Innlent

Einn með virkt smit við landamærin

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Kórónuveiruskimun við Hörpu.
Kórónuveiruskimun við Hörpu. Vísir/egill

Einn greindist með virkt kórónuveirusmit við landamæraskimun síðasta sólarhringinn. Virk smit erlendis frá eru nú orðin fimmtán frá því að skimun hófst 15. júní. Þá reyndist annað sýni jákvætt fyrir veirunni í gær en í því tilviki er beðið mótefnamælingar.

Tíu eru í einangrun vegna veirunnar á landinu og fækkar um einn frá í gær. 81 er í sóttkví. Staðfest smit frá upphafi faraldurs eru 1.916 og 1.895 er batnað af veirunni. 1.046 sýni voru tekin við landamæraskimun síðasta sólarhringinn og 120 á sýkla- og veirufræðideild. Alls hafa 41.720 sýni verið tekin við landamærin frá 15. júní.

Síðast greindist virkt smit við landamærin í fyrradag. Þar var um að ræða tvo íslenska ríkisborgara sem völdu að fara í sóttkví við heimkomu og byrjuðu nokkru síðar að finna fyrir einkennum Covid-19. Ekkert innanlandssmit hefur nú greinst í rúmar tvær vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×