Logi hefur stýrt 188 leikjum í deildinni síðan Eiður Smári spilaði þar síðast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2020 10:00 Nýir þjálfarar FH-liðsins eru þeir Eiður Smári Guðjohnsen og Logi Ólafsson. Myndin er Instagram síðu FH-inga þegar þeir kynntu nýja þjálfarateymið. Mynd/Instagram Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen tóku í gær við þjálfun FH í Pepsi Max deild karla. Logi er einn reyndasti þjálfari í sögu deildarinnar en Eiður Smári er að þjálfa í henni í fyrsta sinn. Eiður Smári Guðjohnsen kom síðast að deildinni sem leikmaður KR sumarið 1998. Síðasti leikur hans með Vesturbæjarfélaginu var á móti Fram á KR-vellinum 30. júlí 1998. Eiður Smári samdi við enska 1. deildarfélagið Bolton fjórum dögum síðar en hann stóð sig vel í æfingaleikjum með enska félaginu og var boðinn samningur í kjölfarið. Eiður Smári fór frá Bolton til Chelsea sumarið 2000 og svo til Barcelona árið 2006. Hann spilaði síðan í Frakklandi, Grikklandi, Belgíu, Kína og Noregi áður en ferli hans lauk sumarið 2016. Logi Ólafsson var þjálfari Skagamanna þegar Eiður Smári lék síðast í deildinni fyrir 22 árum síðan. Logi hefur síðan stýrt FH, KR, Selfoss, Stjörnunni og Víkingi í deildinni. Logi hefur alls stýrt liðum í 188 leikjum í úrvalsdeild karla síðan Eiður Smári spilaði þar síðast. Logi hefur fagnað sigri í 80 af þessum 188 leikjum. 18 af þessum 188 leikjum voru í fyrra skiptið sem Logi þjálfari FH og kom liðinu upp í efstu deild sumarið 2000 en FH-ingar hafa verið þar síðan. Logi og Eiður Smári mættust í deildinni 1998 en lið þeirra ÍA og KR gerðu þá 1-1 jafntefli. Eiður Smári lagði upp mark KR sem Andri Sigþórsson skoraði en Heimir Guðjónsson, núverandi þjálfari Vals, lagði aftur á móti upp jöfnunarmark Skagamanna sem Kristján Jóhannsson skoraði. Fimm árum síðar störfuðu þeir aftur saman með íslenska landsliðinu. Eiður Smári fékk einmitt fyrst fyrirliðabandið hjá Loga Ólafssyni en það var í 2-1 sigri á Færeyjum á Laugardalsvellinum 7. júní 2003. Logi hafði einnig verið sá sem valdi Eið Smára fyrstan í landsliðið en undir stjórn Loga spilaði Eiður Smári sinn fyrsta landsleik út í Eistlandi 24. apríl 1996. Þjálfarferill Loga Ólafssonar í efstu deild síðan að Eiður Smári Guðjohnsen spilaði þar síðast: 1998 - ÍA - 7 leikir 1999 - ÍA - 17 leikir 2001 - FH - 18 leikir 2007 - KR - 7 leikir 2008 - KR - 22 leikir 2009 - KR - 22 leikir 2010 - KR - 11 leikir 2012 - Selfoss - 22 leikir 2013 - Stjarnan - 22 leikir 2017 - Víkingur R. - 18 leikir 2018 - Víkingur R. - 22 leikir Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Eiður segir margt hægt að bæta hjá FH: „Fannst þetta kjörið tækifæri fyrir mig“ „Þetta kom náttúrulega svolítið snöggt og óvænt upp á en ég er bara fullur tilhlökkunar,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen en þeir Logi Ólafsson hafa verið ráðnir þjálfarar karlaliðs FH í fótbolta og munu stýra því út tímabilið. 16. júlí 2020 19:00 „Hefði ekki stokkið til nema í þessu tilviki“ „Ég held að ég hefði ekki stokkið til nema í þessu tilviki,“ segir hinn 65 ára gamli Logi Ólafsson sem eftir 21 mánaðar hlé frá þjálfun er tekinn við FH. Þeir Eiður Smári Guðjohnsen munu stýra FH að minnsta kosti út tímabilið. 16. júlí 2020 19:30 Eiður mun áfram starfa fyrir KSÍ Eiður Smári Guðjohnsen, nýráðinn þjálfari karlaliðs FH í fótbolta, verður áfram aðstoðarþjálfari U21-landsliðs karla líkt og undanfarin misseri. 16. júlí 2020 20:00 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira
Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen tóku í gær við þjálfun FH í Pepsi Max deild karla. Logi er einn reyndasti þjálfari í sögu deildarinnar en Eiður Smári er að þjálfa í henni í fyrsta sinn. Eiður Smári Guðjohnsen kom síðast að deildinni sem leikmaður KR sumarið 1998. Síðasti leikur hans með Vesturbæjarfélaginu var á móti Fram á KR-vellinum 30. júlí 1998. Eiður Smári samdi við enska 1. deildarfélagið Bolton fjórum dögum síðar en hann stóð sig vel í æfingaleikjum með enska félaginu og var boðinn samningur í kjölfarið. Eiður Smári fór frá Bolton til Chelsea sumarið 2000 og svo til Barcelona árið 2006. Hann spilaði síðan í Frakklandi, Grikklandi, Belgíu, Kína og Noregi áður en ferli hans lauk sumarið 2016. Logi Ólafsson var þjálfari Skagamanna þegar Eiður Smári lék síðast í deildinni fyrir 22 árum síðan. Logi hefur síðan stýrt FH, KR, Selfoss, Stjörnunni og Víkingi í deildinni. Logi hefur alls stýrt liðum í 188 leikjum í úrvalsdeild karla síðan Eiður Smári spilaði þar síðast. Logi hefur fagnað sigri í 80 af þessum 188 leikjum. 18 af þessum 188 leikjum voru í fyrra skiptið sem Logi þjálfari FH og kom liðinu upp í efstu deild sumarið 2000 en FH-ingar hafa verið þar síðan. Logi og Eiður Smári mættust í deildinni 1998 en lið þeirra ÍA og KR gerðu þá 1-1 jafntefli. Eiður Smári lagði upp mark KR sem Andri Sigþórsson skoraði en Heimir Guðjónsson, núverandi þjálfari Vals, lagði aftur á móti upp jöfnunarmark Skagamanna sem Kristján Jóhannsson skoraði. Fimm árum síðar störfuðu þeir aftur saman með íslenska landsliðinu. Eiður Smári fékk einmitt fyrst fyrirliðabandið hjá Loga Ólafssyni en það var í 2-1 sigri á Færeyjum á Laugardalsvellinum 7. júní 2003. Logi hafði einnig verið sá sem valdi Eið Smára fyrstan í landsliðið en undir stjórn Loga spilaði Eiður Smári sinn fyrsta landsleik út í Eistlandi 24. apríl 1996. Þjálfarferill Loga Ólafssonar í efstu deild síðan að Eiður Smári Guðjohnsen spilaði þar síðast: 1998 - ÍA - 7 leikir 1999 - ÍA - 17 leikir 2001 - FH - 18 leikir 2007 - KR - 7 leikir 2008 - KR - 22 leikir 2009 - KR - 22 leikir 2010 - KR - 11 leikir 2012 - Selfoss - 22 leikir 2013 - Stjarnan - 22 leikir 2017 - Víkingur R. - 18 leikir 2018 - Víkingur R. - 22 leikir
Þjálfarferill Loga Ólafssonar í efstu deild síðan að Eiður Smári Guðjohnsen spilaði þar síðast: 1998 - ÍA - 7 leikir 1999 - ÍA - 17 leikir 2001 - FH - 18 leikir 2007 - KR - 7 leikir 2008 - KR - 22 leikir 2009 - KR - 22 leikir 2010 - KR - 11 leikir 2012 - Selfoss - 22 leikir 2013 - Stjarnan - 22 leikir 2017 - Víkingur R. - 18 leikir 2018 - Víkingur R. - 22 leikir
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Eiður segir margt hægt að bæta hjá FH: „Fannst þetta kjörið tækifæri fyrir mig“ „Þetta kom náttúrulega svolítið snöggt og óvænt upp á en ég er bara fullur tilhlökkunar,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen en þeir Logi Ólafsson hafa verið ráðnir þjálfarar karlaliðs FH í fótbolta og munu stýra því út tímabilið. 16. júlí 2020 19:00 „Hefði ekki stokkið til nema í þessu tilviki“ „Ég held að ég hefði ekki stokkið til nema í þessu tilviki,“ segir hinn 65 ára gamli Logi Ólafsson sem eftir 21 mánaðar hlé frá þjálfun er tekinn við FH. Þeir Eiður Smári Guðjohnsen munu stýra FH að minnsta kosti út tímabilið. 16. júlí 2020 19:30 Eiður mun áfram starfa fyrir KSÍ Eiður Smári Guðjohnsen, nýráðinn þjálfari karlaliðs FH í fótbolta, verður áfram aðstoðarþjálfari U21-landsliðs karla líkt og undanfarin misseri. 16. júlí 2020 20:00 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira
Eiður segir margt hægt að bæta hjá FH: „Fannst þetta kjörið tækifæri fyrir mig“ „Þetta kom náttúrulega svolítið snöggt og óvænt upp á en ég er bara fullur tilhlökkunar,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen en þeir Logi Ólafsson hafa verið ráðnir þjálfarar karlaliðs FH í fótbolta og munu stýra því út tímabilið. 16. júlí 2020 19:00
„Hefði ekki stokkið til nema í þessu tilviki“ „Ég held að ég hefði ekki stokkið til nema í þessu tilviki,“ segir hinn 65 ára gamli Logi Ólafsson sem eftir 21 mánaðar hlé frá þjálfun er tekinn við FH. Þeir Eiður Smári Guðjohnsen munu stýra FH að minnsta kosti út tímabilið. 16. júlí 2020 19:30
Eiður mun áfram starfa fyrir KSÍ Eiður Smári Guðjohnsen, nýráðinn þjálfari karlaliðs FH í fótbolta, verður áfram aðstoðarþjálfari U21-landsliðs karla líkt og undanfarin misseri. 16. júlí 2020 20:00