Yfirlýsing Sjómannafélags Íslands Jónas Garðarsson skrifar 15. júlí 2020 16:30 Gamli Herjólfur mannaður verkfallsbrjótum sigldi út úr Vestmannaeyjahöfn til Landeyjarhafnar upp úr hádegi. Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa þar með brotið grunnréttindi launafólks; lög um vinnudeilur og gegn dómi Félagsdóms í liðinni viku. Útgerð Herjólfs ohf. sem er í eigu Vestmannaeyjabæjar notar eigur ríkisins til þess að beita launafólk lögleysu og ofríki. Bæjaryfirvöld í Eyjum beita þernur og háseta fádæma ofríki og viðhafa vinnubrögð sem hafa ekki þekkst frá í Kreppunni miklu og setningu laga árið 1938 um vinnustöðvanir. Þar segir í 18. grein: „Þegar vinnustöðvun hefur verið löglega hafin, er þeim, sem hún að einhverju leyti beinist gegn, óheimilt að stuðla að því að afstýra henni með aðstoð einstakra meðlima þeirra félaga eða sambanda, sem að vinnustöðvuninni standa.“ Frá setningu laganna hefur ekki hefur verið ágreiningur um rétt launafólks til vinnustöðvana, eða í 82 ár. Nú hefur opinbert hlutafélag brotið grundvallarreglu á vinnumarkaði. Bæjarútgerðin í Eyjum brýtur grunnréttindi launafólks og notar til þess eigur ríkisins. Alvarlegra getur málið ekki verið. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hlýtur að stöðva lögleysu bæjaryfirvalda í Eyjum. Fyrir níu dögum dæmdi Félagsdómur verkfall Sjómannafélags Íslands löglegt. Dómurinn dæmdi að bæjarútgerð Vestmannaeyja bæri að gera kjarasamning við fólkið um borð í Herjólfi. Það er rétt að upplýsa að vinnuskylda háseta og þerna sem annarra skipverja um borð í Herjólfi er frá hálfsjö að morgni fram yfir miðnætti til klukkan hálftvö. Vinnutími fólksins er að 2/3 utan dagvinnutíma. Fólkinu er gert að vinna þrjár helgar í mánuði og alla hátíðsdaga. Bæjaryfirvöld í Eyjum neita að fylgja fordæmi Eimskips og Samskips og fjölga þernum úr 3 í 5 yfir hásumarið vegna álags. Þegar vélstjóri gekk í land og brottför tafðist, fór venslamaður bæjarfulltrúa í plássið og innsiglaði og innmúraði aðild bæjaryfirvalda að lögleysunni. Framkvæmdastjóri útgerðarfélags bæjarstjórnar segir að gamla Herjólfi hafi seinkað þar sem skipið hafi legið lengi við bryggju og sigli þar sem nýi Herjólfur fari senn í skoðun. Sannleiksunnandi í stól framkvæmdastjóra, eða hvað finnst leasanda? Sonur framkvæmdastjórans er meðal verkfallsbrjóta. Auðvitað gildir einu hvort nýi eða gamli Herjólfur sigli, lögbrotið er hið sama. Siglingamálastofnun hlýtur að ganga úr skugga um hvort alls öryggis um borð sé fullnægt. Bæjaryfirvöld bera fulla ábyrgð ofríkinu í Eyjum. Íris Róbertsdóttir bæjarstýra segir að deilan sé ekki á hennar borði. Bæjarstýra er að skjóta sér undan ábyrgð svo eftir er tekið. Íris heldur á eina hlutabréfinu í Bæjarútgerðinni sem rekur Herjólf. Fyrir hönd Sjómannafélags Íslands,Jónas Garðarsson formaður samninganefndar SÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Herjólfur Samgöngur Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Gamli Herjólfur mannaður verkfallsbrjótum sigldi út úr Vestmannaeyjahöfn til Landeyjarhafnar upp úr hádegi. Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa þar með brotið grunnréttindi launafólks; lög um vinnudeilur og gegn dómi Félagsdóms í liðinni viku. Útgerð Herjólfs ohf. sem er í eigu Vestmannaeyjabæjar notar eigur ríkisins til þess að beita launafólk lögleysu og ofríki. Bæjaryfirvöld í Eyjum beita þernur og háseta fádæma ofríki og viðhafa vinnubrögð sem hafa ekki þekkst frá í Kreppunni miklu og setningu laga árið 1938 um vinnustöðvanir. Þar segir í 18. grein: „Þegar vinnustöðvun hefur verið löglega hafin, er þeim, sem hún að einhverju leyti beinist gegn, óheimilt að stuðla að því að afstýra henni með aðstoð einstakra meðlima þeirra félaga eða sambanda, sem að vinnustöðvuninni standa.“ Frá setningu laganna hefur ekki hefur verið ágreiningur um rétt launafólks til vinnustöðvana, eða í 82 ár. Nú hefur opinbert hlutafélag brotið grundvallarreglu á vinnumarkaði. Bæjarútgerðin í Eyjum brýtur grunnréttindi launafólks og notar til þess eigur ríkisins. Alvarlegra getur málið ekki verið. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hlýtur að stöðva lögleysu bæjaryfirvalda í Eyjum. Fyrir níu dögum dæmdi Félagsdómur verkfall Sjómannafélags Íslands löglegt. Dómurinn dæmdi að bæjarútgerð Vestmannaeyja bæri að gera kjarasamning við fólkið um borð í Herjólfi. Það er rétt að upplýsa að vinnuskylda háseta og þerna sem annarra skipverja um borð í Herjólfi er frá hálfsjö að morgni fram yfir miðnætti til klukkan hálftvö. Vinnutími fólksins er að 2/3 utan dagvinnutíma. Fólkinu er gert að vinna þrjár helgar í mánuði og alla hátíðsdaga. Bæjaryfirvöld í Eyjum neita að fylgja fordæmi Eimskips og Samskips og fjölga þernum úr 3 í 5 yfir hásumarið vegna álags. Þegar vélstjóri gekk í land og brottför tafðist, fór venslamaður bæjarfulltrúa í plássið og innsiglaði og innmúraði aðild bæjaryfirvalda að lögleysunni. Framkvæmdastjóri útgerðarfélags bæjarstjórnar segir að gamla Herjólfi hafi seinkað þar sem skipið hafi legið lengi við bryggju og sigli þar sem nýi Herjólfur fari senn í skoðun. Sannleiksunnandi í stól framkvæmdastjóra, eða hvað finnst leasanda? Sonur framkvæmdastjórans er meðal verkfallsbrjóta. Auðvitað gildir einu hvort nýi eða gamli Herjólfur sigli, lögbrotið er hið sama. Siglingamálastofnun hlýtur að ganga úr skugga um hvort alls öryggis um borð sé fullnægt. Bæjaryfirvöld bera fulla ábyrgð ofríkinu í Eyjum. Íris Róbertsdóttir bæjarstýra segir að deilan sé ekki á hennar borði. Bæjarstýra er að skjóta sér undan ábyrgð svo eftir er tekið. Íris heldur á eina hlutabréfinu í Bæjarútgerðinni sem rekur Herjólf. Fyrir hönd Sjómannafélags Íslands,Jónas Garðarsson formaður samninganefndar SÍ
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar