Trump breytir umhverfisverndarlöggjöf til að hraða framkvæmdum Sylvía Hall skrifar 16. júlí 2020 07:28 Donald Trump. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að gera breytingar á löggjöf sem staðfest var af Richard Nixon, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, árið 1970. Löggjöfin skyldar ríkisstofnanir til þess að eiga samráð við almenning áður en ráðist er í framkvæmdir sem gætu haft áhrif á umhverfið. Forsetinn sagði breytingarnar vera tímamótaskref sem myndu jafnframt leiða til þess að hægt væri að flýta framkvæmdum í stórum innviðauppbyggingum. Sagði hann landsmenn mega búast við betri vegum og hraðbrautum vegna þeirra. „Við erum að endurheimta stolta arfleið Bandaríkjanna, að vera land sem kemur hlutum í verk,“ sagði forsetinn þegar hann tilkynnti ákvörðun sína. Kerfið fór í taugarnar á honum Með breytingunum er tímaramminn fyrir athugasemdir styttur og mun matsferlið vera tvö ár eða minna, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Ákvörðun forsetans hefur verið gagnrýnd og hefur verið bent á að með þessu sé verið að stórauka hættuna á mengandi framkvæmdum og minna gegnsæi. Forsetinn segir þó breytingarnar vera framfaraskref í átt að nútímalegra matsferli á umhverfisáhrifum. Ferlið sem hafi áður verið í gildi hafi verið „fáránlegt“ og hann hafi upplifað það sem stærstu hindrunina þegar ráðist var í framkvæmdir. „Með þeim breytingum sem við erum að gera eru tvö ár ekki undantekningin, þau verða reglan. Þetta mun minnka samþykktarferli fyrir hraðbrautir um 70 prósent,“ sagði forsetinn. Bandaríkin Tengdar fréttir Óð úr einu í annað á furðulegum „blaðamannafundi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti sakaði Joe Biden, væntanlegan mótframbjóðanda sinn, um að ætla að binda enda á glugga og úthverfi á furðulegum fundi með fréttamönnum í Hvíta húsinu í gær. 15. júlí 2020 11:04 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að gera breytingar á löggjöf sem staðfest var af Richard Nixon, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, árið 1970. Löggjöfin skyldar ríkisstofnanir til þess að eiga samráð við almenning áður en ráðist er í framkvæmdir sem gætu haft áhrif á umhverfið. Forsetinn sagði breytingarnar vera tímamótaskref sem myndu jafnframt leiða til þess að hægt væri að flýta framkvæmdum í stórum innviðauppbyggingum. Sagði hann landsmenn mega búast við betri vegum og hraðbrautum vegna þeirra. „Við erum að endurheimta stolta arfleið Bandaríkjanna, að vera land sem kemur hlutum í verk,“ sagði forsetinn þegar hann tilkynnti ákvörðun sína. Kerfið fór í taugarnar á honum Með breytingunum er tímaramminn fyrir athugasemdir styttur og mun matsferlið vera tvö ár eða minna, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Ákvörðun forsetans hefur verið gagnrýnd og hefur verið bent á að með þessu sé verið að stórauka hættuna á mengandi framkvæmdum og minna gegnsæi. Forsetinn segir þó breytingarnar vera framfaraskref í átt að nútímalegra matsferli á umhverfisáhrifum. Ferlið sem hafi áður verið í gildi hafi verið „fáránlegt“ og hann hafi upplifað það sem stærstu hindrunina þegar ráðist var í framkvæmdir. „Með þeim breytingum sem við erum að gera eru tvö ár ekki undantekningin, þau verða reglan. Þetta mun minnka samþykktarferli fyrir hraðbrautir um 70 prósent,“ sagði forsetinn.
Bandaríkin Tengdar fréttir Óð úr einu í annað á furðulegum „blaðamannafundi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti sakaði Joe Biden, væntanlegan mótframbjóðanda sinn, um að ætla að binda enda á glugga og úthverfi á furðulegum fundi með fréttamönnum í Hvíta húsinu í gær. 15. júlí 2020 11:04 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Óð úr einu í annað á furðulegum „blaðamannafundi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti sakaði Joe Biden, væntanlegan mótframbjóðanda sinn, um að ætla að binda enda á glugga og úthverfi á furðulegum fundi með fréttamönnum í Hvíta húsinu í gær. 15. júlí 2020 11:04