Andri Fannar spilaði hálftíma í stórtapi gegn AC Milan

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Andri Fannar í leik gegn Inter Milan fyrr á tímabilinu.
Andri Fannar í leik gegn Inter Milan fyrr á tímabilinu. vísir/getty

Íslenski unglingalandsliðsmaðurinn Andri Fannar Baldursson fékk að spreyta sig á San Siro í kvöld þegar lið hans Bologna, heimsótti AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni.

Andri Fannar hóf leik á bekknum en kom inná á 60.mínútu. Þá var staðan þegar orðin 4-1 fyrir AC Milan og ljóst í hvað stefndi en Alexis Saelemaekers og Hakan Calhanoglu komu heimamönnum í 2-0 áður en Takehiro Tomiyasu minnkaði muninn fyrir Bologna.

Ismael Bennacer og Ante Rebic komu Milan í 4-1 áður en Andri kom inná og Davide Calabria gerði síðasta mark leiksins á 90.mínútu. Lokatölur 5-1 fyrir AC Milan.

AC Milan í hörkubaráttu um Evrópusæti en liðið lyfti sér upp fyrir Napoli í 6.sæti deildarinnar með sigrinum. Bologna siglir lygnan sjó í 10.sæti deildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira