Vöndum fréttaflutning um langtímaáhrif Covid-19 Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 16. júlí 2020 10:30 Ég er ein þeirra Íslendinga sem fékk Covid-19. Ég fór í sóttkví um miðjan mars og greindist svo í kjölfarið. Það var áfall að fá greininguna – enda mikil óvissa á þessum tíma. Lítið var vitað um þróun sjúkdómsins eða áhrif og það var bara tekinn einn dagur í einu. Við sem veiktumst vorum undir vökulu eftirliti lækna og hjúkrunarfræðinga. Göngudeild Covid var virk og símhringingarnar margar. Einkenni voru rædd allavega annan hvern dag og svo metið út frá því hvenær möguleiki væri á að losna úr einangrun. Einkennalaus í sjö daga er setning sem var hamrað á og ef það kom niðursveifla þá hringdu læknarnir oftar – eftirlitið var gott. Þó breyttust ráðleggingar oft á milli daga – því allir voru að læra jafnóðum. Sjúklingar og heilbrigðisstarfsfólk. Þegar kom að útskrift hjá mér, eftir 26 daga í einangrun, hringdi læknir í mig til að fara yfir stöðuna. Hún sagði mér að ég myndi útskrifast daginn eftir. Ég vissi það svo sem og var búin að undirbúa börnin mín – en hún sagði mér svo í kjölfarið að ég mætti ekki hitta yngstu dóttur mína í 14 daga til viðbótar. Því hún er í áhættuhópi. Ég hrundi – grét með ekkasogum svo ég kom ekki upp orði. Læknirinn lagði sig alla fram við að hugga mig. Sagðist ætla að skoða þetta betur – heyra betur í mér. Daginn eftir tók ég við þremur símtölum. Einu frá lækni, öðru frá hjúkrunarfræðingi og þriðja frá sálfræðingi – því þannig var þetta í einangruninni – ef líðanin, andlega eða líkamlega, breyttist þá var brugðist við. Núna eru rúmir 90 dagar síðan ég útskrifaðist og byrjaði að upplifa eftirköst veirunnar og í dag er ég aðeins 85% af þeirri manneskju sem ég var áður en hún festi sig í líkamanum mínum. Ég er þreytt og þreklaus, ég er með talsvert meiri einbeitingarskort en áður, líkaminn safnar bjúg – sem gerðist aldrei áður og ég fæ hjartsláttatruflanir reglulega. Daglega les ég fréttir um mögulegar afleiðingar veirunnar, möguleikann á því að ég verði aldrei aftur söm, möguleikana á að ég gæti fengið blóðtappa, heilablóðfall, nýrnabilun eða aðra alvarlega sjúkdóma. Ég veiktist hinsvegar ekki mikið – ég er mun veikari í eftirköstunum. En núna er engin eftirfylgni – enginn sem passar upp á okkur sem sitjum uppi með eftirköstin og lesum fréttir um mögulegar afleiðingar þeirra. Enginn sem heldur utan um andlega heilsu okkar og fræðir okkur um málið. Auðvitað á að fjalla um öll mál og allar hliðar. Þegar faraldurinn stóð sem hæst stóðu fyrrum kollegar mínir vaktina með prýði og yfirvegun. Það væri því fallegt, af virðingu við okkur – sem enn glímum við eftirköstin, að vanda fréttaflutning jafn mikið núna og ekki bara henda fram öllum þeim hugmyndum og greinum sem birtast um möguleg eða líkleg áhrif veirunnar sem stórfrétt eða staðreynd. Því við erum fólk sem fengum hana, fólk sem lifir í ótta um að hún geti jafnvel enn dregið okkur til dauða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ég er ein þeirra Íslendinga sem fékk Covid-19. Ég fór í sóttkví um miðjan mars og greindist svo í kjölfarið. Það var áfall að fá greininguna – enda mikil óvissa á þessum tíma. Lítið var vitað um þróun sjúkdómsins eða áhrif og það var bara tekinn einn dagur í einu. Við sem veiktumst vorum undir vökulu eftirliti lækna og hjúkrunarfræðinga. Göngudeild Covid var virk og símhringingarnar margar. Einkenni voru rædd allavega annan hvern dag og svo metið út frá því hvenær möguleiki væri á að losna úr einangrun. Einkennalaus í sjö daga er setning sem var hamrað á og ef það kom niðursveifla þá hringdu læknarnir oftar – eftirlitið var gott. Þó breyttust ráðleggingar oft á milli daga – því allir voru að læra jafnóðum. Sjúklingar og heilbrigðisstarfsfólk. Þegar kom að útskrift hjá mér, eftir 26 daga í einangrun, hringdi læknir í mig til að fara yfir stöðuna. Hún sagði mér að ég myndi útskrifast daginn eftir. Ég vissi það svo sem og var búin að undirbúa börnin mín – en hún sagði mér svo í kjölfarið að ég mætti ekki hitta yngstu dóttur mína í 14 daga til viðbótar. Því hún er í áhættuhópi. Ég hrundi – grét með ekkasogum svo ég kom ekki upp orði. Læknirinn lagði sig alla fram við að hugga mig. Sagðist ætla að skoða þetta betur – heyra betur í mér. Daginn eftir tók ég við þremur símtölum. Einu frá lækni, öðru frá hjúkrunarfræðingi og þriðja frá sálfræðingi – því þannig var þetta í einangruninni – ef líðanin, andlega eða líkamlega, breyttist þá var brugðist við. Núna eru rúmir 90 dagar síðan ég útskrifaðist og byrjaði að upplifa eftirköst veirunnar og í dag er ég aðeins 85% af þeirri manneskju sem ég var áður en hún festi sig í líkamanum mínum. Ég er þreytt og þreklaus, ég er með talsvert meiri einbeitingarskort en áður, líkaminn safnar bjúg – sem gerðist aldrei áður og ég fæ hjartsláttatruflanir reglulega. Daglega les ég fréttir um mögulegar afleiðingar veirunnar, möguleikann á því að ég verði aldrei aftur söm, möguleikana á að ég gæti fengið blóðtappa, heilablóðfall, nýrnabilun eða aðra alvarlega sjúkdóma. Ég veiktist hinsvegar ekki mikið – ég er mun veikari í eftirköstunum. En núna er engin eftirfylgni – enginn sem passar upp á okkur sem sitjum uppi með eftirköstin og lesum fréttir um mögulegar afleiðingar þeirra. Enginn sem heldur utan um andlega heilsu okkar og fræðir okkur um málið. Auðvitað á að fjalla um öll mál og allar hliðar. Þegar faraldurinn stóð sem hæst stóðu fyrrum kollegar mínir vaktina með prýði og yfirvegun. Það væri því fallegt, af virðingu við okkur – sem enn glímum við eftirköstin, að vanda fréttaflutning jafn mikið núna og ekki bara henda fram öllum þeim hugmyndum og greinum sem birtast um möguleg eða líkleg áhrif veirunnar sem stórfrétt eða staðreynd. Því við erum fólk sem fengum hana, fólk sem lifir í ótta um að hún geti jafnvel enn dregið okkur til dauða.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun