá Víkingi Ólafsvík Jón Páll Pálmason hefur verið rekinn úr starfi þjálfara hjá Víkingi Ólafsvík en þetta staðfesti félagið í kvöld. 13. júlí 2020 19:42 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Jón Páll Pálmason hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að hann var rekinn frá Víkingi Ólafsvík í vikunni. Hann var ráðinn til að stýra karlaliði félagsins í fótbolta næstu þrjú árin en látinn fara eftir fimm deildarleiki. Jón Páll segist í yfirlýsingu telja brottvísun sína ólögmæta og hefur hann falið lögmanni að gæta hagsmuna sinna. Hann kveðst ekki hafa fengið uppsagnarbréf fyrr en 21 klukkustund eftir að félagið tilkynnti fjölmiðlum um uppsögnina. Ástæðan sem honum var gefin fyrir uppsögninni er sú að hann hafi ekki sinnt skyldum sínum nægilega vel sem yfirþjálfari yngri flokka en því hafnar Jón Páll alfarið. Hann telji gróflega vegið að sínum starfsheiðri og hafi því ákveðið að hafna því að skrifa undir starfslokasamning. Víkingur er með sex stig eftir fyrstu fimm leiki sína í Lengjudeildinni en liðið var auk þess hársbreidd frá því að slá Víking Reykjavík út úr Mjólkurbikarnum. Í tilkynningu frá stjórn Víkings Ó. sagði að stjórninni hefði einfaldlega ekki þótt samstarfið hafa gengið upp og því hefði verið ákveðið að segja Jóni Páli upp. Félagið hefur ekki tjáð sig frekar um málið. Yfirlýsing Jóns Páls Kæru vinir, Á snörpum fundi síðastliðið mánudagskvöld, þann 13 júlí var mér sagt upp störfum hjá Knattspyrnudeild Víkings Ólafsvík. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir af minni hálfu um að fá uppsagnarbréf og ástæðu uppsagnar skriflega frá félaginu fékk ég þær ekki fyrr en 21 klukkustund eftir að félagið hafði tilkynnt fjölmiðlum um uppsögnina. Á sunnudag sendi ég stjórn knattspyrnudeildar bréf. Þar legg ég fram tillögur um nauðsynlegar breytingar til að auka öryggi og heilsu leikmanna félagsins þegar kom að búsetuskilyrðum og ferðalögum liðsins í útileiki. Félagið segir í bréfi til mín að ástæða uppsagnarinnar sé mikil óánægja með störf mín sem yfirþjálfari yngri flokka þar sem til að mynda viðvera mín hafi ekki verið næg. Ég hafna þessum ásökunum alfarið og tel gróflega vegið að heiðri mínum sem fagmanni í starfi, sem ég hef lagt líf og sál í undanfarna tæpa tvo áratugi. Þar af leiðandi hef ég ákveðið að hafna því að skrifa undir starfslokasamning við félagið. Ég tel brottvísun mína ólögmæta og hef falið lögmanni að gæta hagsmuna minna vegna þess. Ég vil þakka stuðningsmönnum, leikmönnum meistaraflokks karla, leikmönnum yngri flokka Víkings/Reynis og Snæfellsnessamstarfsins, aðstoðarþjálfurum mínum í mfl. og yngri flokkum og foreldrum fyrir gott samstarf. Starfsfólki íþróttahússins vil ég þakka sérstaklega fyrir að hafa tekið frábærlega á móti mér og fjölskyldu minni. Mbk, Jón Páll Pálmason
Yfirlýsing Jóns Páls Kæru vinir, Á snörpum fundi síðastliðið mánudagskvöld, þann 13 júlí var mér sagt upp störfum hjá Knattspyrnudeild Víkings Ólafsvík. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir af minni hálfu um að fá uppsagnarbréf og ástæðu uppsagnar skriflega frá félaginu fékk ég þær ekki fyrr en 21 klukkustund eftir að félagið hafði tilkynnt fjölmiðlum um uppsögnina. Á sunnudag sendi ég stjórn knattspyrnudeildar bréf. Þar legg ég fram tillögur um nauðsynlegar breytingar til að auka öryggi og heilsu leikmanna félagsins þegar kom að búsetuskilyrðum og ferðalögum liðsins í útileiki. Félagið segir í bréfi til mín að ástæða uppsagnarinnar sé mikil óánægja með störf mín sem yfirþjálfari yngri flokka þar sem til að mynda viðvera mín hafi ekki verið næg. Ég hafna þessum ásökunum alfarið og tel gróflega vegið að heiðri mínum sem fagmanni í starfi, sem ég hef lagt líf og sál í undanfarna tæpa tvo áratugi. Þar af leiðandi hef ég ákveðið að hafna því að skrifa undir starfslokasamning við félagið. Ég tel brottvísun mína ólögmæta og hef falið lögmanni að gæta hagsmuna minna vegna þess. Ég vil þakka stuðningsmönnum, leikmönnum meistaraflokks karla, leikmönnum yngri flokka Víkings/Reynis og Snæfellsnessamstarfsins, aðstoðarþjálfurum mínum í mfl. og yngri flokkum og foreldrum fyrir gott samstarf. Starfsfólki íþróttahússins vil ég þakka sérstaklega fyrir að hafa tekið frábærlega á móti mér og fjölskyldu minni. Mbk, Jón Páll Pálmason
Íslenski boltinn Lengjudeildin Víkingur Ólafsvík Tengdar fréttir Jón Páll rekinn frá Víkingi Ólafsvík Jón Páll Pálmason hefur verið rekinn úr starfi þjálfara hjá Víkingi Ólafsvík en þetta staðfesti félagið í kvöld. 13. júlí 2020 19:42 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Jón Páll rekinn frá Víkingi Ólafsvík Jón Páll Pálmason hefur verið rekinn úr starfi þjálfara hjá Víkingi Ólafsvík en þetta staðfesti félagið í kvöld. 13. júlí 2020 19:42