Loftslagsváin - hvert er hlutverk almennings Böðvar Jónsson skrifar 16. júlí 2020 15:57 Stóru málin sem mannkynið á við að stríða um þessar mundir má lækna með einu og sama lyfinu, samstilltu átaki í einingu allra þjóða. Þetta á við um heimsfaraldurinn sem Covid 19 veiran býður upp á, faraldur sem ekki sér fyrir endann á. Fjölmiðlar greina daglega frá stöðunni ekki bara hér á landi heldur vítt um heimsbyggðina. Við þessar aðstæður er kannski ekki að undra þótt annað stórmál falli í skuggann, en sem ekki er síður knýjandi að takast á við. Þetta er loftslagsváin og hlýnun jarðar. Þrátt fyrir lát á fréttum og upplýsingagjöf mallar þessi vandi eins og djúpstæð sýking í líkama heimsins. Við vorum svo lánssöm að um margra mánaða skeið hélt ung sænsk stúlka með einstæðum hætti og hugrekki athygli okkar vakandi varðandi þetta mál. Hún minnti okkur á stúlkuna í sögu H.C. Andersen um nýju fötin keisarans þegar í ljós kom að þrátt fyrir sáttmála og hástemmdar yfirlýsingar þjóðarleiðtoga um aðgerðir og stefnumarkanir þá stóðu þeir eins og keisarinn forðum naktir og klæðlausir frammi fyrir mannkyninu þegar kom að efnd loforðanna um lausn vandans. Enn og aftur er eining lyfið og lausnarorðið. Við sem erum nógu gömul munum þá tíma þegar íslendingar keyrðu um á gömlum og slitnum bílum en þá þurfti oft að kalla til hóp til að ýta í gang. Þá réðist árangurinn af því að vera samtaka og að allir ýttu í sömu átt. Í bókinni „Persuit of HOPE, A guide for the seeker“, talar vistfræðingurinn Arthur Lyon Dahl til okkar sem einstaklinga sem byggja þennan heim og bendir okkur á leiðir til að leggja af mörkum sem einstaklingar eða hópar með samstillt markmið gegn ýmsum meinsemdum vestræns neyslusamfélags. Að talað sé til okkar, íbúa heimsins, sem einstaklinga í þeim tilgangi að samstilla kraftana til að takast á við aðsteðjandi vanda er ekki nýtt, slíkt gerðist 1992 í tengslum við Heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Ríó um sjálfbæra þróun. Þá varð til Dagskrá 21 sem var framkvæmdaáætlun um málefni ráðstefnunnar, undirrituð af fulltrúum 179 þjóða. Samþykktinni var ætlað að vekja þjóðir heims til vitundar um að vinna að sjálfbærri þróun á heimsvísu. Þegar ljóst varð að Dagskrá 21 væri ekki nægilega mótuð fyrir hvert samfélag var samin Staðardagskrá 21 sem sveitarstjórnir gátu stuðst við. Þannig var stefnt að því að ná til grasrótarinnar. Á þessum tíma urðu til einkunnarorðin: Hugsaðu hnattrænt framkvæmdu heima. (Think globally act locally.) Ráðstefnan í Ríó átti sína „Gretu Thunberg“ en hún hét annað, hún hét Severn Cullis-Suzuki. Tólf ára flutti hún ræðu yfir leiðtogum þjóðanna í Ríó. Ræðuna má enn finna á netinu. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að það verði ekki leiðtogar þjóðanna sem leysi þau heimsvíðu knýjandi verkefni sem við blasa. Meðal þeirra er óeiningin og togstreitan um auð og völd of rótgróin. Þetta eru mest rígfullorðnir karlmenn fastir í gömlum tíma og gömlum stjórnarháttum en undantekninguna sem sannar regluna má finna í kvenleiðtoga á suðurhveli jarðar. Við blasir að grasrót mannkynsins verði að koma til skjalanna því stóru ráðstefnurnar og sáttmálarnir sem leiðtogarnir hafa undirritað við hátíðlegar athafnir hafa einfaldlega ekki skilað þeim árangri sem við þegnarnir ætlumst til. Einmitt í dag birta fjölmiðlar frétt frá grasrótinni. Greta Thunberg ásamt fjölda aðgerðasinna senda leiðtogum heimsins opið bréf, þar sem kallað er eftir því að þeir fari að líta á loftslagsvandann sem alvöru ógn við mannkynið. Í tengslum við fréttina er almenningi boðið upp á að undirrita bréfið. Höfundur er lyfjafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Böðvar Jónsson Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Stóru málin sem mannkynið á við að stríða um þessar mundir má lækna með einu og sama lyfinu, samstilltu átaki í einingu allra þjóða. Þetta á við um heimsfaraldurinn sem Covid 19 veiran býður upp á, faraldur sem ekki sér fyrir endann á. Fjölmiðlar greina daglega frá stöðunni ekki bara hér á landi heldur vítt um heimsbyggðina. Við þessar aðstæður er kannski ekki að undra þótt annað stórmál falli í skuggann, en sem ekki er síður knýjandi að takast á við. Þetta er loftslagsváin og hlýnun jarðar. Þrátt fyrir lát á fréttum og upplýsingagjöf mallar þessi vandi eins og djúpstæð sýking í líkama heimsins. Við vorum svo lánssöm að um margra mánaða skeið hélt ung sænsk stúlka með einstæðum hætti og hugrekki athygli okkar vakandi varðandi þetta mál. Hún minnti okkur á stúlkuna í sögu H.C. Andersen um nýju fötin keisarans þegar í ljós kom að þrátt fyrir sáttmála og hástemmdar yfirlýsingar þjóðarleiðtoga um aðgerðir og stefnumarkanir þá stóðu þeir eins og keisarinn forðum naktir og klæðlausir frammi fyrir mannkyninu þegar kom að efnd loforðanna um lausn vandans. Enn og aftur er eining lyfið og lausnarorðið. Við sem erum nógu gömul munum þá tíma þegar íslendingar keyrðu um á gömlum og slitnum bílum en þá þurfti oft að kalla til hóp til að ýta í gang. Þá réðist árangurinn af því að vera samtaka og að allir ýttu í sömu átt. Í bókinni „Persuit of HOPE, A guide for the seeker“, talar vistfræðingurinn Arthur Lyon Dahl til okkar sem einstaklinga sem byggja þennan heim og bendir okkur á leiðir til að leggja af mörkum sem einstaklingar eða hópar með samstillt markmið gegn ýmsum meinsemdum vestræns neyslusamfélags. Að talað sé til okkar, íbúa heimsins, sem einstaklinga í þeim tilgangi að samstilla kraftana til að takast á við aðsteðjandi vanda er ekki nýtt, slíkt gerðist 1992 í tengslum við Heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Ríó um sjálfbæra þróun. Þá varð til Dagskrá 21 sem var framkvæmdaáætlun um málefni ráðstefnunnar, undirrituð af fulltrúum 179 þjóða. Samþykktinni var ætlað að vekja þjóðir heims til vitundar um að vinna að sjálfbærri þróun á heimsvísu. Þegar ljóst varð að Dagskrá 21 væri ekki nægilega mótuð fyrir hvert samfélag var samin Staðardagskrá 21 sem sveitarstjórnir gátu stuðst við. Þannig var stefnt að því að ná til grasrótarinnar. Á þessum tíma urðu til einkunnarorðin: Hugsaðu hnattrænt framkvæmdu heima. (Think globally act locally.) Ráðstefnan í Ríó átti sína „Gretu Thunberg“ en hún hét annað, hún hét Severn Cullis-Suzuki. Tólf ára flutti hún ræðu yfir leiðtogum þjóðanna í Ríó. Ræðuna má enn finna á netinu. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að það verði ekki leiðtogar þjóðanna sem leysi þau heimsvíðu knýjandi verkefni sem við blasa. Meðal þeirra er óeiningin og togstreitan um auð og völd of rótgróin. Þetta eru mest rígfullorðnir karlmenn fastir í gömlum tíma og gömlum stjórnarháttum en undantekninguna sem sannar regluna má finna í kvenleiðtoga á suðurhveli jarðar. Við blasir að grasrót mannkynsins verði að koma til skjalanna því stóru ráðstefnurnar og sáttmálarnir sem leiðtogarnir hafa undirritað við hátíðlegar athafnir hafa einfaldlega ekki skilað þeim árangri sem við þegnarnir ætlumst til. Einmitt í dag birta fjölmiðlar frétt frá grasrótinni. Greta Thunberg ásamt fjölda aðgerðasinna senda leiðtogum heimsins opið bréf, þar sem kallað er eftir því að þeir fari að líta á loftslagsvandann sem alvöru ógn við mannkynið. Í tengslum við fréttina er almenningi boðið upp á að undirrita bréfið. Höfundur er lyfjafræðingur.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun