Viðskipti erlent

Öflugur viðsnúningur í Kína

Hagtölur sem birtar voru í gær sýna hins vegar að hjól atvinnulífsins eru farin að snúast á ný.
Hagtölur sem birtar voru í gær sýna hins vegar að hjól atvinnulífsins eru farin að snúast á ný. Vísir/Getty

Hagvöxtur í Kína er nú hægt og bítandi að fara upp á við eftir djúpa 6,8 prósenta niðursveiflu fyrstu þrjá mánuði þessa árs í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. Aukningin nemur 3,2 prósentum á öðrum ársfjórðungi, eftir því sem fram kemur í frétt breska ríkisfjölmiðilsins BBC.

Verksmiðjum og fyrirtækjum var lokað þegar faraldurinn stóð sem hæst, sem var liður í aðgerðum stjórnvalda að ná tökum á útbreiðslu veirunnar. Hagtölur sem birtar voru í gær sýna hins vegar að hjól atvinnulífsins eru farin að snúast á ný og landsframleiðsla í Kína tekur við sér á milli apríl og júní.

Fylgst er grannt með gangi mála í Kína á fjármálamörkuðum heims, en viðsnúningurinn virðist öflugri en spár gerðu ráð fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×