Stuldur eða innblástur Agnar Freyr Stefánsson skrifar 17. júlí 2020 08:13 Þar sem ég bý og stunda nám erlendis hefur mér alltaf fundist gott að fara á vefsíðu RÚV á föstudagskvöldum eða laugardagsmorgnum og horfa á Föstudagskvöld með Gísla Marteini til að fylla upp í heimþrártilfinninguna sem ég finn alltaf fyrir innra með mér. Í lok þáttarins er alltaf hóað í heitasta og flottasta tónlistarfólk íslenskrar menningar og það fengið til að spila eitt lag til að loka þættinum. Oftast eru þeir listamenn að gefa frá sér nýtt efni eða halda tónleika sem þarfnast fleiri áhorfenda. Tónlistaratriðið þetta kvöldið var með öðru sniði. Auðunn Lúthersson betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Auður stígur á svið með hvítt úfið hár, vel klæddur í brúna peysu, buxur og rokkandi axlaböndum, hann gerir sig til með bros á vör og byrjar að syngja. Lagið sem hann tekur er titlaði “Ljós”. Ekkert vakti athygli mína að fyrstu fyrr en Auður fer að ferðast um auða settið hjá Gísla Marteini, augun mín galopnast og öll mín athygli fer í að fylgja Auði og sjá hvar og hvert hann er að fara. Ég hef alltaf verið mikið fyrir staðlaða hluti sem ákveða allt í einu að brjóta allar reglur og ég fann á mér að þetta yrði eitt af þeim skiptum. Það er ekki fyrr en Auður sest niður og lyftir hendinni yfir stofuborðið á settinu þar sem að ég missi andlitið. Auður lyftir hendinni og teygir út borð Gísla Marteins eins og bilaður Windows 95 gluggi. Ég varð mjög hrifinn af þessari tæknibrellu og varð nokkuð stoltur að sjá íslenskt sjónvarp sýna svona framúrskarandi og hugmyndaríka brellu og var seinni hluti tónlistarmyndbands Auðar ekki verri. Augljóslega mikill vinna og margar hendur sem komu að þessari framleiðslu með frábærum árangri. Það var ekki fyrr en vikum seinna þar sem ég rekst á myndband fyrir Apple HomePod, þetta var tónlistarmyndband með tónlistarkonunni FKA Twigs leikstýrt af Spije Jonze með yfirburðarkeim af myndbandi Auðar. Í því myndbandi er kona, ein í íbúðinni sinni sitjandi á sófa við stofuborð að hlusta á tónlist. Konan er með aðra hendina á vatnsglasi og ekki líður langur tími þar til tónlistin í eyrum hennar tekur yfir líkama hennar og hún fer að sveiflast til og frá í takt við lagið - við höfum öll verið þarna. En svo allt í einu sveiflast konan svo mikið að stofuborðið sveiflast með og teygist rétt eins og í myndbandi Auðar. Það sem vakti athygli mína var hversu svipaðar þessar senur voru, báðar senur voru með stofuborð sem teygðist í sömu átt, báðar senur voru með pappír, blað, tímarit á borðinu til að ýkja brelluna og báðar senur notuðu hendina til að kalla fram tæknibrelluna. Ég ætlaði ekki að trúa því sem ég sá en því meira sem ég horfði á myndband FKA Twigs því augljósara varð fyrir mér að tónlistarmyndband Auðar hafi stolið hugmyndinni frá Spike Jonze. Fleiri dæmi eru um stuldur eins og veggur sem opnast með því að dýpkast, annað dæmi sést í myndbandi Auðar þar sem hann lengir sófa Gísla Marteins, en sú brella stendur út fyrir mér vegna þess að hún lítur ekki út eins og hinar brellur, í því tilfelli lengist sófinn frekar en teygist eins og tyggigúmmi, fyrir mér hefði mátt sleppa þeirri brellu. DV greindi frá þessum stuldi í maí 2020 en sú grein fjallaði lítið um samræmi myndbandanna, og var ekkert rætt um hvenær eitthvað sé stuldur eða innblástur og einnig myndaði ritari greinarinnar ekki sér álit á málinu og vitnaði einungis í að Twitter væri ekki á sama hvort þetta væri innblástur eða stuldur. Mér hefði þótt gott ef þessi umræða hefði farið lengra og má segja að þessi grein sé ákveðinn innblástur frá myndandi Auðar. Ég ímynda mér að hægt sé að flokka þetta málefni í þrennt, innblástur, stuldur eða hermir. Margir eru sammála þeirri staðreynd að ekkert er í raun 100% frumlegt og er allt einungis bergmál þess sem kom á undan. Þeirri staðreynd er ég sammála um. Margir listamenn í öllum greinum hvort sem það er tónlist, myndlist, dans, hönnun, fatahönnun eða hvað sem er hafa reynt sitt allra besta að vera frumleg og einstök, en fljótt læra þau að það er ekki hægt, listamenn þurfa að fá einhverskonar inntak til þess að geta framleitt eitthvað og hefur innblástur oft verið það inntak. Hvar listamennirnir fá sinn innblástur er erfitt að benda á því hann getur sprottið upp hvar og hvenær sem er. Það er hins vegar hvernig þú nýtir þennan innblástur sem getur leitt til nýrra verka, hermi eða stuldur. Hin heimsfræga málverkasería eftir Bandaríska listamanninn Barnett Newman finnst mér vera gott dæmi um einskonar innblástur. Frá árunum 1966 - 1970 málaði Newman fjögur einstök verk sem sýna aðeins þrjá liti, gulan, rauðan og bláan. Verkin eru öll mjög stór og verða miðpunktur hverja einustu sýningar sem þær fá að taka þátt í. Titill verkanna gefur til kynna innblásturinn sem Newman fékk meðan hann bjó til verkin. Titill þeirra er “Who's Afraid of Red, Yellow and Blue I-IV”. Newman er að vitna í leikrit frá 1962 eftir Edward Albee “Who's Afraid of Virginia Woolf?” sem dregur sitt nafn frá laginu “Who's Afraid of the Big Bad Wolf?” frá 1933 sem Disney gerði vinsælt á sínum tíma. Lykilatriðið hér er: Verk Albee - þar af leiðandi verk Newmans hefðu aldrei orðið til hefði það ekki verið fyrir lagið “Who's Afraid of the Big Bad Wolf?” sem veitti upprunalega innblásturinn. Það er vert að nefna að hvert þessara verka eru gjörólíkt hvor öðru og gæti hver þeirra listamanna ekki endurgert verk hvors annars. Eitt veitti öðru innblástur og hefur verk Newmans eflaust veitt enn fleiri fólki innblástur. Nýleg uppákoma sem ég hef séð og myndi kalla hermi eru pólitískir frambjóðendur að búa til veggspjöld afar líkt þeirri sem Alexandria Ocasio-Cortez notaði við kosningarferil sinn árið 2018. Veggspjaldið er afar grípandi og ólíkt öllu því sem sést hafðist áður fyrr og varð örugglega hluti af því að Cortez náði á þing Bandaríkjamanna. Uppsetningin er einstök á þann hátt að allir stafirnir eru í hástöfum (e. caps-lock) og allur textinn hallar um nokkrar gráður til að mynda spennu og tilfinninguna að allt sé á uppleið ef fylgt sé Cortez. Sum orð eru líka inn í ákveðinni talblöðru sem táknar bæði pólitískt samtal alþýðunnar og þingmanna ásamt því að Cortez vill ná til spænskumælandi og minnihluta fólks í Bandaríkjunum. Grasaróta pólitíkusar hafa tekið hönnun Cortez og nýtt sér hana í þeirra eigin herferð, margir hafa breytt um liti til að höfða betur til flokkanna og hugmyndafræðinnar sem þeir tilheyra og hafa sumir ákveðið að breyta til í uppsetningunni til að líkjast ekki of mikið veggspjaldi Cortez. Einn þeirra manna sem í raun hermdu eftir veggspjaldi Cortez er forsetaframbjóðandinn Guðmundur Franklín sem sóttist eftir forsetastóli Íslands sumarið 2020. Í þeirri stuttu kosningarherferð komst í umferð veggspjald sem er svo lík veggspjaldi Cortez að ekkert annað er hægt að segja en að hann hermdi eða jafnvel hafði stolið því. Það er margt hægt að benda á til að sýna að þetta er mjög líkt en vill ég vekja athygli á ónýttum tækifærum hönnuðarins hjá Guðmundi Franklín. Veggspjaldið er tilvalinn strigi fyrir tvö tungumál og hefur mér ávallt fundist erfitt að búa til verk þar sem tvö tungumál njóta sín vel, Cortez nýtur það til fulls og gerir það fullkomlega en Franklín nýtur ekki eitt einasta tækifæri til að nota t.d Pólsku í sínu verki til að ná til þeirra kjósenda. Eins og ég sagði áðan er veggspjald Cortez að vitna í opnar samræður og tekur hönnuður Franklíns eftir talblöðrunum Cortez og nær að herma eftir þeim mjög vel en kýs að skilja þær auðar sem gæti væri leynileg vitnun í málþóf eða ritskoðun, en ég efast um að hugmyndafræði Franklíns sé það djúp. Ég gæti talað endalaust um þetta veggspjald, litanotkun, letur og svo framvegis en ég stoppa hér. Best væri að tala um af hverju ég myndi kalla þetta hermi frekar en innblástur eða stuldur. Mörg af þessum veggspjöldum eru með sama letur, uppsetningu og heildar útlit og veggspjald Cortez og sýna öll veggspjöldin lítinn sem enga persónuleika frambjóðenda. Ef þau væru sett upp á vegg hlið við hlið í sama rými myndi þetta líta út eins og mjög langur og leiðinlegur hvísluleikur þar sem hvert veggspjald breytist örlítið við hverja útfærslu, eða með örðum orðum sem hermi. Það er blæbrigðamunurinn sem ég tel aðskilja þetta frá stuldi. Þá er vert að skoða verk sem er hreint út sagt stolið. Myndband Auðurs er alls ekki allt stolið og er seinni hluti verksins nokkuð frumlegur, áhugaverður og þá sérstaklega þegar Auður stígur úr sjónvarpi gamalla hjóna sem voru að eyða föstudagskvöldi sínu að horfa á Gísla Martein, líkt og ótal mörg hjón það sama kvöld. Sú hugmynd er góð og skemmtilegt og margt hægt að vinna með. Ég vill aðallega leggja áherslu á fyrri hlutann og tæknibrellunnar og af hverju mér finnst það stuldur. Í grunninn er það vegna þess að ekkert var gert til að umbreyta hugmyndinni sem sást í myndbandi FKA Twigs. Ég hefði verið afar sáttur að sjá nýja, frumlega og skemmtilega útfærslu á teygingar tæknibrellu hjá Auði og ef það hefði verið sett upp á þann hátt að enginn hefði getað endurgert það þá myndi ég segja að innblástur væri um að ræða. Sú leið hefði verið möguleg ef myndbandið hefði verið með sterka hugmyndafræði (e. Concept ) á bak við sig. Hér er ég með dæmi: Hver er reglan? Hvar, hvenær og hvernig getur Auður teygt hluti eins og tyggigúmmí?Það gæti verið þegar hann vefir höndinni yfir ákveðinn hlut til dæmis borð. En þá er vert að spyrja “Af hverju teygir hann hluti?” Svarið er afar einfalt í tilfelli FKA Twigs, því að tónlist hreyfir við manni, tónlist getur umbreytt heiminum og er allt myndbandið gullfallegt verk dans og tónlistar. Hins vegar í lagi Auðar er einungis sungið um að kyssa einhvern með ljósin kveikt og tekin nokkur dansspor. Í rauninni hefði verið sterkara hugmyndafræði að vinna þá með ljós og ást, hvernig ástin getur lýst upp nýja heima, vegi og sýn sem áður var óséð, allir vita hversu falleg ástin getur verið. Í staðinn fyrir allt sem ég hef nefnt hér fyrir ofan var farið þá leið að herma eftir tæknibrellum FKA Twigs, ramma eftir ramma, og ekkert gert til að umbreyta hugmyndinni. Í stað þess að nýta þetta sem tilraunastarfsemi og rannsóknarvinnu varð þetta myndband sent til RÚV, sett fram sem glænýtt myndband og látið eins og þetta hafi allt verið gert frá grunni af afar frumlegum og einstökum liði sem mér finnst mjög rangt og algjört stuldur. En auðvitað hefur þetta allt engar afleiðingar fyrir Auði, RÚV, FKA Twigs, mig eða hvað þá þig kæri lesandi. Eina afleiðing þessara stuldurs er að ég missi allt álit á tónlistarmyndbandinu Ljós og mun ávallt draga í efa framtíðar verk Auðar. Nú til dags er í raun ómögulegt að gera eitthvað upprunalegt í listum, þegar maður hefur aðgang að Internetinu sem kemur færandi hendi list annara listamanna alla daga ársins og auðvitað ótakmarkaður aðgangur listasögu liðinna tíma. Ég er í raun ekki að biðja neinn um að vera frumlegan öllu sem sá gerir heldur að muna að láta persónuleika sinn skína þegar innblásturinn kemur, að hafa ávallt í huga: “Hvernig get ég gert þetta að mínu verki?” Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Þar sem ég bý og stunda nám erlendis hefur mér alltaf fundist gott að fara á vefsíðu RÚV á föstudagskvöldum eða laugardagsmorgnum og horfa á Föstudagskvöld með Gísla Marteini til að fylla upp í heimþrártilfinninguna sem ég finn alltaf fyrir innra með mér. Í lok þáttarins er alltaf hóað í heitasta og flottasta tónlistarfólk íslenskrar menningar og það fengið til að spila eitt lag til að loka þættinum. Oftast eru þeir listamenn að gefa frá sér nýtt efni eða halda tónleika sem þarfnast fleiri áhorfenda. Tónlistaratriðið þetta kvöldið var með öðru sniði. Auðunn Lúthersson betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Auður stígur á svið með hvítt úfið hár, vel klæddur í brúna peysu, buxur og rokkandi axlaböndum, hann gerir sig til með bros á vör og byrjar að syngja. Lagið sem hann tekur er titlaði “Ljós”. Ekkert vakti athygli mína að fyrstu fyrr en Auður fer að ferðast um auða settið hjá Gísla Marteini, augun mín galopnast og öll mín athygli fer í að fylgja Auði og sjá hvar og hvert hann er að fara. Ég hef alltaf verið mikið fyrir staðlaða hluti sem ákveða allt í einu að brjóta allar reglur og ég fann á mér að þetta yrði eitt af þeim skiptum. Það er ekki fyrr en Auður sest niður og lyftir hendinni yfir stofuborðið á settinu þar sem að ég missi andlitið. Auður lyftir hendinni og teygir út borð Gísla Marteins eins og bilaður Windows 95 gluggi. Ég varð mjög hrifinn af þessari tæknibrellu og varð nokkuð stoltur að sjá íslenskt sjónvarp sýna svona framúrskarandi og hugmyndaríka brellu og var seinni hluti tónlistarmyndbands Auðar ekki verri. Augljóslega mikill vinna og margar hendur sem komu að þessari framleiðslu með frábærum árangri. Það var ekki fyrr en vikum seinna þar sem ég rekst á myndband fyrir Apple HomePod, þetta var tónlistarmyndband með tónlistarkonunni FKA Twigs leikstýrt af Spije Jonze með yfirburðarkeim af myndbandi Auðar. Í því myndbandi er kona, ein í íbúðinni sinni sitjandi á sófa við stofuborð að hlusta á tónlist. Konan er með aðra hendina á vatnsglasi og ekki líður langur tími þar til tónlistin í eyrum hennar tekur yfir líkama hennar og hún fer að sveiflast til og frá í takt við lagið - við höfum öll verið þarna. En svo allt í einu sveiflast konan svo mikið að stofuborðið sveiflast með og teygist rétt eins og í myndbandi Auðar. Það sem vakti athygli mína var hversu svipaðar þessar senur voru, báðar senur voru með stofuborð sem teygðist í sömu átt, báðar senur voru með pappír, blað, tímarit á borðinu til að ýkja brelluna og báðar senur notuðu hendina til að kalla fram tæknibrelluna. Ég ætlaði ekki að trúa því sem ég sá en því meira sem ég horfði á myndband FKA Twigs því augljósara varð fyrir mér að tónlistarmyndband Auðar hafi stolið hugmyndinni frá Spike Jonze. Fleiri dæmi eru um stuldur eins og veggur sem opnast með því að dýpkast, annað dæmi sést í myndbandi Auðar þar sem hann lengir sófa Gísla Marteins, en sú brella stendur út fyrir mér vegna þess að hún lítur ekki út eins og hinar brellur, í því tilfelli lengist sófinn frekar en teygist eins og tyggigúmmi, fyrir mér hefði mátt sleppa þeirri brellu. DV greindi frá þessum stuldi í maí 2020 en sú grein fjallaði lítið um samræmi myndbandanna, og var ekkert rætt um hvenær eitthvað sé stuldur eða innblástur og einnig myndaði ritari greinarinnar ekki sér álit á málinu og vitnaði einungis í að Twitter væri ekki á sama hvort þetta væri innblástur eða stuldur. Mér hefði þótt gott ef þessi umræða hefði farið lengra og má segja að þessi grein sé ákveðinn innblástur frá myndandi Auðar. Ég ímynda mér að hægt sé að flokka þetta málefni í þrennt, innblástur, stuldur eða hermir. Margir eru sammála þeirri staðreynd að ekkert er í raun 100% frumlegt og er allt einungis bergmál þess sem kom á undan. Þeirri staðreynd er ég sammála um. Margir listamenn í öllum greinum hvort sem það er tónlist, myndlist, dans, hönnun, fatahönnun eða hvað sem er hafa reynt sitt allra besta að vera frumleg og einstök, en fljótt læra þau að það er ekki hægt, listamenn þurfa að fá einhverskonar inntak til þess að geta framleitt eitthvað og hefur innblástur oft verið það inntak. Hvar listamennirnir fá sinn innblástur er erfitt að benda á því hann getur sprottið upp hvar og hvenær sem er. Það er hins vegar hvernig þú nýtir þennan innblástur sem getur leitt til nýrra verka, hermi eða stuldur. Hin heimsfræga málverkasería eftir Bandaríska listamanninn Barnett Newman finnst mér vera gott dæmi um einskonar innblástur. Frá árunum 1966 - 1970 málaði Newman fjögur einstök verk sem sýna aðeins þrjá liti, gulan, rauðan og bláan. Verkin eru öll mjög stór og verða miðpunktur hverja einustu sýningar sem þær fá að taka þátt í. Titill verkanna gefur til kynna innblásturinn sem Newman fékk meðan hann bjó til verkin. Titill þeirra er “Who's Afraid of Red, Yellow and Blue I-IV”. Newman er að vitna í leikrit frá 1962 eftir Edward Albee “Who's Afraid of Virginia Woolf?” sem dregur sitt nafn frá laginu “Who's Afraid of the Big Bad Wolf?” frá 1933 sem Disney gerði vinsælt á sínum tíma. Lykilatriðið hér er: Verk Albee - þar af leiðandi verk Newmans hefðu aldrei orðið til hefði það ekki verið fyrir lagið “Who's Afraid of the Big Bad Wolf?” sem veitti upprunalega innblásturinn. Það er vert að nefna að hvert þessara verka eru gjörólíkt hvor öðru og gæti hver þeirra listamanna ekki endurgert verk hvors annars. Eitt veitti öðru innblástur og hefur verk Newmans eflaust veitt enn fleiri fólki innblástur. Nýleg uppákoma sem ég hef séð og myndi kalla hermi eru pólitískir frambjóðendur að búa til veggspjöld afar líkt þeirri sem Alexandria Ocasio-Cortez notaði við kosningarferil sinn árið 2018. Veggspjaldið er afar grípandi og ólíkt öllu því sem sést hafðist áður fyrr og varð örugglega hluti af því að Cortez náði á þing Bandaríkjamanna. Uppsetningin er einstök á þann hátt að allir stafirnir eru í hástöfum (e. caps-lock) og allur textinn hallar um nokkrar gráður til að mynda spennu og tilfinninguna að allt sé á uppleið ef fylgt sé Cortez. Sum orð eru líka inn í ákveðinni talblöðru sem táknar bæði pólitískt samtal alþýðunnar og þingmanna ásamt því að Cortez vill ná til spænskumælandi og minnihluta fólks í Bandaríkjunum. Grasaróta pólitíkusar hafa tekið hönnun Cortez og nýtt sér hana í þeirra eigin herferð, margir hafa breytt um liti til að höfða betur til flokkanna og hugmyndafræðinnar sem þeir tilheyra og hafa sumir ákveðið að breyta til í uppsetningunni til að líkjast ekki of mikið veggspjaldi Cortez. Einn þeirra manna sem í raun hermdu eftir veggspjaldi Cortez er forsetaframbjóðandinn Guðmundur Franklín sem sóttist eftir forsetastóli Íslands sumarið 2020. Í þeirri stuttu kosningarherferð komst í umferð veggspjald sem er svo lík veggspjaldi Cortez að ekkert annað er hægt að segja en að hann hermdi eða jafnvel hafði stolið því. Það er margt hægt að benda á til að sýna að þetta er mjög líkt en vill ég vekja athygli á ónýttum tækifærum hönnuðarins hjá Guðmundi Franklín. Veggspjaldið er tilvalinn strigi fyrir tvö tungumál og hefur mér ávallt fundist erfitt að búa til verk þar sem tvö tungumál njóta sín vel, Cortez nýtur það til fulls og gerir það fullkomlega en Franklín nýtur ekki eitt einasta tækifæri til að nota t.d Pólsku í sínu verki til að ná til þeirra kjósenda. Eins og ég sagði áðan er veggspjald Cortez að vitna í opnar samræður og tekur hönnuður Franklíns eftir talblöðrunum Cortez og nær að herma eftir þeim mjög vel en kýs að skilja þær auðar sem gæti væri leynileg vitnun í málþóf eða ritskoðun, en ég efast um að hugmyndafræði Franklíns sé það djúp. Ég gæti talað endalaust um þetta veggspjald, litanotkun, letur og svo framvegis en ég stoppa hér. Best væri að tala um af hverju ég myndi kalla þetta hermi frekar en innblástur eða stuldur. Mörg af þessum veggspjöldum eru með sama letur, uppsetningu og heildar útlit og veggspjald Cortez og sýna öll veggspjöldin lítinn sem enga persónuleika frambjóðenda. Ef þau væru sett upp á vegg hlið við hlið í sama rými myndi þetta líta út eins og mjög langur og leiðinlegur hvísluleikur þar sem hvert veggspjald breytist örlítið við hverja útfærslu, eða með örðum orðum sem hermi. Það er blæbrigðamunurinn sem ég tel aðskilja þetta frá stuldi. Þá er vert að skoða verk sem er hreint út sagt stolið. Myndband Auðurs er alls ekki allt stolið og er seinni hluti verksins nokkuð frumlegur, áhugaverður og þá sérstaklega þegar Auður stígur úr sjónvarpi gamalla hjóna sem voru að eyða föstudagskvöldi sínu að horfa á Gísla Martein, líkt og ótal mörg hjón það sama kvöld. Sú hugmynd er góð og skemmtilegt og margt hægt að vinna með. Ég vill aðallega leggja áherslu á fyrri hlutann og tæknibrellunnar og af hverju mér finnst það stuldur. Í grunninn er það vegna þess að ekkert var gert til að umbreyta hugmyndinni sem sást í myndbandi FKA Twigs. Ég hefði verið afar sáttur að sjá nýja, frumlega og skemmtilega útfærslu á teygingar tæknibrellu hjá Auði og ef það hefði verið sett upp á þann hátt að enginn hefði getað endurgert það þá myndi ég segja að innblástur væri um að ræða. Sú leið hefði verið möguleg ef myndbandið hefði verið með sterka hugmyndafræði (e. Concept ) á bak við sig. Hér er ég með dæmi: Hver er reglan? Hvar, hvenær og hvernig getur Auður teygt hluti eins og tyggigúmmí?Það gæti verið þegar hann vefir höndinni yfir ákveðinn hlut til dæmis borð. En þá er vert að spyrja “Af hverju teygir hann hluti?” Svarið er afar einfalt í tilfelli FKA Twigs, því að tónlist hreyfir við manni, tónlist getur umbreytt heiminum og er allt myndbandið gullfallegt verk dans og tónlistar. Hins vegar í lagi Auðar er einungis sungið um að kyssa einhvern með ljósin kveikt og tekin nokkur dansspor. Í rauninni hefði verið sterkara hugmyndafræði að vinna þá með ljós og ást, hvernig ástin getur lýst upp nýja heima, vegi og sýn sem áður var óséð, allir vita hversu falleg ástin getur verið. Í staðinn fyrir allt sem ég hef nefnt hér fyrir ofan var farið þá leið að herma eftir tæknibrellum FKA Twigs, ramma eftir ramma, og ekkert gert til að umbreyta hugmyndinni. Í stað þess að nýta þetta sem tilraunastarfsemi og rannsóknarvinnu varð þetta myndband sent til RÚV, sett fram sem glænýtt myndband og látið eins og þetta hafi allt verið gert frá grunni af afar frumlegum og einstökum liði sem mér finnst mjög rangt og algjört stuldur. En auðvitað hefur þetta allt engar afleiðingar fyrir Auði, RÚV, FKA Twigs, mig eða hvað þá þig kæri lesandi. Eina afleiðing þessara stuldurs er að ég missi allt álit á tónlistarmyndbandinu Ljós og mun ávallt draga í efa framtíðar verk Auðar. Nú til dags er í raun ómögulegt að gera eitthvað upprunalegt í listum, þegar maður hefur aðgang að Internetinu sem kemur færandi hendi list annara listamanna alla daga ársins og auðvitað ótakmarkaður aðgangur listasögu liðinna tíma. Ég er í raun ekki að biðja neinn um að vera frumlegan öllu sem sá gerir heldur að muna að láta persónuleika sinn skína þegar innblásturinn kemur, að hafa ávallt í huga: “Hvernig get ég gert þetta að mínu verki?”
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun