Innlent

Af­lýsa Hlaupa­há­tíð Vest­fjarða vegna veðurs

Telma Tómasson skrifar
Mikil rigningarspá gekk eftir á Vestfjörðum.
Mikil rigningarspá gekk eftir á Vestfjörðum. Vísir/Vilhelm

Vegna veðurs ákváðu skipuleggjendur að aflýsa Hlaupahátíð Vestfjarða sem halda átti um helgina. Í gær átti að fara fram Skálavíkurhlaup, í dag Arnarneshlaup, fjallahjólreiðar á morgun og tvöföld Vesturgata á sunnudag.

Hluti dagskrárinnar var keppni í þríþraut, enda var einnig boðið upp á keppni í sjósundi.

Í tilkynningu til keppenda segir að vegna mjög slæmra veðurskilyrða og skriðuhættu á keppnissvæðum sjái skipuleggjendur sér ekki fært að tryggja öryggi keppenda og hafi í samráði við Veðurstofu aflýst hlaupahátíðinni.

Skriða féll einmitt við Bolafjall í gær, þar sem keppendur áttu meðal annars að fara um í fyrsta hlaupinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×